„Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting“ Ritstjórn skrifar 16. júlí 2024 15:09 Helgi Magnús segir marga því fegna því að Kourani sé nú bak við lás og slá. En maðurinn sé algjörlega stjórnlaus. vísir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir marga fegna því að sjá Mohamad Kourani bak við lás og slá. En þó hann sé ýkt dæmi erum við að flytja inn í stórum stíl menn sem gefa ekki mikið fyrir okkar samfélagsgerð og sáttmála. „Jahhh, þetta er nú kannski ágætt,“ segir Helgi Magnús um þungan dóm sem féll í vikunni yfir Mohamad Kourani. Helgi Magnús segir manninn náttúrlega hafa verið í gæsluvarðhaldi og það sé léttir að hann skuli vera á bak við rimla. Maðurinn gersamlega stjórnlaus Lögmaður Kourani hefur lýst því yfir að þeir muni áfrýja átta ára fangelsisdómi sem hann hlaut í gær fyrir stórfellda líkamsárás og brot gegn valdstjórninni. Þeim finnst þetta þungur dómur. Óhug hefur slegið á þjóðina vegna athæfis Mohamad Kourani og margir eru því fegnir að sjá manninn bak við lás og slá. Fáir þó kannski eins og Helgi Magnús sem í fjölmörg ár hefur mátt sæta hótunum frá Kourani. Hann hafði hótað að drepa Helga og fjölskyldu hans í þrjú ár. „Það á eftir að koma í ljós hvað Landsrétti finnst um það. Ágæt kona sem hefur verið að vinna hjá Frumherja, hún hefur verið að vinna ökuskírteini, hún hefur verið að fá hótanir fram á þennan dag. Þær hafa borist úr síma úr fangelsinu,“ segir Helgi Magnús í samtali við Vísi. Og Helgi Magnús telur að maðurnn sem rekur þennan markað í Valsheimilinu sé feginn. „Þetta er auðvitað klikkun, maðurinn er algjörlega stjórnlaus og þetta er með ólíkindum. Það er ekki huggulegt að eiga það yfir höfði sér að hann banki uppá hjá börnunum manns. það gefur augaleið.“ Við erum að flytja þetta inn í stórum stíl Helgi Magnús segir Kourani ýkt dæmi en við séum í stórum stíl að flytja inn kúltur sem er í mörgu frábrugðinn því sem við þekkjum. „Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting. Ekki er alls staðar sú sama afstaða til laga og réttar og hjá okkur. En við verðum að sætta okkur við það,“ segir Helgi Magnús. Mohamad Kourani í Héraðsdómi Reykjaness. Helgi Magnús segir Kourani vissulega ýkt dæmi en hann sé ekki einstakur. Hingað til lands streymir fólk sem gefur lítið fyrir lög okkar og reglu, gildi og samfélagssáttmála.vísir Og þar er hann að tala um allskyns háttsemi sem löngum hefur verið talin óásættanleg í okkar samfélagi. „Sjáðu þessa leigubílstjóra, þetta er ekkert voðalega spennandi. Og ekki hægt að afgreiða þetta sem einhverjar undantekningar, þetta er regla; háttsemi sem blasir við okkur frá degi til dags. Við erum að flytja inn ósiði. Við eigum auðvitað okkar drullusokka og þarna innan um er fullt af góðu fólki líka,“ segir Helgi. En bætir því við að það blasi við að menning sumra þessara samfélaga stangist illilega á við okkar gildi og samfélagssáttmála. Mál Mohamad Kourani Dómsmál Lögreglumál Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
„Jahhh, þetta er nú kannski ágætt,“ segir Helgi Magnús um þungan dóm sem féll í vikunni yfir Mohamad Kourani. Helgi Magnús segir manninn náttúrlega hafa verið í gæsluvarðhaldi og það sé léttir að hann skuli vera á bak við rimla. Maðurinn gersamlega stjórnlaus Lögmaður Kourani hefur lýst því yfir að þeir muni áfrýja átta ára fangelsisdómi sem hann hlaut í gær fyrir stórfellda líkamsárás og brot gegn valdstjórninni. Þeim finnst þetta þungur dómur. Óhug hefur slegið á þjóðina vegna athæfis Mohamad Kourani og margir eru því fegnir að sjá manninn bak við lás og slá. Fáir þó kannski eins og Helgi Magnús sem í fjölmörg ár hefur mátt sæta hótunum frá Kourani. Hann hafði hótað að drepa Helga og fjölskyldu hans í þrjú ár. „Það á eftir að koma í ljós hvað Landsrétti finnst um það. Ágæt kona sem hefur verið að vinna hjá Frumherja, hún hefur verið að vinna ökuskírteini, hún hefur verið að fá hótanir fram á þennan dag. Þær hafa borist úr síma úr fangelsinu,“ segir Helgi Magnús í samtali við Vísi. Og Helgi Magnús telur að maðurnn sem rekur þennan markað í Valsheimilinu sé feginn. „Þetta er auðvitað klikkun, maðurinn er algjörlega stjórnlaus og þetta er með ólíkindum. Það er ekki huggulegt að eiga það yfir höfði sér að hann banki uppá hjá börnunum manns. það gefur augaleið.“ Við erum að flytja þetta inn í stórum stíl Helgi Magnús segir Kourani ýkt dæmi en við séum í stórum stíl að flytja inn kúltur sem er í mörgu frábrugðinn því sem við þekkjum. „Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting. Ekki er alls staðar sú sama afstaða til laga og réttar og hjá okkur. En við verðum að sætta okkur við það,“ segir Helgi Magnús. Mohamad Kourani í Héraðsdómi Reykjaness. Helgi Magnús segir Kourani vissulega ýkt dæmi en hann sé ekki einstakur. Hingað til lands streymir fólk sem gefur lítið fyrir lög okkar og reglu, gildi og samfélagssáttmála.vísir Og þar er hann að tala um allskyns háttsemi sem löngum hefur verið talin óásættanleg í okkar samfélagi. „Sjáðu þessa leigubílstjóra, þetta er ekkert voðalega spennandi. Og ekki hægt að afgreiða þetta sem einhverjar undantekningar, þetta er regla; háttsemi sem blasir við okkur frá degi til dags. Við erum að flytja inn ósiði. Við eigum auðvitað okkar drullusokka og þarna innan um er fullt af góðu fólki líka,“ segir Helgi. En bætir því við að það blasi við að menning sumra þessara samfélaga stangist illilega á við okkar gildi og samfélagssáttmála.
Mál Mohamad Kourani Dómsmál Lögreglumál Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira