Íslenskar getraunir og ólögleg veðmálafyrirtæki Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar 25. júlí 2024 10:31 Ýmsir aðilar sem hafa fjárhagslega hagsmuni af starfsemi erlendra veðmálafyrirtækja sem starfa hér á landi með ólögmætum hætti, hafa stigið fram á undanförnum dögum og lofsungið starfsemi þessara fyrirtækja. Þessi fyrirtæki séu svo heiðarleg og góð, starfi fyrir opnum tjöldum og fari eftir öllum lögum og reglum. Ekki er minnist á að þessi fyrirtæki brjóta á hverjum degi íslensk lög. Né heldur að það sé ekki í fyrsta sinn sem þessi fyrirtæki brjóta lög þegar það hentar þeim og verður örugglega ekki heldur það síðasta. Nú síðast birtist grein á Visir.is eftir Maarten Haijer sem er framkvæmdastjóri samtaka sex veðmálafyrirtækja sem öll eiga það sameiginlegt að brjóta lög á Íslandi. Íslenskar getraunir og Íslensk getspá hafa verið í fararbroddi þegar kemur að ábyrgri spilun og voru fyrst happdrættisfyrirtækja á Íslandi til að fá vottun frá European Lotterites með 70 meðlimi og World Lottery Association sem hefur 157 meðlimi innanborðs. Ábyrg spilun Í öllum rannsóknum sem gerðar hafa verið á Íslandi um spilavanda og spilafíkn hafa leikir Getspár og Getrauna aldrei tengst á marktækan hátt spilavanda og spilafíkn. Það gerist hinsvegar ekki af tilviljun, heldur vegna vel ígrundaðra ákvarðana sem teknar hafa verið í stjórnum fyrirtækjanna með ábyrga spilun í huga. Nokkur atriði skipta miklu máli í þessu sambandi og sýnir muninn á Íslenskum getraunum sem reka m.a. Lengjuna og Lengjan beint og erlendum ólöglegum veðmálafyrirtækjum. Inngöngubónusar Erlendu veðmálafyrirtækin bjóða upp á inngöngubónusa fyrir þá sem koma nýir inn á síður þeirra. Geta þeir numið hundruðum evra sem nýir viðskiptavinir fá „gefins“. Rannsóknir sýna að inngöngubónusar eru öflugasta aðferðin til að sækja unga viðskiptavini. Íslenskar getraunir bjóða ekki upp á inngöngubónusa. Neikvæð veðmál Erlend veðmálafyrirtæki bjóða upp á neikvæð veðmál svo sem fjöldi gulra eða rauðra spjalda þar sem auðvelt er að hagræða úrslitum. Íslenskar getraunir bjóða ekki upp á neikvæð veðmál. Fjöldi leikja Erlend ólögleg veðmálafyrirtæki bjóða upp á hundruðir leikja, bæði dag og nótt sem hægt er að veðja á meðan á leiknum stendur og hundruðir veðmöguleika á hvern leik. Rannsóknir sýna að grundvöllurinn fyrir þróun spilafíknar er tíðni leikja sem boðið er uppá og endurgjöfin til þess sem veðjar. Þess vegna hafa Íslenskar getraunir tekið ákvörðun um að bjóða aðeins uppá 12 – 25 leiki á dag sem hægt er að veðja á meðan á leiknum stendur og almennt enga slíka leiki á næturnar. Hámarksupphæð Íslenskar getraunir eru með hámarksupphæð sem hver og einn getur spilað fyrir á dag, viku og mánuð. Enn fremur geta viðskiptavinir lækkað þá upphæð kjósi þeir svo, eða útilokað sig frá spilun hjá Getspá eða Getraunum. Erlend veðmálafyrirtæki eru flest hver ekki með hámarksupphæð sem hægt er að spila fyrir á dag eða viku. Markaðssetning fyrir ungt fólk Ný íslensk rannsókn dr. Daníels Ólasonar prófessors í sálfræði við Háskóla Íslands sýnir að allt að 20% ungra karlmanna á aldrinum 18 – 25 ára á Íslandi spili á erlendum veðmálasíðum. Ástæðan er sú að ólöglegar erlendar veðmálasíður herja á þennan markhóp með auglýsingum sínum í gegnum áhrifavalda sem höfða sérstaklega til ungra karlmanna að ekki sé talað um jafn ósmekklega óbeina auglýsingu eins og að auglýsa hjá 16-18 ára verslunarskólanemendum. Íslenskar getraunir beina auglýsingum sínum ekki sérstaklega að ungu fólki í gegnum samfélagsmiðla eða áhrifavalda eins og erlendu ólöglegu veðmálasíðurnar gera. Unglingaleikir Erlend veðmálafyrirtæki bjóða upp á veðmál um úrslit í yngri flokkum á Íslandi þar sem börn og unglingar eru að keppa. Það er ekki til fyrirmyndar og býður uppá hagræðingu úrslita og óeðlilegan þrýsting á ungt íþróttafólk þegar þeir sem eru að veðja á slíka leiki eru að reyna að komast yfir upplýsingar um liðin sem eru að keppa. Íslenskar getraunir bjóða ekki upp á unglingaleiki þar sem börn og unglingar keppa. Erlend ólögleg veðmálafyrirtæki og spilafíkn Niðurstöður rannsóknar dr. Daníels Ólasonar sýna að það eru ólöglegar erlendar veðmálasíður sem hafa marktæk tengsl við spilavanda og spilafíkn á Íslandi og þeim hörmungum sem slíku getur fylgt. Þeir sem spila á þessum veðmálasíðum eru fjórtán sinnum líklegri til að þróa með sér spilavanda og spilafíkn heldur en þeir sem gera það ekki. Leikir Íslenskra getrauna hafa engin markæk tengsl við spilavanda og spilafíkn samkvæmt sömu rannsókn. Þarna liggur munurinn annarsvegar á löglegri getraunastarfsemi og hinsvegar ólöglegri getraunastarfsemi á Íslandi. Höfundur er upplýsingafulltrúi Getspár/Getrauna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Ýmsir aðilar sem hafa fjárhagslega hagsmuni af starfsemi erlendra veðmálafyrirtækja sem starfa hér á landi með ólögmætum hætti, hafa stigið fram á undanförnum dögum og lofsungið starfsemi þessara fyrirtækja. Þessi fyrirtæki séu svo heiðarleg og góð, starfi fyrir opnum tjöldum og fari eftir öllum lögum og reglum. Ekki er minnist á að þessi fyrirtæki brjóta á hverjum degi íslensk lög. Né heldur að það sé ekki í fyrsta sinn sem þessi fyrirtæki brjóta lög þegar það hentar þeim og verður örugglega ekki heldur það síðasta. Nú síðast birtist grein á Visir.is eftir Maarten Haijer sem er framkvæmdastjóri samtaka sex veðmálafyrirtækja sem öll eiga það sameiginlegt að brjóta lög á Íslandi. Íslenskar getraunir og Íslensk getspá hafa verið í fararbroddi þegar kemur að ábyrgri spilun og voru fyrst happdrættisfyrirtækja á Íslandi til að fá vottun frá European Lotterites með 70 meðlimi og World Lottery Association sem hefur 157 meðlimi innanborðs. Ábyrg spilun Í öllum rannsóknum sem gerðar hafa verið á Íslandi um spilavanda og spilafíkn hafa leikir Getspár og Getrauna aldrei tengst á marktækan hátt spilavanda og spilafíkn. Það gerist hinsvegar ekki af tilviljun, heldur vegna vel ígrundaðra ákvarðana sem teknar hafa verið í stjórnum fyrirtækjanna með ábyrga spilun í huga. Nokkur atriði skipta miklu máli í þessu sambandi og sýnir muninn á Íslenskum getraunum sem reka m.a. Lengjuna og Lengjan beint og erlendum ólöglegum veðmálafyrirtækjum. Inngöngubónusar Erlendu veðmálafyrirtækin bjóða upp á inngöngubónusa fyrir þá sem koma nýir inn á síður þeirra. Geta þeir numið hundruðum evra sem nýir viðskiptavinir fá „gefins“. Rannsóknir sýna að inngöngubónusar eru öflugasta aðferðin til að sækja unga viðskiptavini. Íslenskar getraunir bjóða ekki upp á inngöngubónusa. Neikvæð veðmál Erlend veðmálafyrirtæki bjóða upp á neikvæð veðmál svo sem fjöldi gulra eða rauðra spjalda þar sem auðvelt er að hagræða úrslitum. Íslenskar getraunir bjóða ekki upp á neikvæð veðmál. Fjöldi leikja Erlend ólögleg veðmálafyrirtæki bjóða upp á hundruðir leikja, bæði dag og nótt sem hægt er að veðja á meðan á leiknum stendur og hundruðir veðmöguleika á hvern leik. Rannsóknir sýna að grundvöllurinn fyrir þróun spilafíknar er tíðni leikja sem boðið er uppá og endurgjöfin til þess sem veðjar. Þess vegna hafa Íslenskar getraunir tekið ákvörðun um að bjóða aðeins uppá 12 – 25 leiki á dag sem hægt er að veðja á meðan á leiknum stendur og almennt enga slíka leiki á næturnar. Hámarksupphæð Íslenskar getraunir eru með hámarksupphæð sem hver og einn getur spilað fyrir á dag, viku og mánuð. Enn fremur geta viðskiptavinir lækkað þá upphæð kjósi þeir svo, eða útilokað sig frá spilun hjá Getspá eða Getraunum. Erlend veðmálafyrirtæki eru flest hver ekki með hámarksupphæð sem hægt er að spila fyrir á dag eða viku. Markaðssetning fyrir ungt fólk Ný íslensk rannsókn dr. Daníels Ólasonar prófessors í sálfræði við Háskóla Íslands sýnir að allt að 20% ungra karlmanna á aldrinum 18 – 25 ára á Íslandi spili á erlendum veðmálasíðum. Ástæðan er sú að ólöglegar erlendar veðmálasíður herja á þennan markhóp með auglýsingum sínum í gegnum áhrifavalda sem höfða sérstaklega til ungra karlmanna að ekki sé talað um jafn ósmekklega óbeina auglýsingu eins og að auglýsa hjá 16-18 ára verslunarskólanemendum. Íslenskar getraunir beina auglýsingum sínum ekki sérstaklega að ungu fólki í gegnum samfélagsmiðla eða áhrifavalda eins og erlendu ólöglegu veðmálasíðurnar gera. Unglingaleikir Erlend veðmálafyrirtæki bjóða upp á veðmál um úrslit í yngri flokkum á Íslandi þar sem börn og unglingar eru að keppa. Það er ekki til fyrirmyndar og býður uppá hagræðingu úrslita og óeðlilegan þrýsting á ungt íþróttafólk þegar þeir sem eru að veðja á slíka leiki eru að reyna að komast yfir upplýsingar um liðin sem eru að keppa. Íslenskar getraunir bjóða ekki upp á unglingaleiki þar sem börn og unglingar keppa. Erlend ólögleg veðmálafyrirtæki og spilafíkn Niðurstöður rannsóknar dr. Daníels Ólasonar sýna að það eru ólöglegar erlendar veðmálasíður sem hafa marktæk tengsl við spilavanda og spilafíkn á Íslandi og þeim hörmungum sem slíku getur fylgt. Þeir sem spila á þessum veðmálasíðum eru fjórtán sinnum líklegri til að þróa með sér spilavanda og spilafíkn heldur en þeir sem gera það ekki. Leikir Íslenskra getrauna hafa engin markæk tengsl við spilavanda og spilafíkn samkvæmt sömu rannsókn. Þarna liggur munurinn annarsvegar á löglegri getraunastarfsemi og hinsvegar ólöglegri getraunastarfsemi á Íslandi. Höfundur er upplýsingafulltrúi Getspár/Getrauna.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun