Fleygðu blysum inn á völlinn Valur Páll Eiríksson skrifar 18. júlí 2024 20:40 Þónokkrum blysum var fleygt inn á grasið. Vísir/Stöð 2 Sport Stuðningsmenn albanska liðsins Vllaznia voru allt annað en ánægðir með frammistöðu sinna manna í 4-0 tapi fyrir Val ytra í kvöld. Þeir létu það í ljós undir lok leiks. Stuðningsmenn albanska liðsins Vllaznia voru öðru sinni til vandræða í einvígi liðsins og Vals í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Upp úr sauð í lok fyrri leiks liðanna að Hlíðarenda fyrir sléttri viku. Stuðningsmenn og stjórnarmenn Vllaznia jusu þá úr skálum reiði sinnar eftir jöfnunarmark Vals undir lok leiks. Morðhótunum var beint að stuðningsmönnum, starfsmönnum og stjórnarmönnum Vals, ofbeldi beitt gegn öryggisgæslu og hrækt á dómara leiksins. Kalla þurfti til lögreglu og tóku við mikil fundarhöld hjá Valsmönnum með fulltrúum KSÍ, UEFA og lögreglunnar. Skipta þurfti um dómara fyrir leik kvöldsins sem fram fór á heimavelli Vllaznia og bæta við öryggisgæslu fyrir starfslið Vals sem hélt utan í vikunni. Valsmenn áttu frábæran leik í kvöld og unnu afar sannfærandi 4-0 sigur. Stöðva þurfti leikinn þegar um tvær mínútur lifðu leiks vegna hegðunar stuðningsmanna Vllaznia. Í þetta skiptið var fjölda blysa fleygt inn á keppnisvöllinn og ljóst að albanska liðið á sektir yfir höfði sér frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA. Það breytir þó litlu um úrslit leiksins. Valur vann 4-0, einvígið samanlagt 6-2, og mætir St. Mirren frá Skotlandi í næstu umferð keppninnar. Sambandsdeild Evrópu Valur Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Stuðningsmenn albanska liðsins Vllaznia voru öðru sinni til vandræða í einvígi liðsins og Vals í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Upp úr sauð í lok fyrri leiks liðanna að Hlíðarenda fyrir sléttri viku. Stuðningsmenn og stjórnarmenn Vllaznia jusu þá úr skálum reiði sinnar eftir jöfnunarmark Vals undir lok leiks. Morðhótunum var beint að stuðningsmönnum, starfsmönnum og stjórnarmönnum Vals, ofbeldi beitt gegn öryggisgæslu og hrækt á dómara leiksins. Kalla þurfti til lögreglu og tóku við mikil fundarhöld hjá Valsmönnum með fulltrúum KSÍ, UEFA og lögreglunnar. Skipta þurfti um dómara fyrir leik kvöldsins sem fram fór á heimavelli Vllaznia og bæta við öryggisgæslu fyrir starfslið Vals sem hélt utan í vikunni. Valsmenn áttu frábæran leik í kvöld og unnu afar sannfærandi 4-0 sigur. Stöðva þurfti leikinn þegar um tvær mínútur lifðu leiks vegna hegðunar stuðningsmanna Vllaznia. Í þetta skiptið var fjölda blysa fleygt inn á keppnisvöllinn og ljóst að albanska liðið á sektir yfir höfði sér frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA. Það breytir þó litlu um úrslit leiksins. Valur vann 4-0, einvígið samanlagt 6-2, og mætir St. Mirren frá Skotlandi í næstu umferð keppninnar.
Sambandsdeild Evrópu Valur Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira