Ekki saman á brúðkaupsafmælinu Máni Snær Þorláksson skrifar 19. júlí 2024 10:35 Ben Affleck og Jennifer Lopez í New York þann 30. mars síðastliðinn. MEGA/GC Images Hjónin Jennifer Lopez og Ben Affleck vörðu tveggja ára brúðkaupsafmælinu sínu í sitt hvoru lagi. Þetta ýtir undir þann orðróm að sambandi þeirra sé lokið en hjónin hafa ekki sést saman í um mánuð. Söng- og leikkonan Jennifer Lopez hélt upp á brúðkaupsafmæli þeirra hjóna, ef svo má segja, á Hamptons svæðinu á Long Island í New York. Leikarinn Ben Affleck var hvergi sjáanlegur en hann er sagður staddur í Los Angeles vegna vinnu. Lopez fór út að borða með syni sínum Max og aðstoðarmanni á veitingastaðnum Arthur & Sons. Veitingastaðurinn opnaði fyrr í sumar og hefur víst verið afar vinsæll. Samkvæmt heimildum Page Six var Lopez brosandi á meðan hópurinn borðaði saman á verönd veitingastaðarins. Heimildaöflunin stoppaði þó ekki þar því auk þessa kemur fram að hópurinn hafi pantað sér spagettí með tómötum og basil og smokkfisk. Þá fengu þau sér cannoli í eftirrétt og tóku svo limoncello ostaköku með sér heim. Þrátt fyrir að kenningar séu um að sambandi Lopez og Affleck sé lokið er ekkert staðfest í þeim efnum. Þá var greint frá því um síðustu helgi að Lopez hefði eytt deginum með stjúpdóttur sinni, Violet Affleck. Þær stöllur sáust ganga saman með hendurnar utan um hvora aðra í Hamptons ásamt bestu vinkonu Violet, Cassidey Fralin. Þá fóru þær saman á antík sýningu þar sem þær eru sagðar hafa verslað skartgripi. Hollywood Ástin og lífið Bandaríkin Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fleiri fréttir Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Sjá meira
Söng- og leikkonan Jennifer Lopez hélt upp á brúðkaupsafmæli þeirra hjóna, ef svo má segja, á Hamptons svæðinu á Long Island í New York. Leikarinn Ben Affleck var hvergi sjáanlegur en hann er sagður staddur í Los Angeles vegna vinnu. Lopez fór út að borða með syni sínum Max og aðstoðarmanni á veitingastaðnum Arthur & Sons. Veitingastaðurinn opnaði fyrr í sumar og hefur víst verið afar vinsæll. Samkvæmt heimildum Page Six var Lopez brosandi á meðan hópurinn borðaði saman á verönd veitingastaðarins. Heimildaöflunin stoppaði þó ekki þar því auk þessa kemur fram að hópurinn hafi pantað sér spagettí með tómötum og basil og smokkfisk. Þá fengu þau sér cannoli í eftirrétt og tóku svo limoncello ostaköku með sér heim. Þrátt fyrir að kenningar séu um að sambandi Lopez og Affleck sé lokið er ekkert staðfest í þeim efnum. Þá var greint frá því um síðustu helgi að Lopez hefði eytt deginum með stjúpdóttur sinni, Violet Affleck. Þær stöllur sáust ganga saman með hendurnar utan um hvora aðra í Hamptons ásamt bestu vinkonu Violet, Cassidey Fralin. Þá fóru þær saman á antík sýningu þar sem þær eru sagðar hafa verslað skartgripi.
Hollywood Ástin og lífið Bandaríkin Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fleiri fréttir Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög