„Hefur verið minn dyggasti þjónn“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. ágúst 2024 10:30 Arnar Gunnlaugsson segir sína menn klára í slaginn. Vísir/Arnar Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir mikinn missi í Pablo Punyed sem sleit nýverið krossband. Þrátt fyrir meiðslavandræði ætla Víkingar sér sigur á Flora Tallinn í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. Víkingur og Flora Tallinn mætast klukkan 18:15 í kvöld. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Þetta er stór stund fyrir okkur. Þetta er í annað skiptið sem við erum í þriðju umferð í Sambandsdeildinni. Síðast voru það hörkuleikir við Lech Poznan en núna er það Flora Tallinn sem er sögufrægur klúbbur í eistneskum fótbolta,“ segir Arnar um leik kvöldsins. En hvernig liði eru Víkingarnir að mæta? Klippa: „Hann hefur verið minn dyggasti þjónn“ „Þetta er 4-4-2 lið sem er ekkert ósvipað okkur varnarlega en eru með aðeins öðruvísi áherslur sóknarlega. Það hefur gengið illa að þeirra mati í deildinni heima fyrir í ár en eins og við þekkjum er stutt í að hjólin snúast þér í vil. Mögulega líta þeir á Evrópukeppnina á byrjunarreit til að snúa tímabilinu sér í vil. Við eigum von á erfiðum leik,“ segir Arnar í samtali við Stöð 2 Sport. Hörkuðu í gegnum vandræðin Það kom um tveggja vikna kafli þar sem Víkingum gekk illa að ná í úrslit og féllu þeir af þeim sökum úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu gegn Shamrock Rovers og töpuðu þá einnig fyrir KA í Bestu deildinni og fyrri leiknum við albönsku meistarana í Egnatia á Víkingsvelli. Síðan þá hefur liðið hins vegar unnið alla sína leiki, þar á meðal góðan 2-0 útisigur í Albaníu sem fleytti þeim áfram í einvígið við Flora Tallinn. „Það er mjög merkilegt hvernig þetta hefur gerst. Við vorum í sjálfu sér ekkert að spila illa en bara náðum ekki í úrslit. Svo bara breyttist þetta á 30. mínútu hérna gegn HK. Fram að því vorum við í brasi og skorum svo gott mark. Síðan þá hefur sólin skinið á Víkinga. Það er alveg ótrúlegt hvað þetta er fljótt að snúast við,“ segir Arnar. Meiðslin að stríða Það er áhugavert hvað Víkingar hafa fundið góðan takt á miðað við hvað leikmenn liðsins hafa verið stráfelldir í meiðsli síðustu vikur. Matthías Vilhjálmsson, Nikolaj Hansen og Pablo Punyed eru allir frá. Aron Elís Þrándarson, Gunnar Vatnhamar og fleiri hafa einnig lent í meiðslum undanfarið. „Staðan gæti verið betri. Við fengum ömurlegar fréttir í gær með Pablo sem er virkilega sárt fyrir hans hönd. En svo kemur Tarik til okkar í gær líka, talandi um skin og skúrir, en hann verður í hóp á morgun,“ „Það verða örugglega fimm til sex sterkir leikmenn sem verða ekki í hóp. Það er bara eins og alltaf, svona er þetta bara. Það þýðir ekki að væla yfir því. Við erum með sterkan og breiðan hóp og leikmenn hafa stigið virkilega upp í fjarveru stórra pósta,“ segir Arnar. Hefur fulla trú á Pablo Verst sé að Pablo Punyed, sem hefur verið prímusmótorinn í spilamennsku Víkings undir stjórn Arnars undanfarin ár, sé með slitið krossband og frá fram á næstu leiktíð. „Þetta er bara ömurlegt. Hann hefur verið minn dyggasti þjónn og topp 2-3 kaup í sögu Víkings. Það hefur mjög mikil áhrif á okkar leik og valdamikill í klefanum líka sem ég trúi ekki öðru en hann verði áfram. Ef ég treysti einhverjum manni til að koma sterkur til baka eftir svona erfið meiðsli, þrátt fyrir hækkandi aldur, er það Pablo Punyed,“ segir Arnar. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Víkingur Reykjavík Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira
Víkingur og Flora Tallinn mætast klukkan 18:15 í kvöld. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Þetta er stór stund fyrir okkur. Þetta er í annað skiptið sem við erum í þriðju umferð í Sambandsdeildinni. Síðast voru það hörkuleikir við Lech Poznan en núna er það Flora Tallinn sem er sögufrægur klúbbur í eistneskum fótbolta,“ segir Arnar um leik kvöldsins. En hvernig liði eru Víkingarnir að mæta? Klippa: „Hann hefur verið minn dyggasti þjónn“ „Þetta er 4-4-2 lið sem er ekkert ósvipað okkur varnarlega en eru með aðeins öðruvísi áherslur sóknarlega. Það hefur gengið illa að þeirra mati í deildinni heima fyrir í ár en eins og við þekkjum er stutt í að hjólin snúast þér í vil. Mögulega líta þeir á Evrópukeppnina á byrjunarreit til að snúa tímabilinu sér í vil. Við eigum von á erfiðum leik,“ segir Arnar í samtali við Stöð 2 Sport. Hörkuðu í gegnum vandræðin Það kom um tveggja vikna kafli þar sem Víkingum gekk illa að ná í úrslit og féllu þeir af þeim sökum úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu gegn Shamrock Rovers og töpuðu þá einnig fyrir KA í Bestu deildinni og fyrri leiknum við albönsku meistarana í Egnatia á Víkingsvelli. Síðan þá hefur liðið hins vegar unnið alla sína leiki, þar á meðal góðan 2-0 útisigur í Albaníu sem fleytti þeim áfram í einvígið við Flora Tallinn. „Það er mjög merkilegt hvernig þetta hefur gerst. Við vorum í sjálfu sér ekkert að spila illa en bara náðum ekki í úrslit. Svo bara breyttist þetta á 30. mínútu hérna gegn HK. Fram að því vorum við í brasi og skorum svo gott mark. Síðan þá hefur sólin skinið á Víkinga. Það er alveg ótrúlegt hvað þetta er fljótt að snúast við,“ segir Arnar. Meiðslin að stríða Það er áhugavert hvað Víkingar hafa fundið góðan takt á miðað við hvað leikmenn liðsins hafa verið stráfelldir í meiðsli síðustu vikur. Matthías Vilhjálmsson, Nikolaj Hansen og Pablo Punyed eru allir frá. Aron Elís Þrándarson, Gunnar Vatnhamar og fleiri hafa einnig lent í meiðslum undanfarið. „Staðan gæti verið betri. Við fengum ömurlegar fréttir í gær með Pablo sem er virkilega sárt fyrir hans hönd. En svo kemur Tarik til okkar í gær líka, talandi um skin og skúrir, en hann verður í hóp á morgun,“ „Það verða örugglega fimm til sex sterkir leikmenn sem verða ekki í hóp. Það er bara eins og alltaf, svona er þetta bara. Það þýðir ekki að væla yfir því. Við erum með sterkan og breiðan hóp og leikmenn hafa stigið virkilega upp í fjarveru stórra pósta,“ segir Arnar. Hefur fulla trú á Pablo Verst sé að Pablo Punyed, sem hefur verið prímusmótorinn í spilamennsku Víkings undir stjórn Arnars undanfarin ár, sé með slitið krossband og frá fram á næstu leiktíð. „Þetta er bara ömurlegt. Hann hefur verið minn dyggasti þjónn og topp 2-3 kaup í sögu Víkings. Það hefur mjög mikil áhrif á okkar leik og valdamikill í klefanum líka sem ég trúi ekki öðru en hann verði áfram. Ef ég treysti einhverjum manni til að koma sterkur til baka eftir svona erfið meiðsli, þrátt fyrir hækkandi aldur, er það Pablo Punyed,“ segir Arnar. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Víkingur Reykjavík Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira