Pétur sló á létta strengi: „Það er ekkert frí hjá okkur“ Runólfur Trausti Þórhallsson og Valur Páll Eiríksson skrifa 20. júlí 2024 18:46 Það var létt yfir Pétri í dag. vísir/Diego Pétur Pétursson sló á létta strengi eftir nauman 2-1 sigur Íslandsmeistara Vals á Keflavík í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Sigurmarkið kom í uppbótartíma en það reyndist sjálfsmark. „Höfðum trú að eitt myndi detta inn, sem gerðist sem betur fer,“ sagði Pétur í viðtali við Stöð 2 Sport og Vísi eftir leik. „Þær spiluðu líka svona á móti Breiðabliki svo ég bjóst alveg við því að þær myndu spila sama kerfi (neðarlega á vellinum) og þær spiluðu þar. Eins og ég segi, vill hrósa stelpunum fyrir þennan leik. Fannst þetta mjög góður leikur hjá þeim,“ sagði Pétur um leikplan Keflavíkur og frammistöðu síns liðs. Um landsleikjapásuna „Við æfðum bara, gáfum þriggja daga helgarfrí annars var bara æft að fullu. Það er ekkert frí hjá okkur.“ „Þetta er í fyrsta skipti síðan ég kom í Val sem við höfum getað mannað æfingar með hátt í 14-16 leikmenn í landsleikjapásu. Tempó á æfingum hefur bara verið mjög gott en þetta er í fyrsta skipti.“ Um leik dagsins „Mér fannst við spila vel, sköpuðum færi – stundum klikkar þetta og það gerði það megnið af leiknum en ég hafði nú alltaf á tilfinningunni að við myndum koma þessum bolta inn. Sem betur fer tókst það.“ „Hrós á Keflavík, þær hlupu eins og ég veit ekki hvað og börðust fyrir þessu stigi sínu. Mikið hrós á þær.“ „Það eru greinilega bara þessi tvö lið, það eru tólf stig í næsta lið, þannig þetta er það sama síðan maður byrjaði. Það hefur ekkert breyst,“ sagði Pétur um toppbaráttu Bestu deildar kvenna. Að endingu var Pétur spurður út í leikmannahóp Vals en Amanda Andradóttir er farin og Natasha Anasi-Erlingsson er gengin í raðir félagsins. „Nei, við erum með góðan hóp og ég á ekki von á að styrkja eitthvað. Sé reyndar að Glódís Perla (Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði) er þarna, getur verið að ég spjalli við hana á eftir og athugi hvort hún sé á leiðinni heim,“ sagði Pétur hlæjandi. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira
„Höfðum trú að eitt myndi detta inn, sem gerðist sem betur fer,“ sagði Pétur í viðtali við Stöð 2 Sport og Vísi eftir leik. „Þær spiluðu líka svona á móti Breiðabliki svo ég bjóst alveg við því að þær myndu spila sama kerfi (neðarlega á vellinum) og þær spiluðu þar. Eins og ég segi, vill hrósa stelpunum fyrir þennan leik. Fannst þetta mjög góður leikur hjá þeim,“ sagði Pétur um leikplan Keflavíkur og frammistöðu síns liðs. Um landsleikjapásuna „Við æfðum bara, gáfum þriggja daga helgarfrí annars var bara æft að fullu. Það er ekkert frí hjá okkur.“ „Þetta er í fyrsta skipti síðan ég kom í Val sem við höfum getað mannað æfingar með hátt í 14-16 leikmenn í landsleikjapásu. Tempó á æfingum hefur bara verið mjög gott en þetta er í fyrsta skipti.“ Um leik dagsins „Mér fannst við spila vel, sköpuðum færi – stundum klikkar þetta og það gerði það megnið af leiknum en ég hafði nú alltaf á tilfinningunni að við myndum koma þessum bolta inn. Sem betur fer tókst það.“ „Hrós á Keflavík, þær hlupu eins og ég veit ekki hvað og börðust fyrir þessu stigi sínu. Mikið hrós á þær.“ „Það eru greinilega bara þessi tvö lið, það eru tólf stig í næsta lið, þannig þetta er það sama síðan maður byrjaði. Það hefur ekkert breyst,“ sagði Pétur um toppbaráttu Bestu deildar kvenna. Að endingu var Pétur spurður út í leikmannahóp Vals en Amanda Andradóttir er farin og Natasha Anasi-Erlingsson er gengin í raðir félagsins. „Nei, við erum með góðan hóp og ég á ekki von á að styrkja eitthvað. Sé reyndar að Glódís Perla (Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði) er þarna, getur verið að ég spjalli við hana á eftir og athugi hvort hún sé á leiðinni heim,“ sagði Pétur hlæjandi.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira