„Öfga vinstri brjálæðingur“ og „Lygna-Kamala“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. júlí 2024 07:34 Allt það sem Biden var áður sekur um er nú fyrst og fremst Harris að kenna. Getty/Bill Pugliano Donald Trump fór mikinn á framboðsviðburði í Norður-Karólínu í gær þar sem hann uppnefndi Kamölu Harris „Lygnu-Kamölu“ og kallaði hana „öfga vinstri brjálæðing“. Harris, sem verður forsetaefni Demókrataflokksins að óbreyttu eftir að Joe Biden steig til hliðar, er Trump greinilega hugleikin þessa dagana en hann sagði hana meðal annars „hið ofurfrjálslynda afl á bak við hverja einustu katastrófu“ Biden. Trump réðist að Harris á þeim sviðum þar sem hún þykir hvað sterkust, gerði lítið úr störfum hennar sem saksóknara og sakaði hana um að vera fylgjandi þungunarrofi eftir fæðingu; „aftöku barns“. Stjórnmálaskýrendur benda á að það sé ákveðin áhætta fólgin í því að ráðast á Harris hvað varðar lög og reglu og þungunarrof, þar sem Trump er sjálfur dæmdur glæpamaður og hefur sveiflast stafna á milli í eigin afstöðu til þungunarrofs. Trump hamraði hins vegar einnig á því að Harris hefði mistekist að sinna því verkefni sem henni var falið eftir að hún komst í Hvíta húsið; að móta stefnu og grípa til aðgerða til að stemma stigu við ólöglegum aðflutningi fólks yfir landamærin frá Mexíkó. „Kamala Harris vill verða forseti grimmra glæpamanna, ólölegra innflytjenda,“ sagði Trump. „Ég verð forseti Bandaríkjamanna sem fara að lögum,“ bætti hann við. Trump sakaði Harris einnig um að hafa hylmt yfir með Biden og falið það fyrir þjóðinni að hann væri ekki lengur hæfur til að sinna forsetaembættinu. Þá væri hún jafnvel verri en Biden. „Hún er verri en hann. Af því að hann er þykjustu-frjálslyndur. Þið vitið, hann var ekki það frjálslyndur. Hann var feik. Hún er alvöru frjálslynd.“ Nokkuð hefur verið gert úr því að Harris hafi ekki verið viðstödd ávarp Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, á þinginu í gær og sagði Trump það til marks um að hún væri á móti gyðingum. Harris mun hins vegar eiga fund með Netanyahu í dag og þá má geta þess að eiginmaður hennar, Douglas Emhoff, er gyðingur. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Fleiri fréttir Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Sjá meira
Harris, sem verður forsetaefni Demókrataflokksins að óbreyttu eftir að Joe Biden steig til hliðar, er Trump greinilega hugleikin þessa dagana en hann sagði hana meðal annars „hið ofurfrjálslynda afl á bak við hverja einustu katastrófu“ Biden. Trump réðist að Harris á þeim sviðum þar sem hún þykir hvað sterkust, gerði lítið úr störfum hennar sem saksóknara og sakaði hana um að vera fylgjandi þungunarrofi eftir fæðingu; „aftöku barns“. Stjórnmálaskýrendur benda á að það sé ákveðin áhætta fólgin í því að ráðast á Harris hvað varðar lög og reglu og þungunarrof, þar sem Trump er sjálfur dæmdur glæpamaður og hefur sveiflast stafna á milli í eigin afstöðu til þungunarrofs. Trump hamraði hins vegar einnig á því að Harris hefði mistekist að sinna því verkefni sem henni var falið eftir að hún komst í Hvíta húsið; að móta stefnu og grípa til aðgerða til að stemma stigu við ólöglegum aðflutningi fólks yfir landamærin frá Mexíkó. „Kamala Harris vill verða forseti grimmra glæpamanna, ólölegra innflytjenda,“ sagði Trump. „Ég verð forseti Bandaríkjamanna sem fara að lögum,“ bætti hann við. Trump sakaði Harris einnig um að hafa hylmt yfir með Biden og falið það fyrir þjóðinni að hann væri ekki lengur hæfur til að sinna forsetaembættinu. Þá væri hún jafnvel verri en Biden. „Hún er verri en hann. Af því að hann er þykjustu-frjálslyndur. Þið vitið, hann var ekki það frjálslyndur. Hann var feik. Hún er alvöru frjálslynd.“ Nokkuð hefur verið gert úr því að Harris hafi ekki verið viðstödd ávarp Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, á þinginu í gær og sagði Trump það til marks um að hún væri á móti gyðingum. Harris mun hins vegar eiga fund með Netanyahu í dag og þá má geta þess að eiginmaður hennar, Douglas Emhoff, er gyðingur.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Fleiri fréttir Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Sjá meira