Gera sér ekki mat úr lekanum úr framboði Trump Kjartan Kjartansson skrifar 13. ágúst 2024 08:53 Í gögnunum sem var lekið var meðal annars löng skýrsla sem framboð Trump gerði um J.D. Vance, kosti hans og galla, áður en hann var valinn varaforsetaefni Trump. AP/Ben Bray Bandarískir fjölmiðlar sem fengu upp í hendurnar trúnaðargögn sem var lekið úr framboði Donalds Trump hafa kosið að skrifa ekki fréttir upp úr þeim. Það er allt önnur nálgun en þegar tölvupóstum kosningastjóra Hillary Clinton var lekið árið 2016. Bakgrunnsrannsókn upp á 271 blaðsíðu sem framboð Trump gerði á J.D. Vance áður en hann var valinn sem varaforsetaefni repúblikana er sögð á meðal þeirra gagna sem fjölmiðlar eins og Politico, New York Times og Washington Post fengu nýlega send. Enginn þeirra hefur gert sér mat úr gögnunum enn sem komið er. Þess í stað hafa þeir aðeins skrifað um að framboðið hafi mögulega orðið fyrir tölvuárás og lýst almennum orðum hvað gögnin innihéldu. Bæði Politico og Washington Post segjast hafa staðfest að gögnin séu ósvikin. Ákvörðun fjölmiðlanna um að vinna ekki fréttir upp úr gögnunum er alger andstæða þess sem gerðist þegar uppljóstranavefurinn Wikileaks birti tölvupósta Johns Podesta, kosningastjóra Clinton, í smáskömmtum í aðdraganda kosninganna þá. Fréttir upp úr póstunum voru þá í forgrunni í öllum helstu fjölmiðlum landsins. Einn fjölmiðill skrifaði meðal annars frétt upp úr risotto-uppskrift Podesta sem var að finna í þeim. Fyrstu póstarnir voru birtir rétt eftir að framboð Trump varð fyrir þungu höggi þegar Washington Post birti gömul ummæli Trump þar sem hann sagðist geta ráðist kynferðislega á konur í krafti frægðar sinnar. Talið er að rússneskir hakkarar hafi stolið tölvupóstunum og komið þeim til Wikileaks. Trump hvatti Rússa opinberlega til dáða að stela fleiri gögnum frá Clinton. Töldu upprunann fréttnæmari en innihaldið Enn liggur ekki fyrir hver lak gögnunum nú til fjölmiðla en alríkislögreglan FBI rannsakar það. Framboð Trump sakar írönsk stjórnvöld um tölvuinnbrot án þess að leggja fram sannanir fyrir því. Talsmaður framboðsins sagði að ef fjölmiðlar birtu fréttir upp úr gögnunum gengju þeir erinda óvina Bandaríkjanna. Tæknirisinn Microsoft hefur hins vegar greint frá því að íranska leyniþjónustan hafi nýlega reynt að komast inn í tölvupóst háttsetts ráðgjafa stjórnmálaframboðs í Bandaríkjunum án þess að tilgreina hvert þeirra. New York Times vildi ekki ræða það við fréttamenn AP-fréttastofunnar hvers vegna blaðið kaus að birta ekki fréttir upp úr gögnunum. Washington Post sagðist taka tillit til ýmissa þátta við sitt fréttamat, þar á meðal hvort gögn væru ósvikin, hvað heimildarmönnum gengi til og hagsmuni almennings. Talsmaður Politico sagði miðilinn hafa talið uppruna gagnanna fréttnæmari en gögnin sjálf. Ósammála um hvort viðbrögðin hafi verið rétt Ekki eru allir á einu máli um hvort fjölmiðlarnir hafi brugðist rétt við lekanum nú. Kathleen Hall Jamieson, prófessor í samskiptafræðum við Pennsylvaníuháskóla, segir það hafa verið rétt af þeim að birta ekki fréttir því þeir gátu ekki verið vissir um uppruna gagnanna. „Hvernig veistu að Trump-framboðið sé ekki að reyna að nota þig?“ segir hún. Á öndverðum meiði er Jesse Eisinger, ritstjóri hjá ProPublica. Hann segir ýmislegt í gögnunum fréttnæmt og að fjölmiðlarnir hefðu getað gert sér mat úr því. „Ég held ekki að þau hafi tekið rétt á þessu. Ég held að þau hafi ofleiðrétt eftir mistökin 2016,“ segir hann. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Sjá meira
Bakgrunnsrannsókn upp á 271 blaðsíðu sem framboð Trump gerði á J.D. Vance áður en hann var valinn sem varaforsetaefni repúblikana er sögð á meðal þeirra gagna sem fjölmiðlar eins og Politico, New York Times og Washington Post fengu nýlega send. Enginn þeirra hefur gert sér mat úr gögnunum enn sem komið er. Þess í stað hafa þeir aðeins skrifað um að framboðið hafi mögulega orðið fyrir tölvuárás og lýst almennum orðum hvað gögnin innihéldu. Bæði Politico og Washington Post segjast hafa staðfest að gögnin séu ósvikin. Ákvörðun fjölmiðlanna um að vinna ekki fréttir upp úr gögnunum er alger andstæða þess sem gerðist þegar uppljóstranavefurinn Wikileaks birti tölvupósta Johns Podesta, kosningastjóra Clinton, í smáskömmtum í aðdraganda kosninganna þá. Fréttir upp úr póstunum voru þá í forgrunni í öllum helstu fjölmiðlum landsins. Einn fjölmiðill skrifaði meðal annars frétt upp úr risotto-uppskrift Podesta sem var að finna í þeim. Fyrstu póstarnir voru birtir rétt eftir að framboð Trump varð fyrir þungu höggi þegar Washington Post birti gömul ummæli Trump þar sem hann sagðist geta ráðist kynferðislega á konur í krafti frægðar sinnar. Talið er að rússneskir hakkarar hafi stolið tölvupóstunum og komið þeim til Wikileaks. Trump hvatti Rússa opinberlega til dáða að stela fleiri gögnum frá Clinton. Töldu upprunann fréttnæmari en innihaldið Enn liggur ekki fyrir hver lak gögnunum nú til fjölmiðla en alríkislögreglan FBI rannsakar það. Framboð Trump sakar írönsk stjórnvöld um tölvuinnbrot án þess að leggja fram sannanir fyrir því. Talsmaður framboðsins sagði að ef fjölmiðlar birtu fréttir upp úr gögnunum gengju þeir erinda óvina Bandaríkjanna. Tæknirisinn Microsoft hefur hins vegar greint frá því að íranska leyniþjónustan hafi nýlega reynt að komast inn í tölvupóst háttsetts ráðgjafa stjórnmálaframboðs í Bandaríkjunum án þess að tilgreina hvert þeirra. New York Times vildi ekki ræða það við fréttamenn AP-fréttastofunnar hvers vegna blaðið kaus að birta ekki fréttir upp úr gögnunum. Washington Post sagðist taka tillit til ýmissa þátta við sitt fréttamat, þar á meðal hvort gögn væru ósvikin, hvað heimildarmönnum gengi til og hagsmuni almennings. Talsmaður Politico sagði miðilinn hafa talið uppruna gagnanna fréttnæmari en gögnin sjálf. Ósammála um hvort viðbrögðin hafi verið rétt Ekki eru allir á einu máli um hvort fjölmiðlarnir hafi brugðist rétt við lekanum nú. Kathleen Hall Jamieson, prófessor í samskiptafræðum við Pennsylvaníuháskóla, segir það hafa verið rétt af þeim að birta ekki fréttir því þeir gátu ekki verið vissir um uppruna gagnanna. „Hvernig veistu að Trump-framboðið sé ekki að reyna að nota þig?“ segir hún. Á öndverðum meiði er Jesse Eisinger, ritstjóri hjá ProPublica. Hann segir ýmislegt í gögnunum fréttnæmt og að fjölmiðlarnir hefðu getað gert sér mat úr því. „Ég held ekki að þau hafi tekið rétt á þessu. Ég held að þau hafi ofleiðrétt eftir mistökin 2016,“ segir hann.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Sjá meira