Öllu gríni fylgi alvara Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. júlí 2024 20:16 Sigurjón/Skjáskot Lögreglan lítur falska aðganga sem eru stofnaðir í þeirra nafni alvarlegum augum þó svo að það sé gert í gríni og minnir á að um lögbrot sé að ræða. Marta Kristín Hreiðarsdóttir, deildarstjóri upplýsinga- og áætlunardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, varar við háttseminni og segir öllu gríni fylgja alvara. Nýlega var stofnaður aðgangur undir nafninu logreglan_is á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem tveimur myndskeiðum var deilt, eitt grínatriði um rafhlaupahjól og áfengisdrykkju og annað sem sýnir ökutæki lögreglunnar á meðan lag tileinkað lögreglunni spilar undir. Lögreglan lét loka reikningnum tafarlaust, mbl.is greindi fyrst frá. Marta Kristín Hreiðarsdóttir, deildarstjóri upplýsinga- og áætlunardeildar lögreglunnar, á höfuðborgarsvæðinu, segir þau hafa orðið vör við myndskeiðin þegar þeim barst fyrirspurn hvort að þetta væri ný leið til að ná til ungmenna. Hún segir mikilvægt að minna á að umrædd fölsun teljist sem lagabrot og að starfsemi sem slík geti skapað glundroða og hættuástand. Varðar hegningarlög „Fólk þarf að bera traust til okkar. Það er mjög mikilvægt að það efni sem fer út í okkar nafni sé okkar efni. Samkvæmt 117. grein hegningarlaga má enginn nota merki lögreglunnar eða fatnað eða einkenni eða annað slíkt nema að hafa til þess leyfi,“ segir Marta. Hún tekur fram að það sé ekki nýmæli að fólk þykist vera lögreglan á netinu. Eðlismunur sé á brotunum og að alvarlegra sé þegar falskir aðgangar reyna að klekkja á fólki. „Sumir eiga að vera grín og spaug og geta alveg verið fyndnir. Aðrir eru búnir til að klekkja á lögreglunni og skaða traust til hennar eins og að birta hluti sem að lögreglan myndi aldrei birta. Bara sem dæmi dæmi vera með fordómafulla færslu í garð minnihlutahópa.“ Ýmsum í nöp við lögregluna Spurð hvers vegna lögreglan verði meira fyrir barðinu á netverjum en aðrar stofnanir minnir Marta á að um valdastofnun sé að ræða og því gæti sumum fundist það enn sniðugara að hrekkja lögregluna. „Það er líka þannig að sumum er í nöp við lögregluna og við þurfum að hafa afskitpi af alls konar fólki þannig að hluta til er það kannski fólk sem á harma að hefna.“ TikTok Lögreglumál Samfélagsmiðlar Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Sjá meira
Nýlega var stofnaður aðgangur undir nafninu logreglan_is á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem tveimur myndskeiðum var deilt, eitt grínatriði um rafhlaupahjól og áfengisdrykkju og annað sem sýnir ökutæki lögreglunnar á meðan lag tileinkað lögreglunni spilar undir. Lögreglan lét loka reikningnum tafarlaust, mbl.is greindi fyrst frá. Marta Kristín Hreiðarsdóttir, deildarstjóri upplýsinga- og áætlunardeildar lögreglunnar, á höfuðborgarsvæðinu, segir þau hafa orðið vör við myndskeiðin þegar þeim barst fyrirspurn hvort að þetta væri ný leið til að ná til ungmenna. Hún segir mikilvægt að minna á að umrædd fölsun teljist sem lagabrot og að starfsemi sem slík geti skapað glundroða og hættuástand. Varðar hegningarlög „Fólk þarf að bera traust til okkar. Það er mjög mikilvægt að það efni sem fer út í okkar nafni sé okkar efni. Samkvæmt 117. grein hegningarlaga má enginn nota merki lögreglunnar eða fatnað eða einkenni eða annað slíkt nema að hafa til þess leyfi,“ segir Marta. Hún tekur fram að það sé ekki nýmæli að fólk þykist vera lögreglan á netinu. Eðlismunur sé á brotunum og að alvarlegra sé þegar falskir aðgangar reyna að klekkja á fólki. „Sumir eiga að vera grín og spaug og geta alveg verið fyndnir. Aðrir eru búnir til að klekkja á lögreglunni og skaða traust til hennar eins og að birta hluti sem að lögreglan myndi aldrei birta. Bara sem dæmi dæmi vera með fordómafulla færslu í garð minnihlutahópa.“ Ýmsum í nöp við lögregluna Spurð hvers vegna lögreglan verði meira fyrir barðinu á netverjum en aðrar stofnanir minnir Marta á að um valdastofnun sé að ræða og því gæti sumum fundist það enn sniðugara að hrekkja lögregluna. „Það er líka þannig að sumum er í nöp við lögregluna og við þurfum að hafa afskitpi af alls konar fólki þannig að hluta til er það kannski fólk sem á harma að hefna.“
TikTok Lögreglumál Samfélagsmiðlar Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Sjá meira