Úrkoman í júlí sló met Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. ágúst 2024 09:55 Regnhlífar hafa sést víða um land þetta sumarið. Oft var þörf og jafnvel nauðsyn. Vísir/Vilhelm Óvenjublautt var á vestanverðu landinu í júlí. Á nokkrum úrkomustöðvum var úrkoman sú mesta sem mælst hefur. Þetta kemur fram í yfirliti Veðurstofu Íslands yfir tíðarfarið í júlí. Júlí var tiltölulega hlýr á norðanverðu landinu, en það var svalara sunnanlands. Loftþrýstingur var óvenju lágur í mánuðinum, vindhraði var yfir meðallagi og tíð var nokkuð óhagstæð miðað við árstíma. Það var óvenju blautt og þungbúið á suðvestan- og vestanverðu landinu. Á nokkrum veðurstöðvum á Vesturlandi var júlíúrkoman sú mesta sem mælst hefur. Það var þurrara og sólríkara á Norður- og Austurlandi. Meðalhiti í Reykjavík í júlí var 11,0 stig. Það er 0,7 stigum undir meðallagi áranna 1991 til 2020 en 0,6 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn 12,7 stig, 1,5 stigum yfir meðallagi áranna 1991 til 2020 en 1,3 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var meðalhiti mánaðarins 11,0 stig og 10,6 stig á Höfn í Hornafirði. Meðalhita og vik frá fleiri stöðum má sjá í eftirfarandi töflu. Meðalhita og vik frá fleiri stöðum má sjá í eftirfarandi töflu. Júlí var tiltölulega hlýr á norðanverðu landinu en það var svalara sunnanlands. Að tiltölu var hlýjast á Norðausturlandi en kaldast á Suðvesturlandi. Jákvætt hitavik miðað við síðustu tíu ár var mest 1,7 stig á Staðarhól í Aðaldal. Neikvætt hitavik miðað við síðustu tíu ár var mest -0,6 stig á Þingvöllum. Hitavik (°C) sjálfvirkra stöðva í júlí miðað við síðustu tíu ár (2014 til 2023). Meðalhiti mánaðarins var hæstur 12,7 stig á Akureyri, en lægstur 5,7 stig á Gagnheiði. Á láglendi var meðalhitinn lægstur 7,8 stig í Seley. Hæsti hiti mánaðarins mældist 27,5 stig á Egilsstaðaflugvelli þ. 14. Mest frost í mánuðinum mældist -2,0 stig á Gagnheiði þ. 6. Mest frost í byggð mældist -1,6 stig í Svartárkoti þ. 8. Úrkoma Það var óvenju blautt á vestanverðu landinu í júlí. Á nokkrum úrkomustöðvum á Vesturlandi er júlíúrkoman sú mesta sem mælst hefur, t.d. á Ásgarði, Lambavatni og Hjarðarfelli. Mikið vatnsveður gerði á Vesturlandi dagana 13. og 14. júlí, þá sérstaklega á Snæfellsnesi og Barðaströnd. Því fylgdu miklir vatnavextir og einhverjar skriður féllu á þessum svæðum. Úrkoman mældist langmest í Grundarfirði þessa daga. Sólarhringsúrkoman að morgni þess 14. mældist 227 mm sem er mesta úrkoma mæld hefur verið á einum sólarhring í Grundarfirði og jafnframt mesta sólarhringsúrkoma sem mæld hefur verið í júlímánuði á landsvísu. Einnig var mjög úrkomusamt á Tröllaskaga og í Skagafirði dagana 21. og 22. júlí. Mest mældist úrkoman á Siglufirði og Ólafsfirði. Nokkrar aurskriður féllu í kjölfarið á þessu svæði. Mánuðurinn var mjög úrkomusamur í Reykjavík. Úrkoman mældist 89,7 mm sem er 80% umfram meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Úrkoman í Reykjavík hefur ekki mælst meiri í júlí síðan 1984 (júlí 2014 var þó álíka blautur og nú). Á Akureyri mældist úrkoman 24,4 mm sem er um 70% af meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Í Stykkishólmi mældist úrkoman 56,7 mm og 61,5 mm á Höfn í Hornafirði. Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meiri í Reykjavík voru 13 sem er 3 fleiri en í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoma 1,0 mm eða meiri 8 daga sem eru 1 fleiri en í meðalári. Sólskinsstundafjöldi Það var þungbúið í Reykjavík í júlí. Sólskinsstundir mældust 110,9 sem er 72,3 stundum undir meðallagi áranna 1991 til 2020. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 175,0 sem er 22,5 stundum yfir meðallagi áranna 1991 til 2020. Vindur Vindur á landsvísu var 0,6 m/s yfir meðallagi áranna 1991 til 2020. Suð- og suðvestlægar áttir voru tíðastar í mánuðinum. Hvassast var dagana 11. til 13. (sunnanátt), 22. (suðvestanátt) og 31. (suðaustanátt). Loftþrýstingur Meðalloftþrýstingur í Reykjavík mældist 1004,2 hPa og er það 5,0 hPa undir meðallagi áranna 1991 til 2020. Þetta er lægsti meðalloftþrýstingur í júlí síðan 1964. Hæsti loftþrýstingur mánaðarins mældist 1018,1 hPa á Kirkjubæjarklaustri-Stjórnarsandi og í Skaftafelli þ. 13. Lægstur mældist loftþrýstingurinn 983,3 hPa á Raufarhöfn þ. 22. Fyrstu sjö mánuðir ársins Meðalhiti í Reykjavík fyrstu sjö mánuði ársins var 4,3 stig sem er 0,6 stigum undir meðallagi áranna 1991 til 2020. Meðalhiti fyrstu sjö mánaða ársins raðast í 62. hlýjasta sæti á lista 154 ára. Á Akureyri var meðalhiti mánaðanna sjö 3,5 stig sem er 0,5 stigum undir meðallagi áranna 1991 til 2020. Meðalhitinn þar raðast í 61. hlýjasta sæti á lista 144 ára. Heildarúrkoma í Reykjavík fyrstu sjö mánuði ársins mældist 443,3 mm sem er um 95% af meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Á Akureyri mældist heildarúrkoma mánaðanna sjö 321,1 mm sem er um 20% umfram meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Veður Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Júlí var tiltölulega hlýr á norðanverðu landinu, en það var svalara sunnanlands. Loftþrýstingur var óvenju lágur í mánuðinum, vindhraði var yfir meðallagi og tíð var nokkuð óhagstæð miðað við árstíma. Það var óvenju blautt og þungbúið á suðvestan- og vestanverðu landinu. Á nokkrum veðurstöðvum á Vesturlandi var júlíúrkoman sú mesta sem mælst hefur. Það var þurrara og sólríkara á Norður- og Austurlandi. Meðalhiti í Reykjavík í júlí var 11,0 stig. Það er 0,7 stigum undir meðallagi áranna 1991 til 2020 en 0,6 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn 12,7 stig, 1,5 stigum yfir meðallagi áranna 1991 til 2020 en 1,3 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var meðalhiti mánaðarins 11,0 stig og 10,6 stig á Höfn í Hornafirði. Meðalhita og vik frá fleiri stöðum má sjá í eftirfarandi töflu. Meðalhita og vik frá fleiri stöðum má sjá í eftirfarandi töflu. Júlí var tiltölulega hlýr á norðanverðu landinu en það var svalara sunnanlands. Að tiltölu var hlýjast á Norðausturlandi en kaldast á Suðvesturlandi. Jákvætt hitavik miðað við síðustu tíu ár var mest 1,7 stig á Staðarhól í Aðaldal. Neikvætt hitavik miðað við síðustu tíu ár var mest -0,6 stig á Þingvöllum. Hitavik (°C) sjálfvirkra stöðva í júlí miðað við síðustu tíu ár (2014 til 2023). Meðalhiti mánaðarins var hæstur 12,7 stig á Akureyri, en lægstur 5,7 stig á Gagnheiði. Á láglendi var meðalhitinn lægstur 7,8 stig í Seley. Hæsti hiti mánaðarins mældist 27,5 stig á Egilsstaðaflugvelli þ. 14. Mest frost í mánuðinum mældist -2,0 stig á Gagnheiði þ. 6. Mest frost í byggð mældist -1,6 stig í Svartárkoti þ. 8. Úrkoma Það var óvenju blautt á vestanverðu landinu í júlí. Á nokkrum úrkomustöðvum á Vesturlandi er júlíúrkoman sú mesta sem mælst hefur, t.d. á Ásgarði, Lambavatni og Hjarðarfelli. Mikið vatnsveður gerði á Vesturlandi dagana 13. og 14. júlí, þá sérstaklega á Snæfellsnesi og Barðaströnd. Því fylgdu miklir vatnavextir og einhverjar skriður féllu á þessum svæðum. Úrkoman mældist langmest í Grundarfirði þessa daga. Sólarhringsúrkoman að morgni þess 14. mældist 227 mm sem er mesta úrkoma mæld hefur verið á einum sólarhring í Grundarfirði og jafnframt mesta sólarhringsúrkoma sem mæld hefur verið í júlímánuði á landsvísu. Einnig var mjög úrkomusamt á Tröllaskaga og í Skagafirði dagana 21. og 22. júlí. Mest mældist úrkoman á Siglufirði og Ólafsfirði. Nokkrar aurskriður féllu í kjölfarið á þessu svæði. Mánuðurinn var mjög úrkomusamur í Reykjavík. Úrkoman mældist 89,7 mm sem er 80% umfram meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Úrkoman í Reykjavík hefur ekki mælst meiri í júlí síðan 1984 (júlí 2014 var þó álíka blautur og nú). Á Akureyri mældist úrkoman 24,4 mm sem er um 70% af meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Í Stykkishólmi mældist úrkoman 56,7 mm og 61,5 mm á Höfn í Hornafirði. Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meiri í Reykjavík voru 13 sem er 3 fleiri en í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoma 1,0 mm eða meiri 8 daga sem eru 1 fleiri en í meðalári. Sólskinsstundafjöldi Það var þungbúið í Reykjavík í júlí. Sólskinsstundir mældust 110,9 sem er 72,3 stundum undir meðallagi áranna 1991 til 2020. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 175,0 sem er 22,5 stundum yfir meðallagi áranna 1991 til 2020. Vindur Vindur á landsvísu var 0,6 m/s yfir meðallagi áranna 1991 til 2020. Suð- og suðvestlægar áttir voru tíðastar í mánuðinum. Hvassast var dagana 11. til 13. (sunnanátt), 22. (suðvestanátt) og 31. (suðaustanátt). Loftþrýstingur Meðalloftþrýstingur í Reykjavík mældist 1004,2 hPa og er það 5,0 hPa undir meðallagi áranna 1991 til 2020. Þetta er lægsti meðalloftþrýstingur í júlí síðan 1964. Hæsti loftþrýstingur mánaðarins mældist 1018,1 hPa á Kirkjubæjarklaustri-Stjórnarsandi og í Skaftafelli þ. 13. Lægstur mældist loftþrýstingurinn 983,3 hPa á Raufarhöfn þ. 22. Fyrstu sjö mánuðir ársins Meðalhiti í Reykjavík fyrstu sjö mánuði ársins var 4,3 stig sem er 0,6 stigum undir meðallagi áranna 1991 til 2020. Meðalhiti fyrstu sjö mánaða ársins raðast í 62. hlýjasta sæti á lista 154 ára. Á Akureyri var meðalhiti mánaðanna sjö 3,5 stig sem er 0,5 stigum undir meðallagi áranna 1991 til 2020. Meðalhitinn þar raðast í 61. hlýjasta sæti á lista 144 ára. Heildarúrkoma í Reykjavík fyrstu sjö mánuði ársins mældist 443,3 mm sem er um 95% af meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Á Akureyri mældist heildarúrkoma mánaðanna sjö 321,1 mm sem er um 20% umfram meðalúrkomu áranna 1991 til 2020.
Veður Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira