Söngskólinn í Reykjavík leitar nýs húsnæðis Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. júlí 2024 12:34 Söngskólinn hefur starfað í Sturluhöllum frá árinu 2018. Reykjavíkurborg Stjórnendur Söngskólans í Reykjavík leita nýs húsnæðis undir starfsemi skólans. Núverandi húsnæði skólans við Laufásveg í Reykjavík, sem gjarnan er kallað Sturluhallir, hefur þegar verið selt. „Eins og flestir vita er rekstur tónlistarskóla í landinu ekki mjög beysinn þessa dagana,“ segir Viðar Gunnarsson óperusöngvari og stjórnarformaður Söngskólans í samtali við fréttastofu. Hann segir skólann ekki eiga efni á framkvæmdum á húsinu, sem þurfi reglulegt viðhald enda reist fyrir um hundrað árum. Starfsemi Söngskólans í Reykjavík verður út næsta skólaár í Sturluhöllum en eftir það verður hún flutt. Stjórnendur leita nú nýs húsnæðis og hafa til þess ár. Viðskiptablaðið greindi frá því í gær að húsnæðið hefði verið selt í hendur nýstofnaða félagsins Laufásvegur ehf, í eigu Þrastar Bjarnhéðinssonar Johnson. Fátt er að finna um Þröst, verðandi eiganda þessa glæsibýlis, á netinu. Kaupverðið var 370 milljónir króna. Söngskólinn hefur flakkað nokkuð milli húsakynna í fimmtíu ára sögu sinni. Á vefsíðu skólans segir að í fyrstu hafi hann staðið í litlu húsi við Laufásveg, en síðar flust að Hverfisgötu 45 til árs 2002. Þá hafi starfsemin verið færð að Snorrabraut 54 í Reykjavík en húsið er jafnan kennt við Osta- og smjörsöluna. Árið 2017 sagði Garðar Cortes heitinn þáverandi skólastjóri Söngskólans í samtali við fréttastofu að skólinn hefði ekki efni á að eiga svo dýra eign. Sömu sögu virðist vera að segja af ástandinu í dag. Garðar Cortes stofnaði Söngskólann haustið 1973 og gegndi starfi skólastjóra um árabil þar til hann lét af störfum 20. ágúst 2022 sökum aldurs. Hann lést í maí í fyrra. Ólöf Kolbrún Harðardóttir óperusöngkona tók við af Garðari en hún hefur starfað við skólann frá upphafi. Fyrr í dag tilkynnti skólinn að Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, söngkona, stofnandi og stjórnandi Sönghátíðarinnar í Hafnarborg, hefði verið ráðin nýr skólastjóri Söngskólans í Reykjavík frá og með mánaðamótum. Tónlist Fasteignamarkaður Skóla- og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Garðar Cortes er látinn Garðar Cortes, óperusöngvari með meiru, andaðist að morgni sunnudagsins 14. maí. Með honum er genginn einhver allra áhrifamesti einstaklingur íslensks tónlistarlífs undanfarinna áratuga. 16. maí 2023 06:00 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
„Eins og flestir vita er rekstur tónlistarskóla í landinu ekki mjög beysinn þessa dagana,“ segir Viðar Gunnarsson óperusöngvari og stjórnarformaður Söngskólans í samtali við fréttastofu. Hann segir skólann ekki eiga efni á framkvæmdum á húsinu, sem þurfi reglulegt viðhald enda reist fyrir um hundrað árum. Starfsemi Söngskólans í Reykjavík verður út næsta skólaár í Sturluhöllum en eftir það verður hún flutt. Stjórnendur leita nú nýs húsnæðis og hafa til þess ár. Viðskiptablaðið greindi frá því í gær að húsnæðið hefði verið selt í hendur nýstofnaða félagsins Laufásvegur ehf, í eigu Þrastar Bjarnhéðinssonar Johnson. Fátt er að finna um Þröst, verðandi eiganda þessa glæsibýlis, á netinu. Kaupverðið var 370 milljónir króna. Söngskólinn hefur flakkað nokkuð milli húsakynna í fimmtíu ára sögu sinni. Á vefsíðu skólans segir að í fyrstu hafi hann staðið í litlu húsi við Laufásveg, en síðar flust að Hverfisgötu 45 til árs 2002. Þá hafi starfsemin verið færð að Snorrabraut 54 í Reykjavík en húsið er jafnan kennt við Osta- og smjörsöluna. Árið 2017 sagði Garðar Cortes heitinn þáverandi skólastjóri Söngskólans í samtali við fréttastofu að skólinn hefði ekki efni á að eiga svo dýra eign. Sömu sögu virðist vera að segja af ástandinu í dag. Garðar Cortes stofnaði Söngskólann haustið 1973 og gegndi starfi skólastjóra um árabil þar til hann lét af störfum 20. ágúst 2022 sökum aldurs. Hann lést í maí í fyrra. Ólöf Kolbrún Harðardóttir óperusöngkona tók við af Garðari en hún hefur starfað við skólann frá upphafi. Fyrr í dag tilkynnti skólinn að Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, söngkona, stofnandi og stjórnandi Sönghátíðarinnar í Hafnarborg, hefði verið ráðin nýr skólastjóri Söngskólans í Reykjavík frá og með mánaðamótum.
Tónlist Fasteignamarkaður Skóla- og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Garðar Cortes er látinn Garðar Cortes, óperusöngvari með meiru, andaðist að morgni sunnudagsins 14. maí. Með honum er genginn einhver allra áhrifamesti einstaklingur íslensks tónlistarlífs undanfarinna áratuga. 16. maí 2023 06:00 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Garðar Cortes er látinn Garðar Cortes, óperusöngvari með meiru, andaðist að morgni sunnudagsins 14. maí. Með honum er genginn einhver allra áhrifamesti einstaklingur íslensks tónlistarlífs undanfarinna áratuga. 16. maí 2023 06:00
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir