Glæsilegt biblíusafn í Vestmannaeyjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. júlí 2024 16:04 Kári Bjarnason, forstöðumaður Bókasafns Vestmannaeyja, sem er að sjálfsögðu að rifna úr monti yfir glæsilegu biblíusafni safnsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eitt merkilegasta biblíusafn landsins er varðveitt vel og vandlega í eldtraustri geymslu í Vestmannaeyjum en mun þó líta dagsins ljós fyrir almenning í haust. Safnið er geymt vel og vandlega í húsnæði Safnahús Vestmannaeyjum og tilheyrir bókasafni bæjarins. Hér er Kári forstöðumaður safnsins á leið í læstu bíblíugeymsluna í kjallara safnsins til að sýna gersemarnar en bækurnar eru í eldtraustri geymslu. Biblíurnar eru gjöf frá Ágústi Einarssyni, fyrrverandi prófessor og rektor við Bifröst, sem hann gaf safninu til minningar um föður sinn, Einar Sigurðsson, eða Einar ríka eins og hann var oftast kallaður. „Við eigum með þessari gjöf allar bíblíuútgáfurnar, hverja einustu biblíu, allar þessar tíu, sem hafa komið út. Og hér er fyrsta biblían, Guðbrandsbiblía frá 1584 en eintakið átti Jón Helgason, biskup,” segir Kári Bjarnason, forstöðumaður Bókasafns Vestmannaeyja og bætir við. „Og það er sérstakt við hana að hún er bundin inn, sem tvær bækur. Yfirleitt er Guðbrandsbiblía bundin inn, sem ein bók en hérna er hún skorin þannig að Spámannabækurnar og Nýja testamentið fara saman í bindi tvö.” Kári er líka með Þorláksbiblíu frá 1644 upp í hillu og Steinsbiblíu frá 1728 og svo er á safninu merkileg biblía, sem er sú fyrsta, sem var ekki gefin út á Íslandi heldur í Kaupmannahöfn, Væsenhús biblían. „En allar þessar biblíur, þessar fjórar eiga það sameiginlegt að þær eru fágæti,” segir Kári. Biblíurnar eru mjög heillegar og líta virkilega vel út miðað við aldur og fyrri störf.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kári segir mikið listaverk að sjá hvernig biblíurnar hafa verið bundnar inn og hvað þær eru allar heillegar. „Þetta er algjörlega stálheilt, þetta er alveg fullkomið eintak og þetta er svo bundið inn með fullkomnum hætti líka.” Og Kári segir að almenningur muni geta skoðað allar biblíurnar í sérstöku rými, sem er verið að gera klárt í Safnahúsinu en það verður vonandi klárt í lok sumars eða í haust. En er hægt að meta til dæmis í peningum verðmæti biblíusafnsins? „Verðmæti í mínum huga þegar ég horfi á þessar bækur, þá eru verðmætin þessi ótrúlegi menningararfur, sem hér er fólgin, ég sé ekki önnur verðmæti. Þá er það líka nú þannig að þær hafa lifað nákvæmlega vegna þess að þjóðinni þótti vænt um þetta, annars hefði þetta bara horfið,” segir Kári. Nú er verið að gera svæði klárt í Safnahúsi Vestmannaeyja þar sem allar biblíurnar verða til sýnis fyrir almenning, vonandi í lok sumars eða haust.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vestmannaeyjar Trúmál Þjóðkirkjan Söfn Menning Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Safnið er geymt vel og vandlega í húsnæði Safnahús Vestmannaeyjum og tilheyrir bókasafni bæjarins. Hér er Kári forstöðumaður safnsins á leið í læstu bíblíugeymsluna í kjallara safnsins til að sýna gersemarnar en bækurnar eru í eldtraustri geymslu. Biblíurnar eru gjöf frá Ágústi Einarssyni, fyrrverandi prófessor og rektor við Bifröst, sem hann gaf safninu til minningar um föður sinn, Einar Sigurðsson, eða Einar ríka eins og hann var oftast kallaður. „Við eigum með þessari gjöf allar bíblíuútgáfurnar, hverja einustu biblíu, allar þessar tíu, sem hafa komið út. Og hér er fyrsta biblían, Guðbrandsbiblía frá 1584 en eintakið átti Jón Helgason, biskup,” segir Kári Bjarnason, forstöðumaður Bókasafns Vestmannaeyja og bætir við. „Og það er sérstakt við hana að hún er bundin inn, sem tvær bækur. Yfirleitt er Guðbrandsbiblía bundin inn, sem ein bók en hérna er hún skorin þannig að Spámannabækurnar og Nýja testamentið fara saman í bindi tvö.” Kári er líka með Þorláksbiblíu frá 1644 upp í hillu og Steinsbiblíu frá 1728 og svo er á safninu merkileg biblía, sem er sú fyrsta, sem var ekki gefin út á Íslandi heldur í Kaupmannahöfn, Væsenhús biblían. „En allar þessar biblíur, þessar fjórar eiga það sameiginlegt að þær eru fágæti,” segir Kári. Biblíurnar eru mjög heillegar og líta virkilega vel út miðað við aldur og fyrri störf.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kári segir mikið listaverk að sjá hvernig biblíurnar hafa verið bundnar inn og hvað þær eru allar heillegar. „Þetta er algjörlega stálheilt, þetta er alveg fullkomið eintak og þetta er svo bundið inn með fullkomnum hætti líka.” Og Kári segir að almenningur muni geta skoðað allar biblíurnar í sérstöku rými, sem er verið að gera klárt í Safnahúsinu en það verður vonandi klárt í lok sumars eða í haust. En er hægt að meta til dæmis í peningum verðmæti biblíusafnsins? „Verðmæti í mínum huga þegar ég horfi á þessar bækur, þá eru verðmætin þessi ótrúlegi menningararfur, sem hér er fólgin, ég sé ekki önnur verðmæti. Þá er það líka nú þannig að þær hafa lifað nákvæmlega vegna þess að þjóðinni þótti vænt um þetta, annars hefði þetta bara horfið,” segir Kári. Nú er verið að gera svæði klárt í Safnahúsi Vestmannaeyja þar sem allar biblíurnar verða til sýnis fyrir almenning, vonandi í lok sumars eða haust.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vestmannaeyjar Trúmál Þjóðkirkjan Söfn Menning Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira