Sopið marga fjöruna saman: „Ég vil ekki losna við hann, ekki strax“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. ágúst 2024 08:01 Ástbjörn og Gyrðir hafa fylgst vel að. Mynd/KR Æskufélagarnir Ástbjörn Þórðarson og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson eru mættir í heimahagana í Vestubæ Reykjavíkur og munu taka slaginn með KR í Bestu deild karla. Þeir fagna því báðir að vera komnir heim. Báðir hafa leikið með FH síðustu misseri en fóru í skiptum frá Hafnafjarðarfélaginu til KR í stað Kristjáns Flóka Finnbogasonar sem fór í hina áttina. Þeir kveðja Kaplakrika með söknuði á sama tíma og þeir fagna heimkomunni. „Tilfinningin er virkilega góð. Frábært að vera komnir heim en á sama tíma var þetta erfið ákvörðun og maður saknar FH líka. Það var erfitt að fara en ég er virkilega ánægður að vera kominn í svarthvíta liðið mitt,“ segir Gyrðir Hrafn og Ástbjörn tekur undir: „FH er góður klúbbur og fólk sem maður mun sakna þaðan en ég er virkilega ánægður með þetta.“ Klippa: Kátir KR-ingar komnir heim Orðrómarnir trufluðu ekki mikið Skiptin höfðu legið í loftinu um hríð en Ástbjörn segir talið um þau hafa verið meira úti í bæ heldur en við þá beint. „Maður las mikið á miðlum og heyrði annarsstaðar frá en það var ekki alltaf verið að tala við mig varðandi þessi skipti. Það er búinn að vera smá aðdragandi en gott að þetta er klárt,“ segir Ástbjörn. En eru engin óþægindi sem fylgja slíkum orðrómum? „Þegar við vorum í FH vorum við bara 100 prósent fókuseraðir á FH. Svo þegar okkur var tilkynnt að þetta væri að fara að gerast og að ganga í gegn þá komum við hingað, fórum á fundi og stöndum með KR í þeim markmiðum sem á að ná,“ segir Gyrðir. Standa saman Þeir félagar hafa marga fjöruna sopið saman og fóru saman upp yngri flokkana hjá KR. Þeir hafa verið saman hjá FH undanfarið og fara nú saman í pakkadíl þaðan til KR. Nú tekur því enn eitt verkefni þeirra saman við. Gyrðir Hrafn fagnar heimkomunni.Mynd/KR „Gott að við séum saman í þessu. Við erum búnir að fylgjast í gegnum margt í gegnum lífið og það er bara enn sætara að gera þetta með Gyrði,“ segir Ástbjörn. „Við erum búnir að fara í gegnum yngri flokkana og skólann saman. Við höfum tapað saman og unnið titla saman og þekkjum hvorn annan mjög vel,“ bætir Ástbjörn við. Þeir losna aldrei við hvorn annan, félagarnir. „Ég vil ekki losna við hann. Ekki strax,“ segir Gyrðir og hlær. Verk að vinna í Vesturbæ KR hefur verið í miklum vandræðum í sumar og dregist í fallbaráttu. KR átti að mæta HK í gær þar sem Gyrðir hefði spilað sinn fyrsta leik ef aðstæður hefðu verið í lagi í Kórnum. Það er verk að vinna vestur í bæ. „Auðvitað vilja allir KR-ingar vera ofar. Allir KR-ingar horfa upp töfluna en ekki niður. Auðvitað erum við ekki á góðum stað. Það er nóg eftir, við ætlum að ná í þessi stig sem eru í boði,“ segir Gyrðir. Ástbjörn með KR-treyjuna.Mynd/KR Ástbjörn gat ekki tekið þátt í fyrirhuguðum leik gærkvöldsins vegna meiðsla en segist á réttri leið. „Ég er búinn að vera meiddur í nokkrar vikur í ökklanum. Ég fer í segulómun á föstudaginn. Þá kannski sér maður þetta aðeins betur. Þetta er vonandi ekkert alvarlegt og það styttist í mig,“ segir Ástbjörn. Mikilvægt að KR-hjartað slái Í Vesturbæ hefur sú stefna verið mörkuð að fá uppalda KR-inga heim og þeir félagar segja það mikilvægt fyrir liðið. „Það er ákveðin stemning sem fylgir þessu en það þýðir ekki að maður fari beint í liðið því maður sé uppalinn. Ég ætla að vona að við höfum líka verið fengnir því við erum góðir leikmenn. Það að maður þekki hvað er að vera KR-ingur (er mikilvægt) og það er sú stemning sem er verið að skapa,“ segir Ástbjörn. „Það er líka bara búa til alvöru kjarna hérna. Ég held að KR þurfi að gera það. Búa til alvöru KR-lið, KR kjarna. Það er bara þannig,“ segir Gyrðir að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. KR Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Báðir hafa leikið með FH síðustu misseri en fóru í skiptum frá Hafnafjarðarfélaginu til KR í stað Kristjáns Flóka Finnbogasonar sem fór í hina áttina. Þeir kveðja Kaplakrika með söknuði á sama tíma og þeir fagna heimkomunni. „Tilfinningin er virkilega góð. Frábært að vera komnir heim en á sama tíma var þetta erfið ákvörðun og maður saknar FH líka. Það var erfitt að fara en ég er virkilega ánægður að vera kominn í svarthvíta liðið mitt,“ segir Gyrðir Hrafn og Ástbjörn tekur undir: „FH er góður klúbbur og fólk sem maður mun sakna þaðan en ég er virkilega ánægður með þetta.“ Klippa: Kátir KR-ingar komnir heim Orðrómarnir trufluðu ekki mikið Skiptin höfðu legið í loftinu um hríð en Ástbjörn segir talið um þau hafa verið meira úti í bæ heldur en við þá beint. „Maður las mikið á miðlum og heyrði annarsstaðar frá en það var ekki alltaf verið að tala við mig varðandi þessi skipti. Það er búinn að vera smá aðdragandi en gott að þetta er klárt,“ segir Ástbjörn. En eru engin óþægindi sem fylgja slíkum orðrómum? „Þegar við vorum í FH vorum við bara 100 prósent fókuseraðir á FH. Svo þegar okkur var tilkynnt að þetta væri að fara að gerast og að ganga í gegn þá komum við hingað, fórum á fundi og stöndum með KR í þeim markmiðum sem á að ná,“ segir Gyrðir. Standa saman Þeir félagar hafa marga fjöruna sopið saman og fóru saman upp yngri flokkana hjá KR. Þeir hafa verið saman hjá FH undanfarið og fara nú saman í pakkadíl þaðan til KR. Nú tekur því enn eitt verkefni þeirra saman við. Gyrðir Hrafn fagnar heimkomunni.Mynd/KR „Gott að við séum saman í þessu. Við erum búnir að fylgjast í gegnum margt í gegnum lífið og það er bara enn sætara að gera þetta með Gyrði,“ segir Ástbjörn. „Við erum búnir að fara í gegnum yngri flokkana og skólann saman. Við höfum tapað saman og unnið titla saman og þekkjum hvorn annan mjög vel,“ bætir Ástbjörn við. Þeir losna aldrei við hvorn annan, félagarnir. „Ég vil ekki losna við hann. Ekki strax,“ segir Gyrðir og hlær. Verk að vinna í Vesturbæ KR hefur verið í miklum vandræðum í sumar og dregist í fallbaráttu. KR átti að mæta HK í gær þar sem Gyrðir hefði spilað sinn fyrsta leik ef aðstæður hefðu verið í lagi í Kórnum. Það er verk að vinna vestur í bæ. „Auðvitað vilja allir KR-ingar vera ofar. Allir KR-ingar horfa upp töfluna en ekki niður. Auðvitað erum við ekki á góðum stað. Það er nóg eftir, við ætlum að ná í þessi stig sem eru í boði,“ segir Gyrðir. Ástbjörn með KR-treyjuna.Mynd/KR Ástbjörn gat ekki tekið þátt í fyrirhuguðum leik gærkvöldsins vegna meiðsla en segist á réttri leið. „Ég er búinn að vera meiddur í nokkrar vikur í ökklanum. Ég fer í segulómun á föstudaginn. Þá kannski sér maður þetta aðeins betur. Þetta er vonandi ekkert alvarlegt og það styttist í mig,“ segir Ástbjörn. Mikilvægt að KR-hjartað slái Í Vesturbæ hefur sú stefna verið mörkuð að fá uppalda KR-inga heim og þeir félagar segja það mikilvægt fyrir liðið. „Það er ákveðin stemning sem fylgir þessu en það þýðir ekki að maður fari beint í liðið því maður sé uppalinn. Ég ætla að vona að við höfum líka verið fengnir því við erum góðir leikmenn. Það að maður þekki hvað er að vera KR-ingur (er mikilvægt) og það er sú stemning sem er verið að skapa,“ segir Ástbjörn. „Það er líka bara búa til alvöru kjarna hérna. Ég held að KR þurfi að gera það. Búa til alvöru KR-lið, KR kjarna. Það er bara þannig,“ segir Gyrðir að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
KR Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti