Öllu gríni fylgi alvara Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. júlí 2024 20:16 Sigurjón/Skjáskot Lögreglan lítur falska aðganga sem eru stofnaðir í þeirra nafni alvarlegum augum þó svo að það sé gert í gríni og minnir á að um lögbrot sé að ræða. Marta Kristín Hreiðarsdóttir, deildarstjóri upplýsinga- og áætlunardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, varar við háttseminni og segir öllu gríni fylgja alvara. Nýlega var stofnaður aðgangur undir nafninu logreglan_is á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem tveimur myndskeiðum var deilt, eitt grínatriði um rafhlaupahjól og áfengisdrykkju og annað sem sýnir ökutæki lögreglunnar á meðan lag tileinkað lögreglunni spilar undir. Lögreglan lét loka reikningnum tafarlaust, mbl.is greindi fyrst frá. Marta Kristín Hreiðarsdóttir, deildarstjóri upplýsinga- og áætlunardeildar lögreglunnar, á höfuðborgarsvæðinu, segir þau hafa orðið vör við myndskeiðin þegar þeim barst fyrirspurn hvort að þetta væri ný leið til að ná til ungmenna. Hún segir mikilvægt að minna á að umrædd fölsun teljist sem lagabrot og að starfsemi sem slík geti skapað glundroða og hættuástand. Varðar hegningarlög „Fólk þarf að bera traust til okkar. Það er mjög mikilvægt að það efni sem fer út í okkar nafni sé okkar efni. Samkvæmt 117. grein hegningarlaga má enginn nota merki lögreglunnar eða fatnað eða einkenni eða annað slíkt nema að hafa til þess leyfi,“ segir Marta. Hún tekur fram að það sé ekki nýmæli að fólk þykist vera lögreglan á netinu. Eðlismunur sé á brotunum og að alvarlegra sé þegar falskir aðgangar reyna að klekkja á fólki. „Sumir eiga að vera grín og spaug og geta alveg verið fyndnir. Aðrir eru búnir til að klekkja á lögreglunni og skaða traust til hennar eins og að birta hluti sem að lögreglan myndi aldrei birta. Bara sem dæmi dæmi vera með fordómafulla færslu í garð minnihlutahópa.“ Ýmsum í nöp við lögregluna Spurð hvers vegna lögreglan verði meira fyrir barðinu á netverjum en aðrar stofnanir minnir Marta á að um valdastofnun sé að ræða og því gæti sumum fundist það enn sniðugara að hrekkja lögregluna. „Það er líka þannig að sumum er í nöp við lögregluna og við þurfum að hafa afskitpi af alls konar fólki þannig að hluta til er það kannski fólk sem á harma að hefna.“ TikTok Lögreglumál Samfélagsmiðlar Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Nýlega var stofnaður aðgangur undir nafninu logreglan_is á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem tveimur myndskeiðum var deilt, eitt grínatriði um rafhlaupahjól og áfengisdrykkju og annað sem sýnir ökutæki lögreglunnar á meðan lag tileinkað lögreglunni spilar undir. Lögreglan lét loka reikningnum tafarlaust, mbl.is greindi fyrst frá. Marta Kristín Hreiðarsdóttir, deildarstjóri upplýsinga- og áætlunardeildar lögreglunnar, á höfuðborgarsvæðinu, segir þau hafa orðið vör við myndskeiðin þegar þeim barst fyrirspurn hvort að þetta væri ný leið til að ná til ungmenna. Hún segir mikilvægt að minna á að umrædd fölsun teljist sem lagabrot og að starfsemi sem slík geti skapað glundroða og hættuástand. Varðar hegningarlög „Fólk þarf að bera traust til okkar. Það er mjög mikilvægt að það efni sem fer út í okkar nafni sé okkar efni. Samkvæmt 117. grein hegningarlaga má enginn nota merki lögreglunnar eða fatnað eða einkenni eða annað slíkt nema að hafa til þess leyfi,“ segir Marta. Hún tekur fram að það sé ekki nýmæli að fólk þykist vera lögreglan á netinu. Eðlismunur sé á brotunum og að alvarlegra sé þegar falskir aðgangar reyna að klekkja á fólki. „Sumir eiga að vera grín og spaug og geta alveg verið fyndnir. Aðrir eru búnir til að klekkja á lögreglunni og skaða traust til hennar eins og að birta hluti sem að lögreglan myndi aldrei birta. Bara sem dæmi dæmi vera með fordómafulla færslu í garð minnihlutahópa.“ Ýmsum í nöp við lögregluna Spurð hvers vegna lögreglan verði meira fyrir barðinu á netverjum en aðrar stofnanir minnir Marta á að um valdastofnun sé að ræða og því gæti sumum fundist það enn sniðugara að hrekkja lögregluna. „Það er líka þannig að sumum er í nöp við lögregluna og við þurfum að hafa afskitpi af alls konar fólki þannig að hluta til er það kannski fólk sem á harma að hefna.“
TikTok Lögreglumál Samfélagsmiðlar Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira