Semur við ísraelskt lið stutt frá Gasa: „Besta tilboð sem ég hef fengið“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. júlí 2024 09:30 Sveinbjörn Pétursson verður fyrsti íslenski handboltamaðurinn til að spila í Ísrael. vísir / sigurjón Sveinbjörn Pétursson verður fyrsti íslenski handboltamaðurinn til að spila í ísraelsku úrvalsdeildinni. Mikill fjárhagslegur hvati var til staðar fyrir Sveinbjörn sem segist bera virðingu fyrir öllum skoðunum. Sveinbjörn fer til ísraelska liðsins Hapoel Ashdod frá Aue í Þýskalandi, alls lék hann með því félagi í átta ár. Frá 2012-16 og aftur undanfarin fjögur ár eftir að hafa jafnað sig af bakmeiðslum eftir bílslys og hætt við að hætta í handbolta. Nú liggur leiðin til Ísrael. „Það hefur sannarlega gengið á ýmsu. Stefnan eftir síðasta vetur var tekin norður á bóginn, eitthvað á Norðurlöndin, en svo kom eitthvað upp á borðið sem að sneri því við og stefnan er tekin á Ísrael.“ Væn launahækkun Vitað er að í ísraelskum íþróttum er nægt fjármagn til staðar. Hækkarðu mikið í launum við að fara þangað? „Já, þetta er eitt af betri, eða bara besta tilboð sem ég hef fengið. Það er auðvitað ástæðan fyrir því að maður tók þessu tilboði. Það er oftast þannig með menn sem eru í íþróttum, stór hluti af hverri ákvörðun sem maður tekur er að þetta þarf að borga sig fjárhagslega.“ Mun búa fimmtíu kílómetra frá Gasa og svarar ekki gagnrýni Ashdod er stærsta hafnarborg Ísrael, tæpum fimmtíu kílómetrum frá Gasaströndinni þar sem styrjöld geisar. „Áður en ég skrifa undir var ég búinn að vera í sambandi við stráka sem hafa spilað þarna og eru að spila þarna. Þeirra lýsingar á þeim stað sem við erum að fara að búa á eru góðar, jákvæðar og menn eru öruggir. Ég þarf ekki að vita meira en það, þá líður mér vel.“ Óhjákvæmilega hefur Sveinbjörn sætt gagnrýni fyrir ákvörðunina að flytja til og starfa innan Ísraelsríkis. „Ég er ekkert að svara því, ég ber fulla virðingu fyrir fólki sem hefur skoðanir á öllum hlutum sem það vill hafa skoðun á. Það truflar mig ekki,“ sagði Sveinbjörn að lokum. Þýski handboltinn Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Sjá meira
Sveinbjörn fer til ísraelska liðsins Hapoel Ashdod frá Aue í Þýskalandi, alls lék hann með því félagi í átta ár. Frá 2012-16 og aftur undanfarin fjögur ár eftir að hafa jafnað sig af bakmeiðslum eftir bílslys og hætt við að hætta í handbolta. Nú liggur leiðin til Ísrael. „Það hefur sannarlega gengið á ýmsu. Stefnan eftir síðasta vetur var tekin norður á bóginn, eitthvað á Norðurlöndin, en svo kom eitthvað upp á borðið sem að sneri því við og stefnan er tekin á Ísrael.“ Væn launahækkun Vitað er að í ísraelskum íþróttum er nægt fjármagn til staðar. Hækkarðu mikið í launum við að fara þangað? „Já, þetta er eitt af betri, eða bara besta tilboð sem ég hef fengið. Það er auðvitað ástæðan fyrir því að maður tók þessu tilboði. Það er oftast þannig með menn sem eru í íþróttum, stór hluti af hverri ákvörðun sem maður tekur er að þetta þarf að borga sig fjárhagslega.“ Mun búa fimmtíu kílómetra frá Gasa og svarar ekki gagnrýni Ashdod er stærsta hafnarborg Ísrael, tæpum fimmtíu kílómetrum frá Gasaströndinni þar sem styrjöld geisar. „Áður en ég skrifa undir var ég búinn að vera í sambandi við stráka sem hafa spilað þarna og eru að spila þarna. Þeirra lýsingar á þeim stað sem við erum að fara að búa á eru góðar, jákvæðar og menn eru öruggir. Ég þarf ekki að vita meira en það, þá líður mér vel.“ Óhjákvæmilega hefur Sveinbjörn sætt gagnrýni fyrir ákvörðunina að flytja til og starfa innan Ísraelsríkis. „Ég er ekkert að svara því, ég ber fulla virðingu fyrir fólki sem hefur skoðanir á öllum hlutum sem það vill hafa skoðun á. Það truflar mig ekki,“ sagði Sveinbjörn að lokum.
Þýski handboltinn Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Sjá meira
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn