Mikið undir hjá vængbrotnum KR-ingum: „Þýðir ekkert að væla yfir þessu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. júlí 2024 14:01 Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, segir ljóst að hans menn þurfi að sækja þrjú stig sem allra fyrst. Vísir/Diego Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, segir tíma til kominn fyrir hans menn að ná í þrjú stig. KR mætir KA að Meistaravöllum í Bestu deild karla klukkan 18:00 í kvöld. KR hefur spilað sjö deildarleiki í röð án þess að vinna og er aðeins þremur stigum frá botnsæti deildarinnar. Pálmi Rafn segir menn meðvitaða um stöðuna fyrir kvöldið. „Þetta leggst bara vel í mig. Þetta er bara hrikalega mikilvægur leikur, eins og allir aðrir leikir hjá okkur þessa dagana. Við þurfum virkilega að fara að sækja fleiri stig. Það er bara augljóst,“ segir Pálmi Rafn í samtali við Vísi. Meiðslastaðan er ekki góð vesturfrá. Það fór betur en áhorfðist hjá Theódóri Elmari Bjarnasyni sem meiddist í síðustu viku. Hann er með heilt krossband en verður þó frá um hríð. Önnur meiðsli eru í hópnum. „Við höfum verið ótrúlega óheppnir með hópinn okkar og meiðslin. Það er bara eitthvað sem við því miður Þurfum að glíma við og leysa. Elmar verður frá í einhvern tíma og fyrir eru aðrir frá. Vonandi styttist í Flóka [Kristján Flóka Finnbogason] og það er óvissa með Bigga [Birgi Stein Styrmisson]. Jói [Jóhannes Kristinn Bjarnason] er að koma til baka núna loksins, Aron Kristófer [Lárusson] fékk högg og er frá,“ „Þetta er búið að vera frekar mikið. En það er bara svo mikið sem maður hefur stjórn á þessu. Við þurfum bara glíma við þetta,“ segir Pálmi Rafn og bætir við: „Við erum með aðra menn sem stíga inn og erum ennþá með sterkt lið, finnst mér, mjög sterkt lið. Það þýðir ekkert að væla yfir þessu.“ Öfugt við KR hefur KA leikið vel undanfarið. Liðið er á mikilli siglingu og unnið fjóra af síðustu fimm leikjum. Pálmi býst við hörkuleik. „Ég býst bara við hörkuleik milli tveggja liða sem þurfa helst stigin. En auðvitað held ég að þetta verði þægilegra fyrir þá að koma inn og geta beðið og séð hvað við ætlum að gera,“ „Ég reikna með að þeir komi þokkalega sáttir með stigið til að byrja með en reyni að refsa okkur. Þeir sjá eflaust möguleika í því, eðlilega, á miðað við hvernig við höfum spilað undanfarið,“ segir Pálmi Rafn. Leikur KR og KA hefst klukkan 18:00 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Að honum loknum gerir Stúkan alla umferðina í Bestu deildinni upp, klukkan 20:15. KR Besta deild karla KA Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Valdimar verður með í forsetaslagnum Sport Fleiri fréttir Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
KR hefur spilað sjö deildarleiki í röð án þess að vinna og er aðeins þremur stigum frá botnsæti deildarinnar. Pálmi Rafn segir menn meðvitaða um stöðuna fyrir kvöldið. „Þetta leggst bara vel í mig. Þetta er bara hrikalega mikilvægur leikur, eins og allir aðrir leikir hjá okkur þessa dagana. Við þurfum virkilega að fara að sækja fleiri stig. Það er bara augljóst,“ segir Pálmi Rafn í samtali við Vísi. Meiðslastaðan er ekki góð vesturfrá. Það fór betur en áhorfðist hjá Theódóri Elmari Bjarnasyni sem meiddist í síðustu viku. Hann er með heilt krossband en verður þó frá um hríð. Önnur meiðsli eru í hópnum. „Við höfum verið ótrúlega óheppnir með hópinn okkar og meiðslin. Það er bara eitthvað sem við því miður Þurfum að glíma við og leysa. Elmar verður frá í einhvern tíma og fyrir eru aðrir frá. Vonandi styttist í Flóka [Kristján Flóka Finnbogason] og það er óvissa með Bigga [Birgi Stein Styrmisson]. Jói [Jóhannes Kristinn Bjarnason] er að koma til baka núna loksins, Aron Kristófer [Lárusson] fékk högg og er frá,“ „Þetta er búið að vera frekar mikið. En það er bara svo mikið sem maður hefur stjórn á þessu. Við þurfum bara glíma við þetta,“ segir Pálmi Rafn og bætir við: „Við erum með aðra menn sem stíga inn og erum ennþá með sterkt lið, finnst mér, mjög sterkt lið. Það þýðir ekkert að væla yfir þessu.“ Öfugt við KR hefur KA leikið vel undanfarið. Liðið er á mikilli siglingu og unnið fjóra af síðustu fimm leikjum. Pálmi býst við hörkuleik. „Ég býst bara við hörkuleik milli tveggja liða sem þurfa helst stigin. En auðvitað held ég að þetta verði þægilegra fyrir þá að koma inn og geta beðið og séð hvað við ætlum að gera,“ „Ég reikna með að þeir komi þokkalega sáttir með stigið til að byrja með en reyni að refsa okkur. Þeir sjá eflaust möguleika í því, eðlilega, á miðað við hvernig við höfum spilað undanfarið,“ segir Pálmi Rafn. Leikur KR og KA hefst klukkan 18:00 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Að honum loknum gerir Stúkan alla umferðina í Bestu deildinni upp, klukkan 20:15.
KR Besta deild karla KA Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Valdimar verður með í forsetaslagnum Sport Fleiri fréttir Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira