Gengur ekki að fólk sé að rústa húsum á Þjóðhátíð Bjarki Sigurðsson skrifar 10. ágúst 2024 12:09 Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar. Vísir/Viktor Freyr Íbúi í Vestmannaeyjum kom að heimili sínu í rúst eftir að hafa leigt það út til tíu ungra manna á Þjóðhátíð í ár. Formaður Þjóðhátíðarnefndar segir mörg ár síðan hann hafi séð frágang í húsi svo slæman eftir Þjóðhátíð. Skæringur Óli Þórarinsson, Eyjamaður, leigði heimili sitt í Vestmannaeyjum út á meðan hátíðin fór fram síðustu helgi. Leigjendurnir voru tíu ungir menn sem hann taldi vera fínustu stráka. Öll samskipti gengu vel en þegar Skæringur kom heim að hátíð lokinni var heimilið í rúst. Þar var búið að brjóta myndaramma, veggklukku, glös, rúðu í útidyrahurðinni, ljóskúpul og fleira. Notaðir nikótínpokar lágu um allt hús og inn á milli mátti finna tuggðar tyggjóklessur, glerbrot og annað rusl sem hafði ekki ratað í ruslafötur. Skæringur réði fólk til að koma og þrífa íbúðina og tók það sex klukkutíma fyrir fimm manns að græja allt og gera. Endaði hann með tjón upp á 200 þúsund krónur en fékk leigjendurna til að greiða 150 þúsund af þeim kostnaði. Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar segir þetta vera atvik sem enginn vill sjá gerast. „Okkur finnst það mjög leiðinlegt. Það er ákveðinn hópur fólks sem vill ekki gista í tjöldum eða gistiheimilum og leigir sér hús. Við verðum að treysta því að fólk gangi vel um og sé ekki að rústa húsum, það gengur ekki,“ segir Jónas. Hann segir svipuð atvik hafa komið upp áður, en ansi mörg ár séu síðan þá. „Flestir gestir Þjóðhátíðar á þessu ári voru til fyrirmyndar og alls staðar þar sem maður kom virtist allt vera í góðu. Þannig maður var smá hissa þegar maður heyrði þetta,“ segir Jónas. Þjóðhátíð í Eyjum Næturlíf Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Myndaveisla: Playboy lopapeysa og drulluskítugir regnjakkar Þjóðhátíðargestir 2024 létu slæmt veður ekki á sig fá á Verslunarmannahelginni í ár á 150 ára afmæli Þjóðhátíðar í Eyjum þegar fimmtán þúsund manns sóttu Vestmannaeyjar heim. Viktor Freyr Arnarson ljósmyndari fangaði stemninguna í Eyjum. 7. ágúst 2024 13:30 Margir urðu brekkunni að bráð Þrátt fyrir ansi slæmt veður skemmtu langflestir sér vel á Þjóðhátíð í ár að sögn formanns Þjóðhátíðarnefndar. Fimmtán þúsund manns voru í Vestmannaeyjum um helgina og lenti brekkan í Herjólfsdal illa í því sunnudagskvöldið. 6. ágúst 2024 11:52 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Sjá meira
Skæringur Óli Þórarinsson, Eyjamaður, leigði heimili sitt í Vestmannaeyjum út á meðan hátíðin fór fram síðustu helgi. Leigjendurnir voru tíu ungir menn sem hann taldi vera fínustu stráka. Öll samskipti gengu vel en þegar Skæringur kom heim að hátíð lokinni var heimilið í rúst. Þar var búið að brjóta myndaramma, veggklukku, glös, rúðu í útidyrahurðinni, ljóskúpul og fleira. Notaðir nikótínpokar lágu um allt hús og inn á milli mátti finna tuggðar tyggjóklessur, glerbrot og annað rusl sem hafði ekki ratað í ruslafötur. Skæringur réði fólk til að koma og þrífa íbúðina og tók það sex klukkutíma fyrir fimm manns að græja allt og gera. Endaði hann með tjón upp á 200 þúsund krónur en fékk leigjendurna til að greiða 150 þúsund af þeim kostnaði. Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar segir þetta vera atvik sem enginn vill sjá gerast. „Okkur finnst það mjög leiðinlegt. Það er ákveðinn hópur fólks sem vill ekki gista í tjöldum eða gistiheimilum og leigir sér hús. Við verðum að treysta því að fólk gangi vel um og sé ekki að rústa húsum, það gengur ekki,“ segir Jónas. Hann segir svipuð atvik hafa komið upp áður, en ansi mörg ár séu síðan þá. „Flestir gestir Þjóðhátíðar á þessu ári voru til fyrirmyndar og alls staðar þar sem maður kom virtist allt vera í góðu. Þannig maður var smá hissa þegar maður heyrði þetta,“ segir Jónas.
Þjóðhátíð í Eyjum Næturlíf Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Myndaveisla: Playboy lopapeysa og drulluskítugir regnjakkar Þjóðhátíðargestir 2024 létu slæmt veður ekki á sig fá á Verslunarmannahelginni í ár á 150 ára afmæli Þjóðhátíðar í Eyjum þegar fimmtán þúsund manns sóttu Vestmannaeyjar heim. Viktor Freyr Arnarson ljósmyndari fangaði stemninguna í Eyjum. 7. ágúst 2024 13:30 Margir urðu brekkunni að bráð Þrátt fyrir ansi slæmt veður skemmtu langflestir sér vel á Þjóðhátíð í ár að sögn formanns Þjóðhátíðarnefndar. Fimmtán þúsund manns voru í Vestmannaeyjum um helgina og lenti brekkan í Herjólfsdal illa í því sunnudagskvöldið. 6. ágúst 2024 11:52 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Sjá meira
Myndaveisla: Playboy lopapeysa og drulluskítugir regnjakkar Þjóðhátíðargestir 2024 létu slæmt veður ekki á sig fá á Verslunarmannahelginni í ár á 150 ára afmæli Þjóðhátíðar í Eyjum þegar fimmtán þúsund manns sóttu Vestmannaeyjar heim. Viktor Freyr Arnarson ljósmyndari fangaði stemninguna í Eyjum. 7. ágúst 2024 13:30
Margir urðu brekkunni að bráð Þrátt fyrir ansi slæmt veður skemmtu langflestir sér vel á Þjóðhátíð í ár að sögn formanns Þjóðhátíðarnefndar. Fimmtán þúsund manns voru í Vestmannaeyjum um helgina og lenti brekkan í Herjólfsdal illa í því sunnudagskvöldið. 6. ágúst 2024 11:52