„Það er í raun og veru allur bransinn sem er í hættu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. ágúst 2024 20:01 Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Vísir/Vilhelm Samtök verslunar og þjónustu hafa áhyggjur af aukningu innbrota og skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi. Innbrot valdi verslunarmönnum miklu tjóni og nær engin áhætta sé fólgin í að iðka slíka brotastarfsemi hér á landi þar sem málin leiði sjaldnast til ákæru. Framkvæmdastjóri SVÞ skorar á stjórnvöld að taka vandann fastari tökum. Myndband af innbroti í verslunina King Kong fyrr í vikunni hefur vakið athygli, en eigandi verslunarinnar segir virðast sem innbrot séu fastur liður í því að reka söluturn á Íslandi. Einnig var brotist inn í verslun sömu eigenda í desember í fyrra. Verslunin er ekki sú eina sem orðið hefur fyrir barði innbrotsþjófa, en framkvæmdastjóri Samtak verslunar og þjónustu segist merkja aukningu í slíkum málum. „Við höfum sífellt meiri áhyggjur í okkar geira. Þetta er viðvarandi vandamál, búið að vera lengi en þetta er klárlega að aukast. Skýringarnar eru ýmis konar að okkar mati og ekki síst það breytta þjóðfélagsmynstur sem við erum að sjá,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ. Hann segir þróunina bera öll merki þess að oft sé um að ræða erlenda skipulagða brotastarfsemi. „Þar sem fólk kemur hérna, er sent hingað heim, fólk sem stendur höllum fæti einhvers staðar gjarnan í Evrópu, gagngert til að fremja svona afbrot. Síðan þegar búið er að handtaka það kannski tvisvar, þrisvar þá er því kippt til baka og aðrir sendir,“ segir Andrés. Þjófarnir séu þannig í flestum tilfellum farnir fljótt aftur af landi brott og þess vegna komist fæst þessara mála til ákærumeðferðar í réttarvörslukerfinu. Samtökin hafi reynt að benda yfirvöldum á þetta vandamál í mörg ár. „Eins og við erum búin að segja við stjórnvöld í mörg undanfarin ár, þetta er vandamál sem lögreglan virðist ekki ráða við að leysa. Það eru allt of fá tilvik þar sem brot af þessu tagi enda í ákærumeðferð,“ segir Andrés. Segir allar tegundir verslana í hættu Brot af þessum toga valdi verslunina gríðarlegu tjóni. „áttatíu prósent af tjónunum eru í tuttugu prósent tilvikanna. Þannig að þeir sem eru að fremja þessi afbrot í skipulögðum tilgangi eru að valda mestu tjóninu hjá fyrirtækjunum hjá okkur,“ segir Andrés. Hann segir ekki hægt að einskorða þetta við einhverja eina tegund verslana, en nefnir þó til að mynda stórverslanir og byggingavöruverslanir sem dæmi. „En það er í raun og veru allur bransinn sem er í hættu af þessum ástæðum,“ segir Andrés. Hann segir samtökin ítrekað hafa vakið athygli stjórnvalda á vandanum, meðal annars við dómsmálaráðherra og lögreglu. „Eins og við erum búin að segja þráfaldlega við stjórnvöld mörg undanfarin ár, að ef að á að stemma stigu við þessum vanda þá verða stjórnvöld að taka þetta fastari tökum. Það eru engin varnaðaráhrif vegna þess að í sárafáum tilfellum leiðir þetta til þess að brotamenn eru ákærðir. Þannig að áhættan af því að stunda þessa starfsemi er nær engin,“ segir Andrés. Hann segir samtökin hafa fengið þau skilaboð frá lögreglu að rannsókn mála af þessum toga séu ekki forgangsmál hjá lögreglu. „Það er bara vitað og lögreglan hefur margoft sagt okkur þetta.“ Lögreglumál Verslun Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Sjá meira
Myndband af innbroti í verslunina King Kong fyrr í vikunni hefur vakið athygli, en eigandi verslunarinnar segir virðast sem innbrot séu fastur liður í því að reka söluturn á Íslandi. Einnig var brotist inn í verslun sömu eigenda í desember í fyrra. Verslunin er ekki sú eina sem orðið hefur fyrir barði innbrotsþjófa, en framkvæmdastjóri Samtak verslunar og þjónustu segist merkja aukningu í slíkum málum. „Við höfum sífellt meiri áhyggjur í okkar geira. Þetta er viðvarandi vandamál, búið að vera lengi en þetta er klárlega að aukast. Skýringarnar eru ýmis konar að okkar mati og ekki síst það breytta þjóðfélagsmynstur sem við erum að sjá,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ. Hann segir þróunina bera öll merki þess að oft sé um að ræða erlenda skipulagða brotastarfsemi. „Þar sem fólk kemur hérna, er sent hingað heim, fólk sem stendur höllum fæti einhvers staðar gjarnan í Evrópu, gagngert til að fremja svona afbrot. Síðan þegar búið er að handtaka það kannski tvisvar, þrisvar þá er því kippt til baka og aðrir sendir,“ segir Andrés. Þjófarnir séu þannig í flestum tilfellum farnir fljótt aftur af landi brott og þess vegna komist fæst þessara mála til ákærumeðferðar í réttarvörslukerfinu. Samtökin hafi reynt að benda yfirvöldum á þetta vandamál í mörg ár. „Eins og við erum búin að segja við stjórnvöld í mörg undanfarin ár, þetta er vandamál sem lögreglan virðist ekki ráða við að leysa. Það eru allt of fá tilvik þar sem brot af þessu tagi enda í ákærumeðferð,“ segir Andrés. Segir allar tegundir verslana í hættu Brot af þessum toga valdi verslunina gríðarlegu tjóni. „áttatíu prósent af tjónunum eru í tuttugu prósent tilvikanna. Þannig að þeir sem eru að fremja þessi afbrot í skipulögðum tilgangi eru að valda mestu tjóninu hjá fyrirtækjunum hjá okkur,“ segir Andrés. Hann segir ekki hægt að einskorða þetta við einhverja eina tegund verslana, en nefnir þó til að mynda stórverslanir og byggingavöruverslanir sem dæmi. „En það er í raun og veru allur bransinn sem er í hættu af þessum ástæðum,“ segir Andrés. Hann segir samtökin ítrekað hafa vakið athygli stjórnvalda á vandanum, meðal annars við dómsmálaráðherra og lögreglu. „Eins og við erum búin að segja þráfaldlega við stjórnvöld mörg undanfarin ár, að ef að á að stemma stigu við þessum vanda þá verða stjórnvöld að taka þetta fastari tökum. Það eru engin varnaðaráhrif vegna þess að í sárafáum tilfellum leiðir þetta til þess að brotamenn eru ákærðir. Þannig að áhættan af því að stunda þessa starfsemi er nær engin,“ segir Andrés. Hann segir samtökin hafa fengið þau skilaboð frá lögreglu að rannsókn mála af þessum toga séu ekki forgangsmál hjá lögreglu. „Það er bara vitað og lögreglan hefur margoft sagt okkur þetta.“
Lögreglumál Verslun Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Sjá meira