Barni bjargað úr kviði látinnar móður Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júlí 2024 21:30 Ættingjar hinnar látnu móður syrgðu hana sáran áður en lík hennar var flutt til greftrunar. AP Það er snörum handtökum lækna að þakka að barni var bjargað úr kviði látinnar móður á Gasa í gær. Móðirin var drepin í loftárás Ísraelsmanna en hafði komist lífs af úr annarri loftárás í vor, þar sem foreldrar hennar og systkini létust. Vopnahlé á Gasa gæti verið í augsýn. Einn lést í drónaárás Húta, jemenskra uppreisnarmanna á Tel Aviv í Ísrael í gær og markar þar með fyrsta mannfall sem orðið hefur í Hútaárás á ísraelskri grundu. Á sólarhring hefur Ísraelsher hins vegar drepið að minnsta kosti 37 Palestínumenn í loftárásum; þar af sjö í árás á Nuseirat-flóttamannabúðirnar í gær. Á meðal látinna var hin 25 ára Ola al-Kurd sem var komin níu mánuði á leið með sitt fyrsta barn. „Hún var komin níu mánuði á leið þegar hún varð fyrir árásinni í dag. Hún hlaut píslarvættisdauða í árás hernámsliðsins og var þegar í stað flutt á Awda-sjúkrahúsið þar sem hún undirgekkst strax uppskruð,“ segir Dr. Khalil Dajran, talsmaður Aqsa-sjúkrahússins. „Nýburinn er nú í hitakassa á fæðingardeildinni. Hann hóf líf sitt sem móðurlaust barn og munaðarleysingi.“ Vopnahlé gæti verið í sjónmáliÆttingjar hinnar látnu móður syrgðu hana sáran áður en lík hennar var flutt til greftrunar. Al-Kurd missti foreldra sína og nokkur systkini í loftárás Ísraelsmanna fyrir fjórum mánuðum en komst þá sjálf lífs af. Eiginmaður hennar særðist í árásinni í gær og hlýtur aðhlynningu á sjúkrahúsinu, þar sem ónefndur sonur þeirra liggur einnig.Vopnahlé á Gasa gæti verið í sjónmáli, ef marka má orð Anthonys Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna í gær. Hann sagði stríðandi fylkingar, auk fulltrúa samningsríkja, nálgast marklínuna í viðræðum sem standa nú yfir í Kaíró. Næðust samningar yrði um 120 ísraelskum gíslum sleppt úr haldi Hamas. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Fleiri fréttir Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Sjá meira
Einn lést í drónaárás Húta, jemenskra uppreisnarmanna á Tel Aviv í Ísrael í gær og markar þar með fyrsta mannfall sem orðið hefur í Hútaárás á ísraelskri grundu. Á sólarhring hefur Ísraelsher hins vegar drepið að minnsta kosti 37 Palestínumenn í loftárásum; þar af sjö í árás á Nuseirat-flóttamannabúðirnar í gær. Á meðal látinna var hin 25 ára Ola al-Kurd sem var komin níu mánuði á leið með sitt fyrsta barn. „Hún var komin níu mánuði á leið þegar hún varð fyrir árásinni í dag. Hún hlaut píslarvættisdauða í árás hernámsliðsins og var þegar í stað flutt á Awda-sjúkrahúsið þar sem hún undirgekkst strax uppskruð,“ segir Dr. Khalil Dajran, talsmaður Aqsa-sjúkrahússins. „Nýburinn er nú í hitakassa á fæðingardeildinni. Hann hóf líf sitt sem móðurlaust barn og munaðarleysingi.“ Vopnahlé gæti verið í sjónmáliÆttingjar hinnar látnu móður syrgðu hana sáran áður en lík hennar var flutt til greftrunar. Al-Kurd missti foreldra sína og nokkur systkini í loftárás Ísraelsmanna fyrir fjórum mánuðum en komst þá sjálf lífs af. Eiginmaður hennar særðist í árásinni í gær og hlýtur aðhlynningu á sjúkrahúsinu, þar sem ónefndur sonur þeirra liggur einnig.Vopnahlé á Gasa gæti verið í sjónmáli, ef marka má orð Anthonys Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna í gær. Hann sagði stríðandi fylkingar, auk fulltrúa samningsríkja, nálgast marklínuna í viðræðum sem standa nú yfir í Kaíró. Næðust samningar yrði um 120 ísraelskum gíslum sleppt úr haldi Hamas.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Fleiri fréttir Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Sjá meira