Íslenski boltinn

Vildu rautt á tæk­lingu Sharts: „Þetta er hættu­legt“

Valur Páll Eiríksson skrifar
Sharts er hér lengst til vinstri.
Sharts er hér lengst til vinstri. Vísir/Diego

Tækling Hönnuh Sharts, varnarmanns Stjörnunnar, á Barbáru Sól Gísladóttur í leik Garðbæinga við Breiðablik, var til umræðu í Bestu mörkunum. Sharts fékk gult spjald fyrir en annar litur hefði getað verið á spjaldinu.

Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, brást ókvæða við tæklingunni á meðan leik stóð og mótmælti því að gult spjald hafi farið á loft en ekki rautt. Eftir leik sagði hann Sharts komast upp með allskyns hluti og taka þyrfti harðar á grófleika hennar.

Sharts renndi sér glæfralega í Barbáru Sól í leiknum á laugardag, með sólann á lofti.

„Samkvæmt bókinni er þetta rautt spjald,“ segir Þóra B. Helgadóttir í Bestu mörkunum. Varnarjaxlinn Sif Atladóttir tók undir að annar litur hefði mátt vera á spjaldinu.

„Sólinn fer upp. Ég skil bara ekki af hverju hún er að renna sér þarna. Ég er mikill talsmaður góðra tæklinga, en þegar þú fara beint á leikmanninn svona er þetta pínu hættulegt. Mér finnst þetta bara hættulegt,“ segir Sif.

Klippa: Segja Sharts hafa átt að fara í sturtu

Umræðuna má sjá í spilaranum að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×