Fóru um víðan völl í samtali á X í gær Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. ágúst 2024 07:02 Musk og Trump fóru um víðan völl en á sama tíma og forsetinn fyrrverandi réðist á Kamölu Harris sagði hann hana fallega á nýrri forsíðu Time og líkti henni við eiginkonu sína. Getty/NurPhoto/Jakub Porzycki Auðjöfurinn Elon Musk fór mjúkum höndum um Donald Trump í viðtali á X í gær, sem hófst um það bil 40 mínútum of seint vegna tæknilegra örðugleika. Trump fór mikinn gegn innflytjendum og kallaði Kamölu Harris ítrekað „róttækling“. „Þetta er fólk sem situr í fangelsi fyrir morð og alls konar brot og þeir eru að láta þá lausa til okkar,“ sagði Trump um innflytjendur. Þá gerði hann lítið úr loftslagsvánni og sagði kjarnorku-hlýnun hina raunverulegu ógn. Trump fór um víðan völl og sagðist meðal annars hefðu getað komið í veg fyrir átökin í Úkraínu. Þá freistaði hann þess að gera lítið úr Harris og öðrum Demókrötum og sakaði þá um að hafa rænt Joe Biden Bandaríkjaforseta völdum. Á sama tíma notaði hann tækifærið og sagði Biden versta forseta allra tíma. Það fór vel á með Musk og Trump en fyrrnefndi gaf kost á sér í nefnd um hagræðingu í stjórnkerfinu, eftir að Trump væri kominn aftur í Hvíta húsið. „Ég elska það fyrir þig, þú ert besti niðurskerarinn,“ sagði Trump og var líklega að vísa til tilhneigingar Musk til að segja upp stórum hópum starfsmanna. Musk, sem er yfirlýstur stuðningsmaður Trump, hefur boðið Harris að ræða við sig á X. Talsmaður framboðs Harris gaf hins vegar lítið fyrir spjall Musk og Trump og sagði framboð síðarnefnda í þágu manna eins og þeirra; efnaðra karla sem væru með sjálfa sig á heilanum og myndu ekkert gera fyrir millistéttina. This is the long version. Shorter edit of highlights coming soon. https://t.co/Ksm6UqdIq6— Elon Musk (@elonmusk) August 13, 2024 Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 X (Twitter) Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Sjá meira
„Þetta er fólk sem situr í fangelsi fyrir morð og alls konar brot og þeir eru að láta þá lausa til okkar,“ sagði Trump um innflytjendur. Þá gerði hann lítið úr loftslagsvánni og sagði kjarnorku-hlýnun hina raunverulegu ógn. Trump fór um víðan völl og sagðist meðal annars hefðu getað komið í veg fyrir átökin í Úkraínu. Þá freistaði hann þess að gera lítið úr Harris og öðrum Demókrötum og sakaði þá um að hafa rænt Joe Biden Bandaríkjaforseta völdum. Á sama tíma notaði hann tækifærið og sagði Biden versta forseta allra tíma. Það fór vel á með Musk og Trump en fyrrnefndi gaf kost á sér í nefnd um hagræðingu í stjórnkerfinu, eftir að Trump væri kominn aftur í Hvíta húsið. „Ég elska það fyrir þig, þú ert besti niðurskerarinn,“ sagði Trump og var líklega að vísa til tilhneigingar Musk til að segja upp stórum hópum starfsmanna. Musk, sem er yfirlýstur stuðningsmaður Trump, hefur boðið Harris að ræða við sig á X. Talsmaður framboðs Harris gaf hins vegar lítið fyrir spjall Musk og Trump og sagði framboð síðarnefnda í þágu manna eins og þeirra; efnaðra karla sem væru með sjálfa sig á heilanum og myndu ekkert gera fyrir millistéttina. This is the long version. Shorter edit of highlights coming soon. https://t.co/Ksm6UqdIq6— Elon Musk (@elonmusk) August 13, 2024
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 X (Twitter) Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Sjá meira