Metfjöldi sérsveitarmanna á Þjóðhátíð í sumar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. júlí 2024 12:16 Sérsveitin verður fjölmenn á Þjóðhátíð í sumar. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur áhyggjur af því að ofbeldi og vopnaburður muni aukast á Þjóðhátíð í sumar þegar þúsundir ungmenna frá höfuðborgarsvæðinu og víðar streyma til eyjunnar. Hann segir lögregluna hafa gripið til ráðstafana vegna þessa og viðbúnaður á hátíðinni hafi aldrei verið meiri. Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri Vestmannaeyja, segist deila áhyggjum annarra lögregluumdæma þegar það kemur að ofbeldi meðal ungmenna og auknum vopnaburði. Hann segir lögregluna í Vestmannaeyjum hafa brugðist við þróuninni í samstarfi við ríkislögreglustjóra með því að fjölga sérsveitarmönnum sem munu sinna gæslu á Þjóðhátíð seinna í sumar. Sérsveitarmenn fjölga til muna „Við gerum okkur grein fyrir því og áttum okkur á því að þetta er að aukast, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu og þetta gæti borist hingað auðvitað í tengslum við hátíðarhöld sem hérna eru eins og til dæmis Þjóðhátíð og byrjuðum á síðasta ári að hafa aukin viðbúnað,“ sagði Karl. Sérsveitin muni auka sýnileika löggæslu á hátíðinni og aðstoða lögreglu við að gera vopn upptæk ef þau dúkka upp. Sérsveitarmenn hafa verið á Þjóðhátíð síðustu ár en þeim mun fjölga til muna á hátíðinni í sumar. „Þetta er mikil og góð sending sem við fáum frá ríkislögreglustjóra hvað þetta varðar enda deila þeir áhyggjum okkar varðandi þetta vandamál og ég held að samfélagið verði að snúast gegn þessu. Vegna þess að afleiðingarnar eru náttúrulega skelfilegar ef menn lenda í einhvers konar átökum og það er bara gripið til vopna um leið.“ Breytt áherslum til að mæta nýjum veruleika Að sögn Karls hefur ofbeldi og vopnaburður hjá ungmennum ekki aukist að sama leyti og í öðrum umdæmum og þakkar hann öflugu forvarnarstarfi fyrir það. Hann tekur þó fram að auðvitað geti sama þróun átt sér stað í Vestmannaeyjum og annars staðar. „Þá erum við með mjög öfluga samfélagslöggæslu og lögreglumenn heimsækja skóla og eru í tengslum við ungmenni hér í Vestmannaeyjum og við höfum lagt áherslu á það og breytt áherslum varðandi þennan nýja veruleika.“ Styðjast við fyrri reynslu Hann segir að fyrri reynsla lögreglunnar í Vestmannaeyjum við að sporna gegn auknum lagabrotum yfir þjóðhátíð muna koma að góðum notum. „Þegar svona mikill fjöldi fólks kemur saman eins og á Þjóðhátíð þá viljum við alls ekki að það verði uppi hér einhver slys af þess völdum og þess vegna erum við með aukin viðbúnað og viljum bara ekki sjá þetta hér. Við höfum reynslu af þessu þegar við tókum fíkniefnamálin föstum tökum fyrir einhverjum áratugum síðan hér á Þjóðhátíð að jafnvel þó að hér séu fíkniefni eins og annars staðar þá höfum við verið þekktir fyrir það að vera mjög öflugir að komast í veg fyrir það að þetta verði eitthvað stórkostlegt vandamál. Ég tel að það hafi tekist og við ætlum að gera það sama með vopnaburð. Þetta verður ekki liðið á þessari stóru hátíð.“ Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Lögreglumál Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Erlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Fleiri fréttir Segja Laugaveginn orðinn of vinsælan Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Sjá meira
Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri Vestmannaeyja, segist deila áhyggjum annarra lögregluumdæma þegar það kemur að ofbeldi meðal ungmenna og auknum vopnaburði. Hann segir lögregluna í Vestmannaeyjum hafa brugðist við þróuninni í samstarfi við ríkislögreglustjóra með því að fjölga sérsveitarmönnum sem munu sinna gæslu á Þjóðhátíð seinna í sumar. Sérsveitarmenn fjölga til muna „Við gerum okkur grein fyrir því og áttum okkur á því að þetta er að aukast, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu og þetta gæti borist hingað auðvitað í tengslum við hátíðarhöld sem hérna eru eins og til dæmis Þjóðhátíð og byrjuðum á síðasta ári að hafa aukin viðbúnað,“ sagði Karl. Sérsveitin muni auka sýnileika löggæslu á hátíðinni og aðstoða lögreglu við að gera vopn upptæk ef þau dúkka upp. Sérsveitarmenn hafa verið á Þjóðhátíð síðustu ár en þeim mun fjölga til muna á hátíðinni í sumar. „Þetta er mikil og góð sending sem við fáum frá ríkislögreglustjóra hvað þetta varðar enda deila þeir áhyggjum okkar varðandi þetta vandamál og ég held að samfélagið verði að snúast gegn þessu. Vegna þess að afleiðingarnar eru náttúrulega skelfilegar ef menn lenda í einhvers konar átökum og það er bara gripið til vopna um leið.“ Breytt áherslum til að mæta nýjum veruleika Að sögn Karls hefur ofbeldi og vopnaburður hjá ungmennum ekki aukist að sama leyti og í öðrum umdæmum og þakkar hann öflugu forvarnarstarfi fyrir það. Hann tekur þó fram að auðvitað geti sama þróun átt sér stað í Vestmannaeyjum og annars staðar. „Þá erum við með mjög öfluga samfélagslöggæslu og lögreglumenn heimsækja skóla og eru í tengslum við ungmenni hér í Vestmannaeyjum og við höfum lagt áherslu á það og breytt áherslum varðandi þennan nýja veruleika.“ Styðjast við fyrri reynslu Hann segir að fyrri reynsla lögreglunnar í Vestmannaeyjum við að sporna gegn auknum lagabrotum yfir þjóðhátíð muna koma að góðum notum. „Þegar svona mikill fjöldi fólks kemur saman eins og á Þjóðhátíð þá viljum við alls ekki að það verði uppi hér einhver slys af þess völdum og þess vegna erum við með aukin viðbúnað og viljum bara ekki sjá þetta hér. Við höfum reynslu af þessu þegar við tókum fíkniefnamálin föstum tökum fyrir einhverjum áratugum síðan hér á Þjóðhátíð að jafnvel þó að hér séu fíkniefni eins og annars staðar þá höfum við verið þekktir fyrir það að vera mjög öflugir að komast í veg fyrir það að þetta verði eitthvað stórkostlegt vandamál. Ég tel að það hafi tekist og við ætlum að gera það sama með vopnaburð. Þetta verður ekki liðið á þessari stóru hátíð.“
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Lögreglumál Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Erlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Fleiri fréttir Segja Laugaveginn orðinn of vinsælan Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Sjá meira