„Hann virðist hafa lagt sig einhvers staðar til svefns á ókunnum stað. Það er búið að afturkalla leitarflokka og þyrlu og björgunarskipið,“ segir Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.

„Þetta fór eins vel og það gat farið. Við erum afskaplega glaðir með þetta,“ segir hann.
Leitin að Helga hefur staðið yfir frá því í morgun. Þyrla Landhelgisgæslunnar var gerð út eins og kom fram sem og björgunarbátur. Björgunarsveitarmenn notuðust einnig við flygildi við leitina sem var ansi umfangsmikil en nú er Helgi kominn í leitirnar.