„Maður sem tjáir sig svona getur ekki farið með þetta vald“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. júlí 2024 16:07 Oddur Ástráðsson er ekki ánægður með vararíkissaksóknarann Helga Magnús. réttur/vísir/vilhelm Oddur Ástráðsson, lögmaður og einn eigenda á lögmannsstofunni Rétti, gerir alvarlegar athugasemdir við orðræðu Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara um innflytjendur. Helgi Magnús tjáði sig við Vísi eftir að dómur lá fyrir í máli Mohamad Kourani, sem fékk átta ára fangelsisdóm fyrir hin ýmsu brot, meðal annars tilraun til manndráps. Hann hafði staðið í hótunum við Helga Magnús. Helgi Magnús sagði í tilefni þess dóms að verið væri að „flytja inn í stórum stíl menn sem gefa ekki mikið fyrir okkar samfélagsgerð og sáttmála.“ „Við erum að flytja inn ósiði,“ sagði hann sömuleiðis. Ekki sé um að ræða undantekningar, heldur reglu þó að „við eigum auðvitað okkar drullusokka,“ eins og Helgi Magnús orðaði það. Oddur tekur það fram að mál Kourani sé alvarlegt og hann sé ekki að mæla því bót hvernig hann hafi hagað sér. „Það er eðlilegt að refsivörslukerfið taki á því, en mér finnst það alvarlegt að menn sem eru í æðstu trúnaðarstöðu í réttarvörslukerfinu, og hafi þar með mikil völd og háværa rödd, tjái sig með þeim hætti sem hann gerði í þessu viðtali,“ segir Oddur í samtali við Vísi. Klár hatursorðræða Ummælin séu sett fram í beinu samhengi við eitt afmarkað mál. Oddur Ástráðsson. „Þetta er rökvilla 101. Þegar þú tekur eitt einstakt tilvik af einum manni og heimfærir það sísvona upp á hóp fólks. Það liggur í samhengi hlutanna að hann er að vísa þarna til fólks af erlendum uppruna, allavega. Líklega fólks sem er annarrar trúar en flestir sem eru þáttakendur í íslensku samfélagi,“ segir Oddur sem telur að um hatursorðræðu sé að ræða. Í Facebookfærslu vísar Oddur til tilmæla ráðherraráðs Evrópuráðsins þar sem hatursorðræða er skilgreind sem „öll tjáning sem dreifir, hvetur til, stuðlar að eða réttlætir kynþáttahatur, útlendingahatur, gyðingahatur eða annars konar hatur [...] gegn minnihlutahópum og fólki af erlendum uppruna.“ „Mér finnst ég ekki vera að teygja mig neitt sérstaklega langt þegar ég held því fram að þetta sé nákvæmlega það,“ segir Oddur Ákæruvaldi sé ekki treystandi „Það er ekki íslensku samfélagi til framdráttar á nokkurn hátt, að þessi orðræða sé leiðandi í því hvernig við reynum að koma okkur saman um móttöku fólks sem hingað vill flytja.“ Varðandi stöðu Helga Magnúsar og trúverðugleika í embætti tekur Oddur dæmi: „Ef þú værir fæddur í Sýrlandi og værir á Íslandi vegna þess að þú hefðir fengið alþjóðlega vernd, og til greina kæmi að ákæra þig fyrir meint refsivert brot. Myndi þér líða eins og þú nytir sannmælis og jafnræðis þegar næsthæsti handhafi ákæruvaldsins hefur tjáð sig með þessum hætti?“ spyr Oddur og snýr dæminu við: „Eða kona frá múslimaríki sem leitar til lögreglu og kærir mann fyrir nauðgun. Getur hún treyst því að íslenskt ákæruvald fari með hennar mál eins og hún væri hvít og kristin? Mér finnst augljóst að maður sem tjáir sig svona geti ekki farið með þetta vald.“ Dómsmál Innflytjendamál Lögmennska Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Helgi Magnús tjáði sig við Vísi eftir að dómur lá fyrir í máli Mohamad Kourani, sem fékk átta ára fangelsisdóm fyrir hin ýmsu brot, meðal annars tilraun til manndráps. Hann hafði staðið í hótunum við Helga Magnús. Helgi Magnús sagði í tilefni þess dóms að verið væri að „flytja inn í stórum stíl menn sem gefa ekki mikið fyrir okkar samfélagsgerð og sáttmála.“ „Við erum að flytja inn ósiði,“ sagði hann sömuleiðis. Ekki sé um að ræða undantekningar, heldur reglu þó að „við eigum auðvitað okkar drullusokka,“ eins og Helgi Magnús orðaði það. Oddur tekur það fram að mál Kourani sé alvarlegt og hann sé ekki að mæla því bót hvernig hann hafi hagað sér. „Það er eðlilegt að refsivörslukerfið taki á því, en mér finnst það alvarlegt að menn sem eru í æðstu trúnaðarstöðu í réttarvörslukerfinu, og hafi þar með mikil völd og háværa rödd, tjái sig með þeim hætti sem hann gerði í þessu viðtali,“ segir Oddur í samtali við Vísi. Klár hatursorðræða Ummælin séu sett fram í beinu samhengi við eitt afmarkað mál. Oddur Ástráðsson. „Þetta er rökvilla 101. Þegar þú tekur eitt einstakt tilvik af einum manni og heimfærir það sísvona upp á hóp fólks. Það liggur í samhengi hlutanna að hann er að vísa þarna til fólks af erlendum uppruna, allavega. Líklega fólks sem er annarrar trúar en flestir sem eru þáttakendur í íslensku samfélagi,“ segir Oddur sem telur að um hatursorðræðu sé að ræða. Í Facebookfærslu vísar Oddur til tilmæla ráðherraráðs Evrópuráðsins þar sem hatursorðræða er skilgreind sem „öll tjáning sem dreifir, hvetur til, stuðlar að eða réttlætir kynþáttahatur, útlendingahatur, gyðingahatur eða annars konar hatur [...] gegn minnihlutahópum og fólki af erlendum uppruna.“ „Mér finnst ég ekki vera að teygja mig neitt sérstaklega langt þegar ég held því fram að þetta sé nákvæmlega það,“ segir Oddur Ákæruvaldi sé ekki treystandi „Það er ekki íslensku samfélagi til framdráttar á nokkurn hátt, að þessi orðræða sé leiðandi í því hvernig við reynum að koma okkur saman um móttöku fólks sem hingað vill flytja.“ Varðandi stöðu Helga Magnúsar og trúverðugleika í embætti tekur Oddur dæmi: „Ef þú værir fæddur í Sýrlandi og værir á Íslandi vegna þess að þú hefðir fengið alþjóðlega vernd, og til greina kæmi að ákæra þig fyrir meint refsivert brot. Myndi þér líða eins og þú nytir sannmælis og jafnræðis þegar næsthæsti handhafi ákæruvaldsins hefur tjáð sig með þessum hætti?“ spyr Oddur og snýr dæminu við: „Eða kona frá múslimaríki sem leitar til lögreglu og kærir mann fyrir nauðgun. Getur hún treyst því að íslenskt ákæruvald fari með hennar mál eins og hún væri hvít og kristin? Mér finnst augljóst að maður sem tjáir sig svona geti ekki farið með þetta vald.“
Dómsmál Innflytjendamál Lögmennska Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira