Rafbílaeigendur með sínar leiðir til að svindla Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. ágúst 2024 20:31 Arnar/Ívar Deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg segir að rafmagnsbílaeigendur eigi það til að vera nokkuð lævísir við að leggja í hleðslustæði án þess að greiða bílastæðagjald og án þess að greiða fyrir hleðslu. Framkvæmdastjóri Ísorku segir fyrirtækið verða af tekjum vegna þessa. Breyting var gerð á reglum um bílastæðagjöld fyrir tveimur árum en þar kemur fram að rafmagnsbílar geti lagt í gjaldskyld bílastæði sér að kostnaðarlausu svo lengi sem þeir eru í hleðslu. Brot gegn þessu fellur undir sama sektarákvæði og að misnota bílastæði fyrir hreyfihamlaða. 700 sektir frá áramótum Bjarni Rúnar Ingvarsson, deildarstjóri samgangna hjá Reykjavík segir þau reglulega verða var við það að fólk svindli sér í stæði. „Þetta geta almennt verið bæði bensín- og dísilbílar. Síðan eru auðvitað líka rafmagnsbílar sem er lagt í og er ekki verið að hlaða. Frá áramótum hefur verið lagt á um 700 gjöld fyrir að leggja í stæði fyrir rafmagnsbíla. Sumir leggja beint í stæðin og eru ekkert að pæla frekar. Síðan eru aðrir sem tengja snúruna en hefja ekki hleðslu og það auðvitað er þá ekki rafbíll í hleðslu eins og lögin segja til um.“ Sömu lögmál gildi og um stæði fyrir hreyfihamlaða Hann tekur fram að starfsmenn Bílastæðasjóðar séu alltaf með augun opin fyrir brotum sem þessum. ísorka á og rekur rafhleðslustöðvar í miðborginni en Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir þetta hafa mikil áhrif á reksturinn og að þau verði af miklum tekjum vegna þessa. „Þetta hefur líka áhrif á bara þjónustuverið hjá okkur. Það er fólk að hringja og kvarta. Það eru rafbílaeigendur sem verða fyrir þjónusturofi. Það er að segja þeir geta ekki hlaðið af því að það eru bílar lagðir í stæðin. Flestum er illa við að leggja í stæði fyrir hreyfihamlaða þannig að þetta á að snerta samviskuna þín jafn mikið að leggja í hleðslustæði.“ Þurfi að sýna notendum virðingu Sigurður hvetur fólk til að leggja ekki af ástæðulausu í rafhleðslustæði og sýna þar með þeim sem þurfa að hlaða virðingu. „Það væri bara ótrúlega nice að aðrir sem ekki eru að nýta þessi stæði bara leggi í þau stæði sem eru fyrir þá sem eru ekki með hleðslustöð og það er nóg af þeim!“ Bílastæði Reykjavík Bílar Orkumál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira
Breyting var gerð á reglum um bílastæðagjöld fyrir tveimur árum en þar kemur fram að rafmagnsbílar geti lagt í gjaldskyld bílastæði sér að kostnaðarlausu svo lengi sem þeir eru í hleðslu. Brot gegn þessu fellur undir sama sektarákvæði og að misnota bílastæði fyrir hreyfihamlaða. 700 sektir frá áramótum Bjarni Rúnar Ingvarsson, deildarstjóri samgangna hjá Reykjavík segir þau reglulega verða var við það að fólk svindli sér í stæði. „Þetta geta almennt verið bæði bensín- og dísilbílar. Síðan eru auðvitað líka rafmagnsbílar sem er lagt í og er ekki verið að hlaða. Frá áramótum hefur verið lagt á um 700 gjöld fyrir að leggja í stæði fyrir rafmagnsbíla. Sumir leggja beint í stæðin og eru ekkert að pæla frekar. Síðan eru aðrir sem tengja snúruna en hefja ekki hleðslu og það auðvitað er þá ekki rafbíll í hleðslu eins og lögin segja til um.“ Sömu lögmál gildi og um stæði fyrir hreyfihamlaða Hann tekur fram að starfsmenn Bílastæðasjóðar séu alltaf með augun opin fyrir brotum sem þessum. ísorka á og rekur rafhleðslustöðvar í miðborginni en Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir þetta hafa mikil áhrif á reksturinn og að þau verði af miklum tekjum vegna þessa. „Þetta hefur líka áhrif á bara þjónustuverið hjá okkur. Það er fólk að hringja og kvarta. Það eru rafbílaeigendur sem verða fyrir þjónusturofi. Það er að segja þeir geta ekki hlaðið af því að það eru bílar lagðir í stæðin. Flestum er illa við að leggja í stæði fyrir hreyfihamlaða þannig að þetta á að snerta samviskuna þín jafn mikið að leggja í hleðslustæði.“ Þurfi að sýna notendum virðingu Sigurður hvetur fólk til að leggja ekki af ástæðulausu í rafhleðslustæði og sýna þar með þeim sem þurfa að hlaða virðingu. „Það væri bara ótrúlega nice að aðrir sem ekki eru að nýta þessi stæði bara leggi í þau stæði sem eru fyrir þá sem eru ekki með hleðslustöð og það er nóg af þeim!“
Bílastæði Reykjavík Bílar Orkumál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira