Íslenski boltinn

Að­stoðar­þjálfarinn Kjartan Henry á bekknum hjá FH

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kjartan Henry í leik gegn KR.
Kjartan Henry í leik gegn KR. Vísir/Diego

FH heimsækir KR í 18. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Athygli vekur að KR-ingurinn fyrrverandi, Kjartan Henry Finnbogason, og núverandi aðstoðarþjálfari FH er skráður á varamannabekk liðsins í kvöld.

Kjartan Henry lagði skóna á hilluna að síðustu leiktíð lokinni eftir að hafa verið kynntur til leiks sem aðstoðarþjálfari Heimis Guðjónssonar.

FH-ingar misstu Úlf Ágúst Björnsson til náms í Bandaríkjunum á dögunum og vantar því framherja þar sem Kristján Flóki Finnbogason – sem gekk nýverið í raðir félagsins frá KR – er að glíma við meiðsli.

Því hafa FH-ingar ákveðið að skrá Kjartan Henry á skýrslu en hann er í treyju númer 99 í kvöld. Athyglisvert verður að sjá hvort Heimir, og Kjartan sjálfur, ákveði að setja KR-inginn fyrrverandi inn á þegar líður á leikinn.

Leikur KR og FH er að sjálfsögðu í beinni textalýsingu á Vísi sem og leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Að leik loknum er Stúkan á dagskrá


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×