Stal gaskúti og stakk honum í Wolt-tösku Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. ágúst 2024 11:18 Stuldurinn náðist á dyramyndavél. Vísir Fyrr í sumar lenti Gústaf Björnsson í því að óprúttinn aðili með tösku með merkjum fyrirtækisins Wolt stal af honum gaskúti. Atvikið náðist á dyramyndavél en þar sést hvernig sendillinn læðist að grillinu við inngang hússins, laumar gaskútnum ofan í sendlapokann merktan Wolt og hraðar sér síðan í bílinn þar sem félagi hans bíður hans. Í samtali við fréttastofu lýsir Gústaf því að þó svo að í stuldi á einum gaskúti sé ekki fólgið stórfellt fjártjón hafi viðbrögð stjórnenda Wolt valdið honum miklum vonbrigðum. Hann lýsir þeim sem ósvífnum. Hann hefur ekki leitað til lögreglu vegna málsins. Klippa: Wolt-sendill gripinn við þjófnað um hábjartan dag „Ég fer fyrst í gegnum eitthvað kvörtunarferli þarna hjá þeim. Ég fæ aldrei neitt svar. Svo fer ég í einhverja spjallsíðu og þar eru einhverjir Íslendingar sem svara fyrir það. Fyrsti gæinn var alveg í sjokki yfir þessu og vildi láta yfirmann kíkja á þetta. Svo fæ ég bara skilaboð frá yfirmanninum að það sé bara ekkert sem þeir geta gert, þeir séu nú bara verktakar og eitthvað. Þeir snúa bara út úr og virðist standa nokkurn veginn á sama,“ segir Gústaf. Wolt segist lítið geta gert Hann lýsir því að hafa rætt við nágranna hans sem og fengið það staðfest að hann hafi tekið á móti matarsendingu frá Wolt um það leyti sem þjófnaðurinn náðist á myndband. Nágranninn hafi þá gefið honum upplýsingar um pöntunina og því sáraeinfalt fyrir fyrirtækið að hafa upp á þessum óprúttna aðila. Þrátt fyrir það fékk hann þau svör að það væri lítið sem fyrirtækið gæti aðhafst. Hann fékk eftirfarandi tölvupóst eftir að hafa rætt við fulltrúa á vegum Wolt: „Ég er búinn að skoða þetta mál. Í svona tilfellum þarf þetta að fara í gegnum lögregluna og er því best að hafa samband beint við hana og tilkynna málið þar. Sendlarnir eru verktakar og því sínir eigin yfirmenn og því takmörk á því sem við getum og megum gera.“ Brýnir til fólks að vera vakandi Gústaf segir ósvífið að Wolt skuli láta eins og þetta komi fyrirtækinu ekki við. Þjófurinn hafi verið í erindagjörðum á þeirra vegum og gaskútnum var troðið í bláa sendlatösku merkta Wolt stórum stöfum. „Manni finnst eins og þeir séu bara að vona að maður nenni ekki að standa í þessu,“ segir hann. Gústaf segist vilja vara fólk við þessu og brýnir til fólks að vera vakandi fyrir slíku. Smáþjófnaður sem þessi telji alveg þegar hann safnast upp. Hann reikni með að kæra málið til lögreglu. Ekki á ábyrgð Wolt Upplýsingafulltrúi Wolt á Íslandi, Noregi og í Lúxemborg, Christian Kamhaug segir málið ekki vera á ábyrgð Wolt. Þjófurinn í þessu tilfelli hafi ekki verið á vegum Wolt heldur aðeins verið í bíl með sendli. Þó svo að verknaðurinn hafi verið framinn með Wolt-poka sé ekkert sem fyrirtækið geti aðhafst í málinu. Christian Kamhaug er upplýsingafulltrúi Wolt á Íslandi.Aðsend „Við munum að sjálfsögðu láta aðilann vita að þetta sé ekki ásættanlegt. Ef við fáum frekari kvartanir af þessu tagi gætum við þurft að loka á reikninginn. Okkur þykir leitt að þetta hafi gerst,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hann segir Wolt ekki hafa haft samband við sendilinn en komi málið á borð lögreglunnar muni fyrirtækið bregðast við á viðeigandi hátt. Veitingastaðir Lögreglumál Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Í samtali við fréttastofu lýsir Gústaf því að þó svo að í stuldi á einum gaskúti sé ekki fólgið stórfellt fjártjón hafi viðbrögð stjórnenda Wolt valdið honum miklum vonbrigðum. Hann lýsir þeim sem ósvífnum. Hann hefur ekki leitað til lögreglu vegna málsins. Klippa: Wolt-sendill gripinn við þjófnað um hábjartan dag „Ég fer fyrst í gegnum eitthvað kvörtunarferli þarna hjá þeim. Ég fæ aldrei neitt svar. Svo fer ég í einhverja spjallsíðu og þar eru einhverjir Íslendingar sem svara fyrir það. Fyrsti gæinn var alveg í sjokki yfir þessu og vildi láta yfirmann kíkja á þetta. Svo fæ ég bara skilaboð frá yfirmanninum að það sé bara ekkert sem þeir geta gert, þeir séu nú bara verktakar og eitthvað. Þeir snúa bara út úr og virðist standa nokkurn veginn á sama,“ segir Gústaf. Wolt segist lítið geta gert Hann lýsir því að hafa rætt við nágranna hans sem og fengið það staðfest að hann hafi tekið á móti matarsendingu frá Wolt um það leyti sem þjófnaðurinn náðist á myndband. Nágranninn hafi þá gefið honum upplýsingar um pöntunina og því sáraeinfalt fyrir fyrirtækið að hafa upp á þessum óprúttna aðila. Þrátt fyrir það fékk hann þau svör að það væri lítið sem fyrirtækið gæti aðhafst. Hann fékk eftirfarandi tölvupóst eftir að hafa rætt við fulltrúa á vegum Wolt: „Ég er búinn að skoða þetta mál. Í svona tilfellum þarf þetta að fara í gegnum lögregluna og er því best að hafa samband beint við hana og tilkynna málið þar. Sendlarnir eru verktakar og því sínir eigin yfirmenn og því takmörk á því sem við getum og megum gera.“ Brýnir til fólks að vera vakandi Gústaf segir ósvífið að Wolt skuli láta eins og þetta komi fyrirtækinu ekki við. Þjófurinn hafi verið í erindagjörðum á þeirra vegum og gaskútnum var troðið í bláa sendlatösku merkta Wolt stórum stöfum. „Manni finnst eins og þeir séu bara að vona að maður nenni ekki að standa í þessu,“ segir hann. Gústaf segist vilja vara fólk við þessu og brýnir til fólks að vera vakandi fyrir slíku. Smáþjófnaður sem þessi telji alveg þegar hann safnast upp. Hann reikni með að kæra málið til lögreglu. Ekki á ábyrgð Wolt Upplýsingafulltrúi Wolt á Íslandi, Noregi og í Lúxemborg, Christian Kamhaug segir málið ekki vera á ábyrgð Wolt. Þjófurinn í þessu tilfelli hafi ekki verið á vegum Wolt heldur aðeins verið í bíl með sendli. Þó svo að verknaðurinn hafi verið framinn með Wolt-poka sé ekkert sem fyrirtækið geti aðhafst í málinu. Christian Kamhaug er upplýsingafulltrúi Wolt á Íslandi.Aðsend „Við munum að sjálfsögðu láta aðilann vita að þetta sé ekki ásættanlegt. Ef við fáum frekari kvartanir af þessu tagi gætum við þurft að loka á reikninginn. Okkur þykir leitt að þetta hafi gerst,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hann segir Wolt ekki hafa haft samband við sendilinn en komi málið á borð lögreglunnar muni fyrirtækið bregðast við á viðeigandi hátt.
Veitingastaðir Lögreglumál Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent