Grunaðir um kókaíninnflutning í gegnum kaffikönnu og útvarp Jón Þór Stefánsson skrifar 18. júlí 2024 10:42 Efnin fundust í kaffikönnu og útvarpi. Vísir/Getty Þrír karlmenn hafa verið ákærðir fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot vegna innflutnings á kókaíni sem var falið annars vegar í kaffikönnu og hins vegar í útvarpstæki. Ákæruliðirnir í málinu eru tveir talsins. Sá fyrri varðar kaffikönnuna sem innihélt 887 grömm af kókaíni, en styrkleiki efnanna var um sjötíu prósent. Kannan var flutt frá Frakklandi en fannst við eftirlit tollvarða þann 20. mars 2024 og í kjölfarið lagði lögreglan hald á efnin og rannsakaði þau. Pakkanum var síðan komið fyrir í pósthúsinu á Dalvegi í Kópavogi. Tveir mannanna sem voru ákærðir í málinu eru sagðir hafa tekið á móti sendingunni og farið með hana ótilgreindan stað þar sem þriðji maðurinn, sem kom á bíl, tók við henni. Þriðji maðurinn fór með sendinguna að húsi í Furugrund þar sem lögreglan handtók hann. Fram kemur að skráður móttakandi sendingarinnar sé fjórði einstaklingurinn sem er ekki ákærður í málinu. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm Seinna málið varðaði innflutning á 815 grömmum af kókaíni, með 72 til 75 prósenta styrkleika, sem var falið í útvarpstæki sem var flutt til landsins frá Sviss. Tollgæslan fann efnin sama dag og hin efnin fundust. Líkt og í hinu málinu lagði lögreglan hald á efnin og kom síðan pakkanum fyrir í pósthúsi. Einn mannanna þriggja var handtekinn á Háaleitisbraut í Reykjavík, en hann er sagður hafa verið á leið að sækja pakkann. Sendingin var skráð á nafn fimmta einstaklingsins sem er ekki ákærður í málinu. Ákæruvaldið áætlar að efnin hafi verið ætluð til söludreifingar hér á landi. Þess er krafist að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar, og þá er upptöku á rúmum 1,7 kílóum af kókaíni krafist. Fíkniefnabrot Lögreglumál Dómsmál Smygl Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira
Ákæruliðirnir í málinu eru tveir talsins. Sá fyrri varðar kaffikönnuna sem innihélt 887 grömm af kókaíni, en styrkleiki efnanna var um sjötíu prósent. Kannan var flutt frá Frakklandi en fannst við eftirlit tollvarða þann 20. mars 2024 og í kjölfarið lagði lögreglan hald á efnin og rannsakaði þau. Pakkanum var síðan komið fyrir í pósthúsinu á Dalvegi í Kópavogi. Tveir mannanna sem voru ákærðir í málinu eru sagðir hafa tekið á móti sendingunni og farið með hana ótilgreindan stað þar sem þriðji maðurinn, sem kom á bíl, tók við henni. Þriðji maðurinn fór með sendinguna að húsi í Furugrund þar sem lögreglan handtók hann. Fram kemur að skráður móttakandi sendingarinnar sé fjórði einstaklingurinn sem er ekki ákærður í málinu. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm Seinna málið varðaði innflutning á 815 grömmum af kókaíni, með 72 til 75 prósenta styrkleika, sem var falið í útvarpstæki sem var flutt til landsins frá Sviss. Tollgæslan fann efnin sama dag og hin efnin fundust. Líkt og í hinu málinu lagði lögreglan hald á efnin og kom síðan pakkanum fyrir í pósthúsi. Einn mannanna þriggja var handtekinn á Háaleitisbraut í Reykjavík, en hann er sagður hafa verið á leið að sækja pakkann. Sendingin var skráð á nafn fimmta einstaklingsins sem er ekki ákærður í málinu. Ákæruvaldið áætlar að efnin hafi verið ætluð til söludreifingar hér á landi. Þess er krafist að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar, og þá er upptöku á rúmum 1,7 kílóum af kókaíni krafist.
Fíkniefnabrot Lögreglumál Dómsmál Smygl Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira