Ekki talinn í lífshættu eftir hnífsstungu á Akureyri í nótt Kjartan Kjartansson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 3. ágúst 2024 09:11 Erill var hjá lögreglu á Akureyri fyrstu nótt verslunarmannahelgarinnar. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Hnífstungumál á miðbæjarsvæðinu er til rannsóknar hjá lögreglunni á Akureyri eftir fyrstu nótt verslunarmannahelgarinnar þar. Sá slasaði er ekki talinn í lífshættu. Töluvert af fólki var í bænum en að öðru leyti hefur allt gengið vel, að sögn varðstjóra hjá lögreglunni. Hátíðin Ein með öllu er haldin á Akureyri um verslunarmannahelgina. Jóhann Olsen, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, segir töluvert af fólki hafa skemmt sér í bænum í bænum og erill hjá lögreglu. Eina meiriháttar verkefni lögreglu til þessa hafi verið líkamsárás á miðbæjarsvæðinu í nótt sem sé til rannsóknar. Jóhann sagði Vísi í morgun að einn hefði verið fluttur til aðhlynningar á sjúkrahúsi. Hann staðfestir að fólk sem tengist árásinni væri í fangaklefa eftir nóttina. Lögreglan á Norðurlandi eystra upplýsti síðar í morgun að um hnífsstungu hefði verið að ræða. Árásin átti sér stað á þriðja tímanum í nótt. Sá sem varð fyrir stungunni sé ekki talinn í lífshættu og aðilar séu í haldi vegna rannsóknar málsins. Ekki væri hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Að öðru leyti segir hann að skemmtanahaldið hafi farið vel fram þó að alltaf sé eitthvað um smá pústra þar sem margir koma saman til skemmta sér. Fínasta veður er á Akureyri þessa stundina, ólíkt á sunnanverðu landinu þar sem gular viðvaranir eru í gildi í dag. Einn stærsti viðburðurinn á dagskránni fyrir norðan í dag er utanvegahlaupið Súlur vertical sem hefst hjá Goðafossi. Fréttin var uppfærð eftir að lögreglan á Norðurlandi eystra birti Facebook-færslu þar sem greint var frá því að líkamsárás sem Vísir sagði upphaflega frá hefði verið hnífsstungumál. Lögreglumál Akureyri Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Hátíðin Ein með öllu er haldin á Akureyri um verslunarmannahelgina. Jóhann Olsen, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, segir töluvert af fólki hafa skemmt sér í bænum í bænum og erill hjá lögreglu. Eina meiriháttar verkefni lögreglu til þessa hafi verið líkamsárás á miðbæjarsvæðinu í nótt sem sé til rannsóknar. Jóhann sagði Vísi í morgun að einn hefði verið fluttur til aðhlynningar á sjúkrahúsi. Hann staðfestir að fólk sem tengist árásinni væri í fangaklefa eftir nóttina. Lögreglan á Norðurlandi eystra upplýsti síðar í morgun að um hnífsstungu hefði verið að ræða. Árásin átti sér stað á þriðja tímanum í nótt. Sá sem varð fyrir stungunni sé ekki talinn í lífshættu og aðilar séu í haldi vegna rannsóknar málsins. Ekki væri hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Að öðru leyti segir hann að skemmtanahaldið hafi farið vel fram þó að alltaf sé eitthvað um smá pústra þar sem margir koma saman til skemmta sér. Fínasta veður er á Akureyri þessa stundina, ólíkt á sunnanverðu landinu þar sem gular viðvaranir eru í gildi í dag. Einn stærsti viðburðurinn á dagskránni fyrir norðan í dag er utanvegahlaupið Súlur vertical sem hefst hjá Goðafossi. Fréttin var uppfærð eftir að lögreglan á Norðurlandi eystra birti Facebook-færslu þar sem greint var frá því að líkamsárás sem Vísir sagði upphaflega frá hefði verið hnífsstungumál.
Lögreglumál Akureyri Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira