Ástbjörn og Gyrðir búnir að semja við KR Valur Páll Eiríksson skrifar 29. júlí 2024 10:35 Ástbjörn Þórðarson í baráttunni gegn Fylki í sumar. Hann er á leið heim til KR en ekki er víst hvort það verði í haust eða strax í sumar. Vísir/Diego Fótboltamennirnir Ástbjörn Þórðarson og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson hafa náð samkomulagi um að leika með KR á næstu leiktíð. Samningur þeirra við FH rennur út að yfirstandandi leiktíð lokinni. Þeir Ástbjörn og Gyrðir eru báðir uppaldir í Vesturbænum en hafa stundað iðju sína í svarthvítum búningi FH-inga síðustu ár. Þeir hafa verið orðaðir við heimkomu vestur í bæ en samkvæmt heimildum Vísis hefur KR náð samkomulagi við tvímenningana um að ganga í raðir félagsins þegar samningur þeirra við FH rennur út í haust. Sömu heimildir herma að KR vinni að lausn með FH þess efnis að fá leikmennina tvo strax til félagsins en félagsskiptaglugginn er opinn fram í miðjan ágúst. KR þarf á liðsstyrk að halda. Liðið er með 14 stig í níunda sæti, þremur stigum frá botni deildarinnar. KR hefur spilað sjö leiki án þess að vinna, en síðasti sigur var gegn FH þann 20. maí síðastliðinn. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson er einnig á leið heim í Vesturbæ.Vísir/Hulda Margrét Gyrðir Hrafn er 25 ára gamall fjölhæfur miðjumaður sem fór frá KR til Leiknis árið 2019 og fór þaðan til FH fyrir síðustu leiktíð. Hann skoraði sex mörk fyrir Hafnfirðinga í fyrra en hefur í ár skorað eitt mark í 16 leikjum. Ástbjörn er jafnaldri Gyrðis og leikur sem hægri bakvörður. Hann hefur leikið fyrir Víking Ólafsvík, Gróttu og Keflavík en verið á mála hjá FH frá 2022. Hann er meiddur sem stendur og var ekki í leikmannahópi FH í sigri liðsins á Vestra á Ísafirði í gær. Í samtali við íþróttadeild gat Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, ekki staðfest tíðindin. „Ég sinni ekki samningaviðræðunum og veit ekki stöðuna á því. Það myndi vissulega gleðja mig að fá tvo uppalda KR-inga og hörkuflotta stráka hingað,“ sagði Pálmi í samtali við Vísi. KR á mikilvægan leik fyrir höndum í kvöld þegar KA heimsækir Vesturbæinn. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Að honum loknum gerir Stúkan alla umferðina í Bestu deildinni upp, klukkan 20:15. KR FH Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Ferli Theódórs Elmars ekki lokið: „Gríðarlegur léttir“ Knattspyrnumaðurinn Theódór Elmar Bjarnason fékk heldur betur góðar fréttir í dag þegar hann komst að því að hann væri ekki með slitið krossband eins og óttast hafði verið. 27. júlí 2024 15:03 KR með versta árangurinn í Bestu deildinni frá 16. apríl KR er það lið sem hefur fengið fæst stig í Bestu deild karla í fótbolta í síðustu þrettán umferðum. KR tapaði 4-2 á móti Breiðabliki í gærkvöldi. 22. júlí 2024 11:31 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira
Þeir Ástbjörn og Gyrðir eru báðir uppaldir í Vesturbænum en hafa stundað iðju sína í svarthvítum búningi FH-inga síðustu ár. Þeir hafa verið orðaðir við heimkomu vestur í bæ en samkvæmt heimildum Vísis hefur KR náð samkomulagi við tvímenningana um að ganga í raðir félagsins þegar samningur þeirra við FH rennur út í haust. Sömu heimildir herma að KR vinni að lausn með FH þess efnis að fá leikmennina tvo strax til félagsins en félagsskiptaglugginn er opinn fram í miðjan ágúst. KR þarf á liðsstyrk að halda. Liðið er með 14 stig í níunda sæti, þremur stigum frá botni deildarinnar. KR hefur spilað sjö leiki án þess að vinna, en síðasti sigur var gegn FH þann 20. maí síðastliðinn. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson er einnig á leið heim í Vesturbæ.Vísir/Hulda Margrét Gyrðir Hrafn er 25 ára gamall fjölhæfur miðjumaður sem fór frá KR til Leiknis árið 2019 og fór þaðan til FH fyrir síðustu leiktíð. Hann skoraði sex mörk fyrir Hafnfirðinga í fyrra en hefur í ár skorað eitt mark í 16 leikjum. Ástbjörn er jafnaldri Gyrðis og leikur sem hægri bakvörður. Hann hefur leikið fyrir Víking Ólafsvík, Gróttu og Keflavík en verið á mála hjá FH frá 2022. Hann er meiddur sem stendur og var ekki í leikmannahópi FH í sigri liðsins á Vestra á Ísafirði í gær. Í samtali við íþróttadeild gat Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, ekki staðfest tíðindin. „Ég sinni ekki samningaviðræðunum og veit ekki stöðuna á því. Það myndi vissulega gleðja mig að fá tvo uppalda KR-inga og hörkuflotta stráka hingað,“ sagði Pálmi í samtali við Vísi. KR á mikilvægan leik fyrir höndum í kvöld þegar KA heimsækir Vesturbæinn. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Að honum loknum gerir Stúkan alla umferðina í Bestu deildinni upp, klukkan 20:15.
KR FH Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Ferli Theódórs Elmars ekki lokið: „Gríðarlegur léttir“ Knattspyrnumaðurinn Theódór Elmar Bjarnason fékk heldur betur góðar fréttir í dag þegar hann komst að því að hann væri ekki með slitið krossband eins og óttast hafði verið. 27. júlí 2024 15:03 KR með versta árangurinn í Bestu deildinni frá 16. apríl KR er það lið sem hefur fengið fæst stig í Bestu deild karla í fótbolta í síðustu þrettán umferðum. KR tapaði 4-2 á móti Breiðabliki í gærkvöldi. 22. júlí 2024 11:31 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira
Ferli Theódórs Elmars ekki lokið: „Gríðarlegur léttir“ Knattspyrnumaðurinn Theódór Elmar Bjarnason fékk heldur betur góðar fréttir í dag þegar hann komst að því að hann væri ekki með slitið krossband eins og óttast hafði verið. 27. júlí 2024 15:03
KR með versta árangurinn í Bestu deildinni frá 16. apríl KR er það lið sem hefur fengið fæst stig í Bestu deild karla í fótbolta í síðustu þrettán umferðum. KR tapaði 4-2 á móti Breiðabliki í gærkvöldi. 22. júlí 2024 11:31