Innlent

Sérsveitin skarst í leikinn þegar ung­lingar slógust í Mjódd

Árni Sæberg skrifar
Sérsveitin aðstoðaði Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu á tíunda tímanum í gærkvöldi. Myndin er úr safni.
Sérsveitin aðstoðaði Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu á tíunda tímanum í gærkvöldi. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Sérsveit Ríkislögreglustjóra var kölluð til þegar tilkynnt var um slagsmál tveggja hópa í Mjódd í Breiðholti í gærkvöldi. Um var að ræða hópa unglinga, sem fóru sína leið eftir að lögregla hafði rætt við þá. Engin kæra hefur verið lögð fram vegna slagsmálanna.

Þetta staðfestir Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Hann segir að sérsveitin aðstoði lögreglu reglulega vegna hinna ýmsu útkalla. Enginn grunur hafi verið um vopnaburð í slagsmálunum.

Lögreglumenn hafi rætt við ungmennin, enginn hafi verið handtekinn og allir hafi farið sína leið að loknum afskiptum lögreglu. Þrátt fyrir að um börn hafi verið að ræða hafi ekki verið haft samband við barnaverndaryfirvöld vegna málsins. Það kunni þó að verða gert.


Tengdar fréttir

Hópar slógust en enginn ætlar að kæra

Talsverður erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt, ef marka má dagbókarfærslu lögreglu. Þar segir meðal annars frá manni sem gistir fangaklefa á Hverfisgötu vegna gruns um að hafa brotið rúðu með því að kasta steini í hana og fyrir að fara ekki eftir fyrirmælum lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×