Trump kvartar formlega vegna yfirtöku Harris á sjóðum Biden Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. júlí 2024 06:37 Harris hefur mælst betur gegn Trump en Biden frá því að síðastnefndi dró sig í hlé. Framboð Donald Trump hefur skilað inn kvörtun til alríkiskjörnefndarinnar sem hefur umsjón með forsetakosningum í Bandaríkjunum. Ástæðan er yfirfærsla fjármuna í kosningasjóðum Joe Biden til Kamölu Harris. Í kvörtuninni sakar David Warrington, lögmaður framboðs Trump, Harris um að brjóta gegn lögum um fjármögnun kosningabaráttu með því að hafa skipt út nafni Biden fyrir sitt nafn til að fá aðgang að fjármununum. Hann segir ekki standast lög að breyta einfaldlega nafninu á framboðinu úr „Biden til forseta“ í „Harris til forseta“ til að tryggja Harris aðgengi að 91 milljón dala í sjóðum framboðsins. Í kvörtuninni, sem er átta síður, segir að í raun sé um að ræða 91 milljón dala framlag frá einum forsetaframbjóðanda til annars, sem sé klárt brot á lögum. Lög banni að kandídatar eigi áfram fjármuni sem hafa verið gefnir til kosningabaráttu fyrir kosningar sem þeir munu ekki taka þátt í. Þannig verði Biden að skila umræddum fjármunum til þeirra sem gáfu þá í kosningasjóði hans, fyrst hann ákvað að hætta við framboð sitt. Warrington fer þess á leit að kjörnefndin frysti aðgengi Harris að fjármununum þar til málið er komið á hreint. Óvíst er hvort kvörtunin muni skila nokkru en erlendir miðlar hafa greint frá því að teymi Trump leiti nú allra leiða til að draga úr þeim skriðþunga sem Harris virðist njóta. Málsóknir vegna kosningasjóðanna séu einn möguleiki í stöðunni. Guardian hefur eftir heimildarmönnum sem þekkja til framboðs Harris að þar á bæ hafi menn ekki miklar áhyggjur af málinu, þar sem sjóðirnir hafi alltaf verið ætlaðir til notkunar fyrir Biden og Harris. Þá hefur verið bent á að 100 milljónir dala hafi safnast í sjóðina frá því að Harris tók við. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Sjá meira
Í kvörtuninni sakar David Warrington, lögmaður framboðs Trump, Harris um að brjóta gegn lögum um fjármögnun kosningabaráttu með því að hafa skipt út nafni Biden fyrir sitt nafn til að fá aðgang að fjármununum. Hann segir ekki standast lög að breyta einfaldlega nafninu á framboðinu úr „Biden til forseta“ í „Harris til forseta“ til að tryggja Harris aðgengi að 91 milljón dala í sjóðum framboðsins. Í kvörtuninni, sem er átta síður, segir að í raun sé um að ræða 91 milljón dala framlag frá einum forsetaframbjóðanda til annars, sem sé klárt brot á lögum. Lög banni að kandídatar eigi áfram fjármuni sem hafa verið gefnir til kosningabaráttu fyrir kosningar sem þeir munu ekki taka þátt í. Þannig verði Biden að skila umræddum fjármunum til þeirra sem gáfu þá í kosningasjóði hans, fyrst hann ákvað að hætta við framboð sitt. Warrington fer þess á leit að kjörnefndin frysti aðgengi Harris að fjármununum þar til málið er komið á hreint. Óvíst er hvort kvörtunin muni skila nokkru en erlendir miðlar hafa greint frá því að teymi Trump leiti nú allra leiða til að draga úr þeim skriðþunga sem Harris virðist njóta. Málsóknir vegna kosningasjóðanna séu einn möguleiki í stöðunni. Guardian hefur eftir heimildarmönnum sem þekkja til framboðs Harris að þar á bæ hafi menn ekki miklar áhyggjur af málinu, þar sem sjóðirnir hafi alltaf verið ætlaðir til notkunar fyrir Biden og Harris. Þá hefur verið bent á að 100 milljónir dala hafi safnast í sjóðina frá því að Harris tók við.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Sjá meira