Piltar undir sakhæfisaldri á bak við skemmdarverkin Jón Ísak Ragnarsson skrifar 7. ágúst 2024 11:01 Tuttugu og sjö rúður voru brotnar í skólanum. Aðsend Tveir ungir piltar reyndust á bak við umfangsmikil skemmdarverk sem unnin voru á Húnaskóla á Blönduósi í gærnótt. Vilhjálmur Stefánsson, lögreglufulltrúi á Norðurlandi vestra segir að piltarnir séu ljúfir, og þeir hafi ekki endilega ætlað sér að vinna skemmdarverk. Þeir séu mjög ungir. Umfangsmikil eignaspjöll voru unnin á skólanum í gærnótt, rúður brotnar í eldhúsi og smíðastöfu auk annarra skemmdarverka. Mötuneytið, þar sem eldað er bæði fyrir leikskólann og grunnskólann, er í rúst. Ljúfir drengir „Þetta eru ekki skemmdaverkamenn eða neitt, þetta eru bara fínir krakkar, ekki ólátabelgir. Þeir eru ljúfir drengir, þetta bara getur gerst,“ segir Vilhjálmur. Hann telur að krakkarnir hafi bara verið að leika sér, og það hafi ekki verið markmiðið að eyðileggja. „Þetta eru bara börn. Það er ekki verið að sækjast eftir refsingu fyrir barn á þessum aldri, heldur bara fá þau til að hætta þessari hegðun,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að búið sé að taka viðtal við krakkana um málið, og það verið sent til lögreglustjóra. Lögum samkvæmt verði málið svo fellt niður. Tuttugu og sjö rúður brotnar Vilhjálmur segir að um heilmikið tjón sé að ræða, um tuttugu og sjö rúður hafi verið brotnar. „Svo voru rúður brotnar í ofnum og ef þeir eru ónýtir er það dýrt,“ segir hann. Mötuneytið í grunnskólanum, þar sem eldað er bæði fyrir leikskólann og grunnskólann, er mikið skemmt. Leikskólastarf á að hefjast á morgun, en aðstoðarskólastjóri Húnaskóla, Anna Margrét Sigurðardóttir, segir að verið sé að skoða málin hvernig það verður leyst. „Þetta verður bara að hafa sinn gang, það er hreinsunarstarf og viðgerðir framundan hjá okkur. Það er bara gott að það sé búið að leysa málið, það gerir okkur rólegri með allt saman,“ segir Anna. Lögreglumál Skóla- og menntamál Grunnskólar Húnabyggð Tengdar fréttir Skólastjóri Rimaskóla í áfalli Skólastjóri Rimaskóla segist í áfalli eftir að skólinn var lagður í rúst í nótt. Hún hvetur foreldra til að velta fyrir sér hvort barn þeirra sé á góðum stað. Sumarið sé viðkvæmur tími og mikil lausung á börnum. 31. júlí 2024 11:18 Rúður brotnar í Rimaskóla Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um brothljóð frá Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að fjöldi rúða í skólanum hafði verið brotinn og einhverju tjónið valdið inni í skólanum. 31. júlí 2024 06:42 „Ekki skemmtilegt að koma svona til baka fyrsta vinnudag eftir sumarfrí“ Umfangsmikil eignaspjöll voru unnin á Húnaskóla á Blönduósi í nótt. Allar rúður voru brotnar í eldhúsi og smíðastofu grunnskólans og þar framin töluverð skemmdarverk. Lögregla rannsakar nú málið. 6. ágúst 2024 11:19 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Sjá meira
Umfangsmikil eignaspjöll voru unnin á skólanum í gærnótt, rúður brotnar í eldhúsi og smíðastöfu auk annarra skemmdarverka. Mötuneytið, þar sem eldað er bæði fyrir leikskólann og grunnskólann, er í rúst. Ljúfir drengir „Þetta eru ekki skemmdaverkamenn eða neitt, þetta eru bara fínir krakkar, ekki ólátabelgir. Þeir eru ljúfir drengir, þetta bara getur gerst,“ segir Vilhjálmur. Hann telur að krakkarnir hafi bara verið að leika sér, og það hafi ekki verið markmiðið að eyðileggja. „Þetta eru bara börn. Það er ekki verið að sækjast eftir refsingu fyrir barn á þessum aldri, heldur bara fá þau til að hætta þessari hegðun,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að búið sé að taka viðtal við krakkana um málið, og það verið sent til lögreglustjóra. Lögum samkvæmt verði málið svo fellt niður. Tuttugu og sjö rúður brotnar Vilhjálmur segir að um heilmikið tjón sé að ræða, um tuttugu og sjö rúður hafi verið brotnar. „Svo voru rúður brotnar í ofnum og ef þeir eru ónýtir er það dýrt,“ segir hann. Mötuneytið í grunnskólanum, þar sem eldað er bæði fyrir leikskólann og grunnskólann, er mikið skemmt. Leikskólastarf á að hefjast á morgun, en aðstoðarskólastjóri Húnaskóla, Anna Margrét Sigurðardóttir, segir að verið sé að skoða málin hvernig það verður leyst. „Þetta verður bara að hafa sinn gang, það er hreinsunarstarf og viðgerðir framundan hjá okkur. Það er bara gott að það sé búið að leysa málið, það gerir okkur rólegri með allt saman,“ segir Anna.
Lögreglumál Skóla- og menntamál Grunnskólar Húnabyggð Tengdar fréttir Skólastjóri Rimaskóla í áfalli Skólastjóri Rimaskóla segist í áfalli eftir að skólinn var lagður í rúst í nótt. Hún hvetur foreldra til að velta fyrir sér hvort barn þeirra sé á góðum stað. Sumarið sé viðkvæmur tími og mikil lausung á börnum. 31. júlí 2024 11:18 Rúður brotnar í Rimaskóla Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um brothljóð frá Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að fjöldi rúða í skólanum hafði verið brotinn og einhverju tjónið valdið inni í skólanum. 31. júlí 2024 06:42 „Ekki skemmtilegt að koma svona til baka fyrsta vinnudag eftir sumarfrí“ Umfangsmikil eignaspjöll voru unnin á Húnaskóla á Blönduósi í nótt. Allar rúður voru brotnar í eldhúsi og smíðastofu grunnskólans og þar framin töluverð skemmdarverk. Lögregla rannsakar nú málið. 6. ágúst 2024 11:19 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Sjá meira
Skólastjóri Rimaskóla í áfalli Skólastjóri Rimaskóla segist í áfalli eftir að skólinn var lagður í rúst í nótt. Hún hvetur foreldra til að velta fyrir sér hvort barn þeirra sé á góðum stað. Sumarið sé viðkvæmur tími og mikil lausung á börnum. 31. júlí 2024 11:18
Rúður brotnar í Rimaskóla Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um brothljóð frá Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að fjöldi rúða í skólanum hafði verið brotinn og einhverju tjónið valdið inni í skólanum. 31. júlí 2024 06:42
„Ekki skemmtilegt að koma svona til baka fyrsta vinnudag eftir sumarfrí“ Umfangsmikil eignaspjöll voru unnin á Húnaskóla á Blönduósi í nótt. Allar rúður voru brotnar í eldhúsi og smíðastofu grunnskólans og þar framin töluverð skemmdarverk. Lögregla rannsakar nú málið. 6. ágúst 2024 11:19