Ummælin komi á óvart „jafnvel frá Sjálfstæðisflokknum“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 10. ágúst 2024 09:41 Dagur segir það koma á óvart að einhver vilji tala niður ókeypis námsgögn og skólamáltíðir. Vísir/Einar Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, segir að ákvörðun sem kom til framkvæmda 2018 um ókeypis námsgögn í skólum hafi verið í alla staði jákvætt mál og þýtt aukinn jöfnuð og jafnræði meðal barna. Það komi á óvart að einhver vilji tala þetta niður, „jafnvel frá Sjálftæðisflokknum.“ Dagur birti færslu um málið á Facebook í morgun. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, gerði ókeypis námsgögn og fyrirhugaðar ókeypis skólamáltíðir að umræðuefni í vikunni. Hún sagði að skólar safni of miklu af ónotuðum námsgögnum með tilheyrandi kostnaði og sóun, og fæstir foreldrar þyrftu á gjaldfrjálsum gögnum eða máltíðum að halda. Ráðstöfunin hafi sparað fjármuni „Þetta var í alla staði jákvætt mál að mínu mati - þýddi aukinn jöfnuð og jafnræði meðal barna en sparaði líka foreldrum mikið sporin og stressið í aðdraganda skólagöngunnar,“ segir Dagur um ókeypis námsgögn. Síðast en ekki síst hafi þetta sparað mikla fjármuni. Útboð borgarinnar hafi skilað margfalt hagstæðari niðurstöðu en búist hafði verið við, og foreldrar hafi sparað sér tugi þúsunda kostnað vegna námsgagna með hverju barni. Sjálfstæðisflokkurinn kominn úr tengslum við venjulegar fjölskyldur „Það að leggja lykkju á leið sína til að tala þetta niður eða leggjast gegn svo jákvæðri breytingu í þágu barnafólks og raun ber vitni kemur á óvart - jafnvel frá Sjálfstæðisflokknum,“ segir Dagur. Einhverjir telji þetta til marks um að flokkurinn sé að „skerpa á hægri áherslunum,“ en Dagur segist halda að þetta sé frekar til marks um að Sjálfstæðisflokkurinn sé kominn úr tengslum við venjulegar fjölskyldur, „sem eru að láta daginn, vikuna og mánuðinn ganga upp og veruleika vinnandi fólks í borginni og landinu.“ Gjaldfrjálsar skólamáltíðir umtalsverð kjarabót „Í haust bætast svo við ókeypis skólamáltíðir í grunnskólum sem er umtalsverð kjarabót fyrir barnafólk. Þessi aðgerð er mun umfangsmeiri og dýrari en ókeypis námsgögn en áhrifin á kjör barnafjölskyldna þeim mun meiri og jákvæðari,“ segir Dagur. Hann segir að máltíðirnar hafi ekki komið af sjálfu sér, heldur hafi þær orðið að veruleika vegna eindreginnar baráttu verkalýðshreyfingarinnar og félagshyggjufólks í sveitarfélögunum í aðdraganda síðustu kjarasamninga. Það sé ekkert leyndarmál að Sjálfstæðisflokkurinn hafi róið þar víða á móti. Skóla- og menntamál Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Dagur birti færslu um málið á Facebook í morgun. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, gerði ókeypis námsgögn og fyrirhugaðar ókeypis skólamáltíðir að umræðuefni í vikunni. Hún sagði að skólar safni of miklu af ónotuðum námsgögnum með tilheyrandi kostnaði og sóun, og fæstir foreldrar þyrftu á gjaldfrjálsum gögnum eða máltíðum að halda. Ráðstöfunin hafi sparað fjármuni „Þetta var í alla staði jákvætt mál að mínu mati - þýddi aukinn jöfnuð og jafnræði meðal barna en sparaði líka foreldrum mikið sporin og stressið í aðdraganda skólagöngunnar,“ segir Dagur um ókeypis námsgögn. Síðast en ekki síst hafi þetta sparað mikla fjármuni. Útboð borgarinnar hafi skilað margfalt hagstæðari niðurstöðu en búist hafði verið við, og foreldrar hafi sparað sér tugi þúsunda kostnað vegna námsgagna með hverju barni. Sjálfstæðisflokkurinn kominn úr tengslum við venjulegar fjölskyldur „Það að leggja lykkju á leið sína til að tala þetta niður eða leggjast gegn svo jákvæðri breytingu í þágu barnafólks og raun ber vitni kemur á óvart - jafnvel frá Sjálfstæðisflokknum,“ segir Dagur. Einhverjir telji þetta til marks um að flokkurinn sé að „skerpa á hægri áherslunum,“ en Dagur segist halda að þetta sé frekar til marks um að Sjálfstæðisflokkurinn sé kominn úr tengslum við venjulegar fjölskyldur, „sem eru að láta daginn, vikuna og mánuðinn ganga upp og veruleika vinnandi fólks í borginni og landinu.“ Gjaldfrjálsar skólamáltíðir umtalsverð kjarabót „Í haust bætast svo við ókeypis skólamáltíðir í grunnskólum sem er umtalsverð kjarabót fyrir barnafólk. Þessi aðgerð er mun umfangsmeiri og dýrari en ókeypis námsgögn en áhrifin á kjör barnafjölskyldna þeim mun meiri og jákvæðari,“ segir Dagur. Hann segir að máltíðirnar hafi ekki komið af sjálfu sér, heldur hafi þær orðið að veruleika vegna eindreginnar baráttu verkalýðshreyfingarinnar og félagshyggjufólks í sveitarfélögunum í aðdraganda síðustu kjarasamninga. Það sé ekkert leyndarmál að Sjálfstæðisflokkurinn hafi róið þar víða á móti.
Skóla- og menntamál Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira