Piltar undir sakhæfisaldri á bak við skemmdarverkin Jón Ísak Ragnarsson skrifar 7. ágúst 2024 11:01 Tuttugu og sjö rúður voru brotnar í skólanum. Aðsend Tveir ungir piltar reyndust á bak við umfangsmikil skemmdarverk sem unnin voru á Húnaskóla á Blönduósi í gærnótt. Vilhjálmur Stefánsson, lögreglufulltrúi á Norðurlandi vestra segir að piltarnir séu ljúfir, og þeir hafi ekki endilega ætlað sér að vinna skemmdarverk. Þeir séu mjög ungir. Umfangsmikil eignaspjöll voru unnin á skólanum í gærnótt, rúður brotnar í eldhúsi og smíðastöfu auk annarra skemmdarverka. Mötuneytið, þar sem eldað er bæði fyrir leikskólann og grunnskólann, er í rúst. Ljúfir drengir „Þetta eru ekki skemmdaverkamenn eða neitt, þetta eru bara fínir krakkar, ekki ólátabelgir. Þeir eru ljúfir drengir, þetta bara getur gerst,“ segir Vilhjálmur. Hann telur að krakkarnir hafi bara verið að leika sér, og það hafi ekki verið markmiðið að eyðileggja. „Þetta eru bara börn. Það er ekki verið að sækjast eftir refsingu fyrir barn á þessum aldri, heldur bara fá þau til að hætta þessari hegðun,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að búið sé að taka viðtal við krakkana um málið, og það verið sent til lögreglustjóra. Lögum samkvæmt verði málið svo fellt niður. Tuttugu og sjö rúður brotnar Vilhjálmur segir að um heilmikið tjón sé að ræða, um tuttugu og sjö rúður hafi verið brotnar. „Svo voru rúður brotnar í ofnum og ef þeir eru ónýtir er það dýrt,“ segir hann. Mötuneytið í grunnskólanum, þar sem eldað er bæði fyrir leikskólann og grunnskólann, er mikið skemmt. Leikskólastarf á að hefjast á morgun, en aðstoðarskólastjóri Húnaskóla, Anna Margrét Sigurðardóttir, segir að verið sé að skoða málin hvernig það verður leyst. „Þetta verður bara að hafa sinn gang, það er hreinsunarstarf og viðgerðir framundan hjá okkur. Það er bara gott að það sé búið að leysa málið, það gerir okkur rólegri með allt saman,“ segir Anna. Lögreglumál Skóla- og menntamál Grunnskólar Húnabyggð Tengdar fréttir Skólastjóri Rimaskóla í áfalli Skólastjóri Rimaskóla segist í áfalli eftir að skólinn var lagður í rúst í nótt. Hún hvetur foreldra til að velta fyrir sér hvort barn þeirra sé á góðum stað. Sumarið sé viðkvæmur tími og mikil lausung á börnum. 31. júlí 2024 11:18 Rúður brotnar í Rimaskóla Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um brothljóð frá Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að fjöldi rúða í skólanum hafði verið brotinn og einhverju tjónið valdið inni í skólanum. 31. júlí 2024 06:42 „Ekki skemmtilegt að koma svona til baka fyrsta vinnudag eftir sumarfrí“ Umfangsmikil eignaspjöll voru unnin á Húnaskóla á Blönduósi í nótt. Allar rúður voru brotnar í eldhúsi og smíðastofu grunnskólans og þar framin töluverð skemmdarverk. Lögregla rannsakar nú málið. 6. ágúst 2024 11:19 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Umfangsmikil eignaspjöll voru unnin á skólanum í gærnótt, rúður brotnar í eldhúsi og smíðastöfu auk annarra skemmdarverka. Mötuneytið, þar sem eldað er bæði fyrir leikskólann og grunnskólann, er í rúst. Ljúfir drengir „Þetta eru ekki skemmdaverkamenn eða neitt, þetta eru bara fínir krakkar, ekki ólátabelgir. Þeir eru ljúfir drengir, þetta bara getur gerst,“ segir Vilhjálmur. Hann telur að krakkarnir hafi bara verið að leika sér, og það hafi ekki verið markmiðið að eyðileggja. „Þetta eru bara börn. Það er ekki verið að sækjast eftir refsingu fyrir barn á þessum aldri, heldur bara fá þau til að hætta þessari hegðun,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að búið sé að taka viðtal við krakkana um málið, og það verið sent til lögreglustjóra. Lögum samkvæmt verði málið svo fellt niður. Tuttugu og sjö rúður brotnar Vilhjálmur segir að um heilmikið tjón sé að ræða, um tuttugu og sjö rúður hafi verið brotnar. „Svo voru rúður brotnar í ofnum og ef þeir eru ónýtir er það dýrt,“ segir hann. Mötuneytið í grunnskólanum, þar sem eldað er bæði fyrir leikskólann og grunnskólann, er mikið skemmt. Leikskólastarf á að hefjast á morgun, en aðstoðarskólastjóri Húnaskóla, Anna Margrét Sigurðardóttir, segir að verið sé að skoða málin hvernig það verður leyst. „Þetta verður bara að hafa sinn gang, það er hreinsunarstarf og viðgerðir framundan hjá okkur. Það er bara gott að það sé búið að leysa málið, það gerir okkur rólegri með allt saman,“ segir Anna.
Lögreglumál Skóla- og menntamál Grunnskólar Húnabyggð Tengdar fréttir Skólastjóri Rimaskóla í áfalli Skólastjóri Rimaskóla segist í áfalli eftir að skólinn var lagður í rúst í nótt. Hún hvetur foreldra til að velta fyrir sér hvort barn þeirra sé á góðum stað. Sumarið sé viðkvæmur tími og mikil lausung á börnum. 31. júlí 2024 11:18 Rúður brotnar í Rimaskóla Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um brothljóð frá Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að fjöldi rúða í skólanum hafði verið brotinn og einhverju tjónið valdið inni í skólanum. 31. júlí 2024 06:42 „Ekki skemmtilegt að koma svona til baka fyrsta vinnudag eftir sumarfrí“ Umfangsmikil eignaspjöll voru unnin á Húnaskóla á Blönduósi í nótt. Allar rúður voru brotnar í eldhúsi og smíðastofu grunnskólans og þar framin töluverð skemmdarverk. Lögregla rannsakar nú málið. 6. ágúst 2024 11:19 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Skólastjóri Rimaskóla í áfalli Skólastjóri Rimaskóla segist í áfalli eftir að skólinn var lagður í rúst í nótt. Hún hvetur foreldra til að velta fyrir sér hvort barn þeirra sé á góðum stað. Sumarið sé viðkvæmur tími og mikil lausung á börnum. 31. júlí 2024 11:18
Rúður brotnar í Rimaskóla Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um brothljóð frá Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að fjöldi rúða í skólanum hafði verið brotinn og einhverju tjónið valdið inni í skólanum. 31. júlí 2024 06:42
„Ekki skemmtilegt að koma svona til baka fyrsta vinnudag eftir sumarfrí“ Umfangsmikil eignaspjöll voru unnin á Húnaskóla á Blönduósi í nótt. Allar rúður voru brotnar í eldhúsi og smíðastofu grunnskólans og þar framin töluverð skemmdarverk. Lögregla rannsakar nú málið. 6. ágúst 2024 11:19