Glæsilegt biblíusafn í Vestmannaeyjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. júlí 2024 16:04 Kári Bjarnason, forstöðumaður Bókasafns Vestmannaeyja, sem er að sjálfsögðu að rifna úr monti yfir glæsilegu biblíusafni safnsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eitt merkilegasta biblíusafn landsins er varðveitt vel og vandlega í eldtraustri geymslu í Vestmannaeyjum en mun þó líta dagsins ljós fyrir almenning í haust. Safnið er geymt vel og vandlega í húsnæði Safnahús Vestmannaeyjum og tilheyrir bókasafni bæjarins. Hér er Kári forstöðumaður safnsins á leið í læstu bíblíugeymsluna í kjallara safnsins til að sýna gersemarnar en bækurnar eru í eldtraustri geymslu. Biblíurnar eru gjöf frá Ágústi Einarssyni, fyrrverandi prófessor og rektor við Bifröst, sem hann gaf safninu til minningar um föður sinn, Einar Sigurðsson, eða Einar ríka eins og hann var oftast kallaður. „Við eigum með þessari gjöf allar bíblíuútgáfurnar, hverja einustu biblíu, allar þessar tíu, sem hafa komið út. Og hér er fyrsta biblían, Guðbrandsbiblía frá 1584 en eintakið átti Jón Helgason, biskup,” segir Kári Bjarnason, forstöðumaður Bókasafns Vestmannaeyja og bætir við. „Og það er sérstakt við hana að hún er bundin inn, sem tvær bækur. Yfirleitt er Guðbrandsbiblía bundin inn, sem ein bók en hérna er hún skorin þannig að Spámannabækurnar og Nýja testamentið fara saman í bindi tvö.” Kári er líka með Þorláksbiblíu frá 1644 upp í hillu og Steinsbiblíu frá 1728 og svo er á safninu merkileg biblía, sem er sú fyrsta, sem var ekki gefin út á Íslandi heldur í Kaupmannahöfn, Væsenhús biblían. „En allar þessar biblíur, þessar fjórar eiga það sameiginlegt að þær eru fágæti,” segir Kári. Biblíurnar eru mjög heillegar og líta virkilega vel út miðað við aldur og fyrri störf.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kári segir mikið listaverk að sjá hvernig biblíurnar hafa verið bundnar inn og hvað þær eru allar heillegar. „Þetta er algjörlega stálheilt, þetta er alveg fullkomið eintak og þetta er svo bundið inn með fullkomnum hætti líka.” Og Kári segir að almenningur muni geta skoðað allar biblíurnar í sérstöku rými, sem er verið að gera klárt í Safnahúsinu en það verður vonandi klárt í lok sumars eða í haust. En er hægt að meta til dæmis í peningum verðmæti biblíusafnsins? „Verðmæti í mínum huga þegar ég horfi á þessar bækur, þá eru verðmætin þessi ótrúlegi menningararfur, sem hér er fólgin, ég sé ekki önnur verðmæti. Þá er það líka nú þannig að þær hafa lifað nákvæmlega vegna þess að þjóðinni þótti vænt um þetta, annars hefði þetta bara horfið,” segir Kári. Nú er verið að gera svæði klárt í Safnahúsi Vestmannaeyja þar sem allar biblíurnar verða til sýnis fyrir almenning, vonandi í lok sumars eða haust.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vestmannaeyjar Trúmál Þjóðkirkjan Söfn Menning Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Safnið er geymt vel og vandlega í húsnæði Safnahús Vestmannaeyjum og tilheyrir bókasafni bæjarins. Hér er Kári forstöðumaður safnsins á leið í læstu bíblíugeymsluna í kjallara safnsins til að sýna gersemarnar en bækurnar eru í eldtraustri geymslu. Biblíurnar eru gjöf frá Ágústi Einarssyni, fyrrverandi prófessor og rektor við Bifröst, sem hann gaf safninu til minningar um föður sinn, Einar Sigurðsson, eða Einar ríka eins og hann var oftast kallaður. „Við eigum með þessari gjöf allar bíblíuútgáfurnar, hverja einustu biblíu, allar þessar tíu, sem hafa komið út. Og hér er fyrsta biblían, Guðbrandsbiblía frá 1584 en eintakið átti Jón Helgason, biskup,” segir Kári Bjarnason, forstöðumaður Bókasafns Vestmannaeyja og bætir við. „Og það er sérstakt við hana að hún er bundin inn, sem tvær bækur. Yfirleitt er Guðbrandsbiblía bundin inn, sem ein bók en hérna er hún skorin þannig að Spámannabækurnar og Nýja testamentið fara saman í bindi tvö.” Kári er líka með Þorláksbiblíu frá 1644 upp í hillu og Steinsbiblíu frá 1728 og svo er á safninu merkileg biblía, sem er sú fyrsta, sem var ekki gefin út á Íslandi heldur í Kaupmannahöfn, Væsenhús biblían. „En allar þessar biblíur, þessar fjórar eiga það sameiginlegt að þær eru fágæti,” segir Kári. Biblíurnar eru mjög heillegar og líta virkilega vel út miðað við aldur og fyrri störf.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kári segir mikið listaverk að sjá hvernig biblíurnar hafa verið bundnar inn og hvað þær eru allar heillegar. „Þetta er algjörlega stálheilt, þetta er alveg fullkomið eintak og þetta er svo bundið inn með fullkomnum hætti líka.” Og Kári segir að almenningur muni geta skoðað allar biblíurnar í sérstöku rými, sem er verið að gera klárt í Safnahúsinu en það verður vonandi klárt í lok sumars eða í haust. En er hægt að meta til dæmis í peningum verðmæti biblíusafnsins? „Verðmæti í mínum huga þegar ég horfi á þessar bækur, þá eru verðmætin þessi ótrúlegi menningararfur, sem hér er fólgin, ég sé ekki önnur verðmæti. Þá er það líka nú þannig að þær hafa lifað nákvæmlega vegna þess að þjóðinni þótti vænt um þetta, annars hefði þetta bara horfið,” segir Kári. Nú er verið að gera svæði klárt í Safnahúsi Vestmannaeyja þar sem allar biblíurnar verða til sýnis fyrir almenning, vonandi í lok sumars eða haust.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vestmannaeyjar Trúmál Þjóðkirkjan Söfn Menning Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira