Gengur ekki að fólk sé að rústa húsum á Þjóðhátíð Bjarki Sigurðsson skrifar 10. ágúst 2024 12:09 Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar. Vísir/Viktor Freyr Íbúi í Vestmannaeyjum kom að heimili sínu í rúst eftir að hafa leigt það út til tíu ungra manna á Þjóðhátíð í ár. Formaður Þjóðhátíðarnefndar segir mörg ár síðan hann hafi séð frágang í húsi svo slæman eftir Þjóðhátíð. Skæringur Óli Þórarinsson, Eyjamaður, leigði heimili sitt í Vestmannaeyjum út á meðan hátíðin fór fram síðustu helgi. Leigjendurnir voru tíu ungir menn sem hann taldi vera fínustu stráka. Öll samskipti gengu vel en þegar Skæringur kom heim að hátíð lokinni var heimilið í rúst. Þar var búið að brjóta myndaramma, veggklukku, glös, rúðu í útidyrahurðinni, ljóskúpul og fleira. Notaðir nikótínpokar lágu um allt hús og inn á milli mátti finna tuggðar tyggjóklessur, glerbrot og annað rusl sem hafði ekki ratað í ruslafötur. Skæringur réði fólk til að koma og þrífa íbúðina og tók það sex klukkutíma fyrir fimm manns að græja allt og gera. Endaði hann með tjón upp á 200 þúsund krónur en fékk leigjendurna til að greiða 150 þúsund af þeim kostnaði. Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar segir þetta vera atvik sem enginn vill sjá gerast. „Okkur finnst það mjög leiðinlegt. Það er ákveðinn hópur fólks sem vill ekki gista í tjöldum eða gistiheimilum og leigir sér hús. Við verðum að treysta því að fólk gangi vel um og sé ekki að rústa húsum, það gengur ekki,“ segir Jónas. Hann segir svipuð atvik hafa komið upp áður, en ansi mörg ár séu síðan þá. „Flestir gestir Þjóðhátíðar á þessu ári voru til fyrirmyndar og alls staðar þar sem maður kom virtist allt vera í góðu. Þannig maður var smá hissa þegar maður heyrði þetta,“ segir Jónas. Þjóðhátíð í Eyjum Næturlíf Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Myndaveisla: Playboy lopapeysa og drulluskítugir regnjakkar Þjóðhátíðargestir 2024 létu slæmt veður ekki á sig fá á Verslunarmannahelginni í ár á 150 ára afmæli Þjóðhátíðar í Eyjum þegar fimmtán þúsund manns sóttu Vestmannaeyjar heim. Viktor Freyr Arnarson ljósmyndari fangaði stemninguna í Eyjum. 7. ágúst 2024 13:30 Margir urðu brekkunni að bráð Þrátt fyrir ansi slæmt veður skemmtu langflestir sér vel á Þjóðhátíð í ár að sögn formanns Þjóðhátíðarnefndar. Fimmtán þúsund manns voru í Vestmannaeyjum um helgina og lenti brekkan í Herjólfsdal illa í því sunnudagskvöldið. 6. ágúst 2024 11:52 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Sjá meira
Skæringur Óli Þórarinsson, Eyjamaður, leigði heimili sitt í Vestmannaeyjum út á meðan hátíðin fór fram síðustu helgi. Leigjendurnir voru tíu ungir menn sem hann taldi vera fínustu stráka. Öll samskipti gengu vel en þegar Skæringur kom heim að hátíð lokinni var heimilið í rúst. Þar var búið að brjóta myndaramma, veggklukku, glös, rúðu í útidyrahurðinni, ljóskúpul og fleira. Notaðir nikótínpokar lágu um allt hús og inn á milli mátti finna tuggðar tyggjóklessur, glerbrot og annað rusl sem hafði ekki ratað í ruslafötur. Skæringur réði fólk til að koma og þrífa íbúðina og tók það sex klukkutíma fyrir fimm manns að græja allt og gera. Endaði hann með tjón upp á 200 þúsund krónur en fékk leigjendurna til að greiða 150 þúsund af þeim kostnaði. Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar segir þetta vera atvik sem enginn vill sjá gerast. „Okkur finnst það mjög leiðinlegt. Það er ákveðinn hópur fólks sem vill ekki gista í tjöldum eða gistiheimilum og leigir sér hús. Við verðum að treysta því að fólk gangi vel um og sé ekki að rústa húsum, það gengur ekki,“ segir Jónas. Hann segir svipuð atvik hafa komið upp áður, en ansi mörg ár séu síðan þá. „Flestir gestir Þjóðhátíðar á þessu ári voru til fyrirmyndar og alls staðar þar sem maður kom virtist allt vera í góðu. Þannig maður var smá hissa þegar maður heyrði þetta,“ segir Jónas.
Þjóðhátíð í Eyjum Næturlíf Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Myndaveisla: Playboy lopapeysa og drulluskítugir regnjakkar Þjóðhátíðargestir 2024 létu slæmt veður ekki á sig fá á Verslunarmannahelginni í ár á 150 ára afmæli Þjóðhátíðar í Eyjum þegar fimmtán þúsund manns sóttu Vestmannaeyjar heim. Viktor Freyr Arnarson ljósmyndari fangaði stemninguna í Eyjum. 7. ágúst 2024 13:30 Margir urðu brekkunni að bráð Þrátt fyrir ansi slæmt veður skemmtu langflestir sér vel á Þjóðhátíð í ár að sögn formanns Þjóðhátíðarnefndar. Fimmtán þúsund manns voru í Vestmannaeyjum um helgina og lenti brekkan í Herjólfsdal illa í því sunnudagskvöldið. 6. ágúst 2024 11:52 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Sjá meira
Myndaveisla: Playboy lopapeysa og drulluskítugir regnjakkar Þjóðhátíðargestir 2024 létu slæmt veður ekki á sig fá á Verslunarmannahelginni í ár á 150 ára afmæli Þjóðhátíðar í Eyjum þegar fimmtán þúsund manns sóttu Vestmannaeyjar heim. Viktor Freyr Arnarson ljósmyndari fangaði stemninguna í Eyjum. 7. ágúst 2024 13:30
Margir urðu brekkunni að bráð Þrátt fyrir ansi slæmt veður skemmtu langflestir sér vel á Þjóðhátíð í ár að sögn formanns Þjóðhátíðarnefndar. Fimmtán þúsund manns voru í Vestmannaeyjum um helgina og lenti brekkan í Herjólfsdal illa í því sunnudagskvöldið. 6. ágúst 2024 11:52