Glæsilegt biblíusafn í Vestmannaeyjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. júlí 2024 16:04 Kári Bjarnason, forstöðumaður Bókasafns Vestmannaeyja, sem er að sjálfsögðu að rifna úr monti yfir glæsilegu biblíusafni safnsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eitt merkilegasta biblíusafn landsins er varðveitt vel og vandlega í eldtraustri geymslu í Vestmannaeyjum en mun þó líta dagsins ljós fyrir almenning í haust. Safnið er geymt vel og vandlega í húsnæði Safnahús Vestmannaeyjum og tilheyrir bókasafni bæjarins. Hér er Kári forstöðumaður safnsins á leið í læstu bíblíugeymsluna í kjallara safnsins til að sýna gersemarnar en bækurnar eru í eldtraustri geymslu. Biblíurnar eru gjöf frá Ágústi Einarssyni, fyrrverandi prófessor og rektor við Bifröst, sem hann gaf safninu til minningar um föður sinn, Einar Sigurðsson, eða Einar ríka eins og hann var oftast kallaður. „Við eigum með þessari gjöf allar bíblíuútgáfurnar, hverja einustu biblíu, allar þessar tíu, sem hafa komið út. Og hér er fyrsta biblían, Guðbrandsbiblía frá 1584 en eintakið átti Jón Helgason, biskup,” segir Kári Bjarnason, forstöðumaður Bókasafns Vestmannaeyja og bætir við. „Og það er sérstakt við hana að hún er bundin inn, sem tvær bækur. Yfirleitt er Guðbrandsbiblía bundin inn, sem ein bók en hérna er hún skorin þannig að Spámannabækurnar og Nýja testamentið fara saman í bindi tvö.” Kári er líka með Þorláksbiblíu frá 1644 upp í hillu og Steinsbiblíu frá 1728 og svo er á safninu merkileg biblía, sem er sú fyrsta, sem var ekki gefin út á Íslandi heldur í Kaupmannahöfn, Væsenhús biblían. „En allar þessar biblíur, þessar fjórar eiga það sameiginlegt að þær eru fágæti,” segir Kári. Biblíurnar eru mjög heillegar og líta virkilega vel út miðað við aldur og fyrri störf.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kári segir mikið listaverk að sjá hvernig biblíurnar hafa verið bundnar inn og hvað þær eru allar heillegar. „Þetta er algjörlega stálheilt, þetta er alveg fullkomið eintak og þetta er svo bundið inn með fullkomnum hætti líka.” Og Kári segir að almenningur muni geta skoðað allar biblíurnar í sérstöku rými, sem er verið að gera klárt í Safnahúsinu en það verður vonandi klárt í lok sumars eða í haust. En er hægt að meta til dæmis í peningum verðmæti biblíusafnsins? „Verðmæti í mínum huga þegar ég horfi á þessar bækur, þá eru verðmætin þessi ótrúlegi menningararfur, sem hér er fólgin, ég sé ekki önnur verðmæti. Þá er það líka nú þannig að þær hafa lifað nákvæmlega vegna þess að þjóðinni þótti vænt um þetta, annars hefði þetta bara horfið,” segir Kári. Nú er verið að gera svæði klárt í Safnahúsi Vestmannaeyja þar sem allar biblíurnar verða til sýnis fyrir almenning, vonandi í lok sumars eða haust.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vestmannaeyjar Trúmál Þjóðkirkjan Söfn Menning Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Safnið er geymt vel og vandlega í húsnæði Safnahús Vestmannaeyjum og tilheyrir bókasafni bæjarins. Hér er Kári forstöðumaður safnsins á leið í læstu bíblíugeymsluna í kjallara safnsins til að sýna gersemarnar en bækurnar eru í eldtraustri geymslu. Biblíurnar eru gjöf frá Ágústi Einarssyni, fyrrverandi prófessor og rektor við Bifröst, sem hann gaf safninu til minningar um föður sinn, Einar Sigurðsson, eða Einar ríka eins og hann var oftast kallaður. „Við eigum með þessari gjöf allar bíblíuútgáfurnar, hverja einustu biblíu, allar þessar tíu, sem hafa komið út. Og hér er fyrsta biblían, Guðbrandsbiblía frá 1584 en eintakið átti Jón Helgason, biskup,” segir Kári Bjarnason, forstöðumaður Bókasafns Vestmannaeyja og bætir við. „Og það er sérstakt við hana að hún er bundin inn, sem tvær bækur. Yfirleitt er Guðbrandsbiblía bundin inn, sem ein bók en hérna er hún skorin þannig að Spámannabækurnar og Nýja testamentið fara saman í bindi tvö.” Kári er líka með Þorláksbiblíu frá 1644 upp í hillu og Steinsbiblíu frá 1728 og svo er á safninu merkileg biblía, sem er sú fyrsta, sem var ekki gefin út á Íslandi heldur í Kaupmannahöfn, Væsenhús biblían. „En allar þessar biblíur, þessar fjórar eiga það sameiginlegt að þær eru fágæti,” segir Kári. Biblíurnar eru mjög heillegar og líta virkilega vel út miðað við aldur og fyrri störf.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kári segir mikið listaverk að sjá hvernig biblíurnar hafa verið bundnar inn og hvað þær eru allar heillegar. „Þetta er algjörlega stálheilt, þetta er alveg fullkomið eintak og þetta er svo bundið inn með fullkomnum hætti líka.” Og Kári segir að almenningur muni geta skoðað allar biblíurnar í sérstöku rými, sem er verið að gera klárt í Safnahúsinu en það verður vonandi klárt í lok sumars eða í haust. En er hægt að meta til dæmis í peningum verðmæti biblíusafnsins? „Verðmæti í mínum huga þegar ég horfi á þessar bækur, þá eru verðmætin þessi ótrúlegi menningararfur, sem hér er fólgin, ég sé ekki önnur verðmæti. Þá er það líka nú þannig að þær hafa lifað nákvæmlega vegna þess að þjóðinni þótti vænt um þetta, annars hefði þetta bara horfið,” segir Kári. Nú er verið að gera svæði klárt í Safnahúsi Vestmannaeyja þar sem allar biblíurnar verða til sýnis fyrir almenning, vonandi í lok sumars eða haust.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vestmannaeyjar Trúmál Þjóðkirkjan Söfn Menning Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira