Velur þú að loka barnið þitt inni í herbergi með barnaníðingi? Álfhildur Leifsdóttir skrifar 20. júlí 2024 19:00 Skjátími barna og ungmenna er oft í samfélagsumræðunni og þá aðallega hvort banna eigi snjallsíma í skólum. Sjálf hef ég meiri áhyggjur af því HVAÐ á sér stað í snjalltækjunum heldur en HVAR það á sér stað. Rannsóknir sýna að samfélagsmiðlar auka vanlíðan barna og kvíða fyrir utan markaðshyggjuna sem þar ríkir. Það er skammgóður vermir að varpa ábyrgðinni yfir á skólana með einhverskonar símabanni. Snjalltæki í skólum eru nýtt til náms og í þeim tækjum er ekki aðgangur að Snapchat eða Tiktok. Samfélagsmiðlanotkun er samfélagsvandi og þar bera foreldrar ábyrgðina. Það er tímabært að samfélagið horfist í augu við það og axli þá ábyrgð en varpi henni ekki annað. 13 ára aldurstakmark þessara miðla snýst ekki um að þá hafi börn þroska til þess að vera á samfélagsmiðlum, heldur er það löglegt fyrir stóru risana á bak við miðlana að safna gögnum um notendur sína þegar þeir hafa náð 13 ára aldri. Samkvæmt íslensku æskulýðsrannsókninni eru um 60% barna á Íslandi á aldrinum 9-12 ára með aðgang að TikTok og Snapchat. Snapchat er einstaklega varhugaverður staður þar sem fólk er gjarna undir dulnefni og auðvelt að bæta við nýjum "vinum". Þar er líka erfitt fyrir foreldra að fylgjast með því skilaboð og myndir hverfa. Samkvæmt íslensku æskulýðsrannsókninni segja 35% barna á miðstigi og 65% barna á unglingastigi að foreldrar þeirra athugi aldrei hvað þau eru að gera á netinu. Undanfarið gert ég gert óformlega tilraun og samþykkt vinabeiðnir á Snapchat frá ýmsum aðilum. Undantekningarlaust koma skilaboð um hæl þar sem ég er spurð um aldur og sagt að senda mynd. Það er verið að kanna hvað sé hægt að vinna með á hinum endanum. Beiðnirnar skipta tugum og nýjar bætist við daglega, áreitið er gríðarlegt. Börn ráða eðlilega ekki við slíkt áreiti og kunna ekki að setja mörk í þessum samskiptum. Samkvæmt fyrrnefndri rannsókn hafa 58% unglingsstúlkna í 10. bekk á Íslandi orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi og 35% drengja, allt í gegnum samfélagsmiðla. Þetta eru gríðarlega háar tölur en líka tölur sem einfalt er að breyta til batnaðar. Svo mig langar að spyrja foreldra að eftirfarandi: mynduð þið loka barnið ykkar inni í herbergi með ókunnugum þegar líkurnar eru meiri en minni á að það lendi í aðstæðum sem það ræður ekki við eins og kynferðislegu áreiti eða misnotkun? Ekki? Þá þurfa foreldrar að hafa kjark og vit til að segja NEI við samfélagsmiðlanotkun barna. Fyrir þeirra öryggi, því ábyrgðin er okkar foreldranna. Höfundur er grunnskólakennari og foreldri í Skagafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfhildur Leifsdóttir Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Skjátími barna og ungmenna er oft í samfélagsumræðunni og þá aðallega hvort banna eigi snjallsíma í skólum. Sjálf hef ég meiri áhyggjur af því HVAÐ á sér stað í snjalltækjunum heldur en HVAR það á sér stað. Rannsóknir sýna að samfélagsmiðlar auka vanlíðan barna og kvíða fyrir utan markaðshyggjuna sem þar ríkir. Það er skammgóður vermir að varpa ábyrgðinni yfir á skólana með einhverskonar símabanni. Snjalltæki í skólum eru nýtt til náms og í þeim tækjum er ekki aðgangur að Snapchat eða Tiktok. Samfélagsmiðlanotkun er samfélagsvandi og þar bera foreldrar ábyrgðina. Það er tímabært að samfélagið horfist í augu við það og axli þá ábyrgð en varpi henni ekki annað. 13 ára aldurstakmark þessara miðla snýst ekki um að þá hafi börn þroska til þess að vera á samfélagsmiðlum, heldur er það löglegt fyrir stóru risana á bak við miðlana að safna gögnum um notendur sína þegar þeir hafa náð 13 ára aldri. Samkvæmt íslensku æskulýðsrannsókninni eru um 60% barna á Íslandi á aldrinum 9-12 ára með aðgang að TikTok og Snapchat. Snapchat er einstaklega varhugaverður staður þar sem fólk er gjarna undir dulnefni og auðvelt að bæta við nýjum "vinum". Þar er líka erfitt fyrir foreldra að fylgjast með því skilaboð og myndir hverfa. Samkvæmt íslensku æskulýðsrannsókninni segja 35% barna á miðstigi og 65% barna á unglingastigi að foreldrar þeirra athugi aldrei hvað þau eru að gera á netinu. Undanfarið gert ég gert óformlega tilraun og samþykkt vinabeiðnir á Snapchat frá ýmsum aðilum. Undantekningarlaust koma skilaboð um hæl þar sem ég er spurð um aldur og sagt að senda mynd. Það er verið að kanna hvað sé hægt að vinna með á hinum endanum. Beiðnirnar skipta tugum og nýjar bætist við daglega, áreitið er gríðarlegt. Börn ráða eðlilega ekki við slíkt áreiti og kunna ekki að setja mörk í þessum samskiptum. Samkvæmt fyrrnefndri rannsókn hafa 58% unglingsstúlkna í 10. bekk á Íslandi orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi og 35% drengja, allt í gegnum samfélagsmiðla. Þetta eru gríðarlega háar tölur en líka tölur sem einfalt er að breyta til batnaðar. Svo mig langar að spyrja foreldra að eftirfarandi: mynduð þið loka barnið ykkar inni í herbergi með ókunnugum þegar líkurnar eru meiri en minni á að það lendi í aðstæðum sem það ræður ekki við eins og kynferðislegu áreiti eða misnotkun? Ekki? Þá þurfa foreldrar að hafa kjark og vit til að segja NEI við samfélagsmiðlanotkun barna. Fyrir þeirra öryggi, því ábyrgðin er okkar foreldranna. Höfundur er grunnskólakennari og foreldri í Skagafirði.
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar