„Maður sem tjáir sig svona getur ekki farið með þetta vald“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. júlí 2024 16:07 Oddur Ástráðsson er ekki ánægður með vararíkissaksóknarann Helga Magnús. réttur/vísir/vilhelm Oddur Ástráðsson, lögmaður og einn eigenda á lögmannsstofunni Rétti, gerir alvarlegar athugasemdir við orðræðu Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara um innflytjendur. Helgi Magnús tjáði sig við Vísi eftir að dómur lá fyrir í máli Mohamad Kourani, sem fékk átta ára fangelsisdóm fyrir hin ýmsu brot, meðal annars tilraun til manndráps. Hann hafði staðið í hótunum við Helga Magnús. Helgi Magnús sagði í tilefni þess dóms að verið væri að „flytja inn í stórum stíl menn sem gefa ekki mikið fyrir okkar samfélagsgerð og sáttmála.“ „Við erum að flytja inn ósiði,“ sagði hann sömuleiðis. Ekki sé um að ræða undantekningar, heldur reglu þó að „við eigum auðvitað okkar drullusokka,“ eins og Helgi Magnús orðaði það. Oddur tekur það fram að mál Kourani sé alvarlegt og hann sé ekki að mæla því bót hvernig hann hafi hagað sér. „Það er eðlilegt að refsivörslukerfið taki á því, en mér finnst það alvarlegt að menn sem eru í æðstu trúnaðarstöðu í réttarvörslukerfinu, og hafi þar með mikil völd og háværa rödd, tjái sig með þeim hætti sem hann gerði í þessu viðtali,“ segir Oddur í samtali við Vísi. Klár hatursorðræða Ummælin séu sett fram í beinu samhengi við eitt afmarkað mál. Oddur Ástráðsson. „Þetta er rökvilla 101. Þegar þú tekur eitt einstakt tilvik af einum manni og heimfærir það sísvona upp á hóp fólks. Það liggur í samhengi hlutanna að hann er að vísa þarna til fólks af erlendum uppruna, allavega. Líklega fólks sem er annarrar trúar en flestir sem eru þáttakendur í íslensku samfélagi,“ segir Oddur sem telur að um hatursorðræðu sé að ræða. Í Facebookfærslu vísar Oddur til tilmæla ráðherraráðs Evrópuráðsins þar sem hatursorðræða er skilgreind sem „öll tjáning sem dreifir, hvetur til, stuðlar að eða réttlætir kynþáttahatur, útlendingahatur, gyðingahatur eða annars konar hatur [...] gegn minnihlutahópum og fólki af erlendum uppruna.“ „Mér finnst ég ekki vera að teygja mig neitt sérstaklega langt þegar ég held því fram að þetta sé nákvæmlega það,“ segir Oddur Ákæruvaldi sé ekki treystandi „Það er ekki íslensku samfélagi til framdráttar á nokkurn hátt, að þessi orðræða sé leiðandi í því hvernig við reynum að koma okkur saman um móttöku fólks sem hingað vill flytja.“ Varðandi stöðu Helga Magnúsar og trúverðugleika í embætti tekur Oddur dæmi: „Ef þú værir fæddur í Sýrlandi og værir á Íslandi vegna þess að þú hefðir fengið alþjóðlega vernd, og til greina kæmi að ákæra þig fyrir meint refsivert brot. Myndi þér líða eins og þú nytir sannmælis og jafnræðis þegar næsthæsti handhafi ákæruvaldsins hefur tjáð sig með þessum hætti?“ spyr Oddur og snýr dæminu við: „Eða kona frá múslimaríki sem leitar til lögreglu og kærir mann fyrir nauðgun. Getur hún treyst því að íslenskt ákæruvald fari með hennar mál eins og hún væri hvít og kristin? Mér finnst augljóst að maður sem tjáir sig svona geti ekki farið með þetta vald.“ Dómsmál Innflytjendamál Lögmennska Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Helgi Magnús tjáði sig við Vísi eftir að dómur lá fyrir í máli Mohamad Kourani, sem fékk átta ára fangelsisdóm fyrir hin ýmsu brot, meðal annars tilraun til manndráps. Hann hafði staðið í hótunum við Helga Magnús. Helgi Magnús sagði í tilefni þess dóms að verið væri að „flytja inn í stórum stíl menn sem gefa ekki mikið fyrir okkar samfélagsgerð og sáttmála.“ „Við erum að flytja inn ósiði,“ sagði hann sömuleiðis. Ekki sé um að ræða undantekningar, heldur reglu þó að „við eigum auðvitað okkar drullusokka,“ eins og Helgi Magnús orðaði það. Oddur tekur það fram að mál Kourani sé alvarlegt og hann sé ekki að mæla því bót hvernig hann hafi hagað sér. „Það er eðlilegt að refsivörslukerfið taki á því, en mér finnst það alvarlegt að menn sem eru í æðstu trúnaðarstöðu í réttarvörslukerfinu, og hafi þar með mikil völd og háværa rödd, tjái sig með þeim hætti sem hann gerði í þessu viðtali,“ segir Oddur í samtali við Vísi. Klár hatursorðræða Ummælin séu sett fram í beinu samhengi við eitt afmarkað mál. Oddur Ástráðsson. „Þetta er rökvilla 101. Þegar þú tekur eitt einstakt tilvik af einum manni og heimfærir það sísvona upp á hóp fólks. Það liggur í samhengi hlutanna að hann er að vísa þarna til fólks af erlendum uppruna, allavega. Líklega fólks sem er annarrar trúar en flestir sem eru þáttakendur í íslensku samfélagi,“ segir Oddur sem telur að um hatursorðræðu sé að ræða. Í Facebookfærslu vísar Oddur til tilmæla ráðherraráðs Evrópuráðsins þar sem hatursorðræða er skilgreind sem „öll tjáning sem dreifir, hvetur til, stuðlar að eða réttlætir kynþáttahatur, útlendingahatur, gyðingahatur eða annars konar hatur [...] gegn minnihlutahópum og fólki af erlendum uppruna.“ „Mér finnst ég ekki vera að teygja mig neitt sérstaklega langt þegar ég held því fram að þetta sé nákvæmlega það,“ segir Oddur Ákæruvaldi sé ekki treystandi „Það er ekki íslensku samfélagi til framdráttar á nokkurn hátt, að þessi orðræða sé leiðandi í því hvernig við reynum að koma okkur saman um móttöku fólks sem hingað vill flytja.“ Varðandi stöðu Helga Magnúsar og trúverðugleika í embætti tekur Oddur dæmi: „Ef þú værir fæddur í Sýrlandi og værir á Íslandi vegna þess að þú hefðir fengið alþjóðlega vernd, og til greina kæmi að ákæra þig fyrir meint refsivert brot. Myndi þér líða eins og þú nytir sannmælis og jafnræðis þegar næsthæsti handhafi ákæruvaldsins hefur tjáð sig með þessum hætti?“ spyr Oddur og snýr dæminu við: „Eða kona frá múslimaríki sem leitar til lögreglu og kærir mann fyrir nauðgun. Getur hún treyst því að íslenskt ákæruvald fari með hennar mál eins og hún væri hvít og kristin? Mér finnst augljóst að maður sem tjáir sig svona geti ekki farið með þetta vald.“
Dómsmál Innflytjendamál Lögmennska Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira