Höfnin muni loka á útsýnið og valda hljóðmengun Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. júlí 2024 21:02 Björg Helga Geirsdóttir, íbúi í Hvaleyrarholti. Vísir/Einar Íbúi í Hvaleyrarholti fordæmir áform Hafnarfjarðarbæjar og Carbfix um að reisa stærðarinnar höfn í Straumsvík. Hún segir þetta vera eins og að fá höfn í bakgarðinn og segir viðbrögð bæjarstjórnar gera lítið úr bæjarbúum. Björg Helga Geirsdóttir býr um tveimur kílómetrum frá álverinu í Straumsvík og um kílómetra frá einum af tíu fyrirhuguðum borteigum Carbfix á svæðinu. Stækkun hafnarinnar, sem er skilyrði fyrir starfsemi Carbfix, muni hafa talsverð áhrif á ásýnd svæðisins og útsýni Bjargar. „Við erum að tala um fimmtán metra tanka, 75 metra, þetta teygir sig lengst út í víkina og þetta er bara ekkert í lagi. Ég hef áhyggjur af fasteignaverði, ég hef áhyggjur af því að losna ekki við húsið mitt því ég bý við hliðina á stóriðju.“ Eins og greint hefur verið frá hyggst Coda Terminal, dótturfyrirtæki Carbfix, reisa tíu borteiga steinsnar frá íbúabyggð á Völlunum í Hafnarfirði til að dæla koldíoxíð ofan í berggrunninn. Stór tankskip munu flytja koldíoxíð til landsins. Talsvert neikvæð áhrif á ásýnd og landslag Stækkun hafnarinnar er umtalsverð eins og sjá má í myndskeiðinu hér að ofan. Kostnaður stækkunarinnar mun nema um níu til fimmtán milljörðum en fjármögnun verkefnisins liggur ekki fyrir. Í umhverfismatsskýrslu sem Hafnarfjörður fékk VSÓ ráðgjöf til að gera kemur fram að framkvæmdin muni hafa talsvert neikvæð áhrif á ásýnd og landslag, óveruleg til talsvert neikvæð áhrif á útivist og ferðaþjónustu og óverulega neikvæð áhrif á hljóðvist og loftgæði. Björg dregur það síðastnefnda í efa og segir hljóðmengun nú þegar töluverða. „Ég get ekki ímyndað mér hvernig þetta verður þegar við erum komin með risastóra höfn sem er að taka fjögur skip á viku og stærstu skipin eru 30 þúsund tonn.“ Segir orðræðuna gera lítið úr íbúum Hún fordæmir vinnubrögð bæjarstjórnar og Carbfix og kallar eftir að fallið verði frá áformunum eða ráðist í íbúakosningu. Hún segir viðbrögð bæjarstjórnar gera lítið úr bæjarbúum. „Það einkenndist fyrst af einhverju tali um að við þyrftum að kynna okkur betur Carbfix verkefnið, að við værum ekki með nótunum, við þyrftum bara að lesa þetta aftur. Við værum einhver lítil hrædd lauf sem einhvern veginn þyrfti bara að tala og sussa og tala blíðlega til.“ Hafnarfjörður Loftslagsmál Hafnarmál Skipulag Umhverfismál Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira
Björg Helga Geirsdóttir býr um tveimur kílómetrum frá álverinu í Straumsvík og um kílómetra frá einum af tíu fyrirhuguðum borteigum Carbfix á svæðinu. Stækkun hafnarinnar, sem er skilyrði fyrir starfsemi Carbfix, muni hafa talsverð áhrif á ásýnd svæðisins og útsýni Bjargar. „Við erum að tala um fimmtán metra tanka, 75 metra, þetta teygir sig lengst út í víkina og þetta er bara ekkert í lagi. Ég hef áhyggjur af fasteignaverði, ég hef áhyggjur af því að losna ekki við húsið mitt því ég bý við hliðina á stóriðju.“ Eins og greint hefur verið frá hyggst Coda Terminal, dótturfyrirtæki Carbfix, reisa tíu borteiga steinsnar frá íbúabyggð á Völlunum í Hafnarfirði til að dæla koldíoxíð ofan í berggrunninn. Stór tankskip munu flytja koldíoxíð til landsins. Talsvert neikvæð áhrif á ásýnd og landslag Stækkun hafnarinnar er umtalsverð eins og sjá má í myndskeiðinu hér að ofan. Kostnaður stækkunarinnar mun nema um níu til fimmtán milljörðum en fjármögnun verkefnisins liggur ekki fyrir. Í umhverfismatsskýrslu sem Hafnarfjörður fékk VSÓ ráðgjöf til að gera kemur fram að framkvæmdin muni hafa talsvert neikvæð áhrif á ásýnd og landslag, óveruleg til talsvert neikvæð áhrif á útivist og ferðaþjónustu og óverulega neikvæð áhrif á hljóðvist og loftgæði. Björg dregur það síðastnefnda í efa og segir hljóðmengun nú þegar töluverða. „Ég get ekki ímyndað mér hvernig þetta verður þegar við erum komin með risastóra höfn sem er að taka fjögur skip á viku og stærstu skipin eru 30 þúsund tonn.“ Segir orðræðuna gera lítið úr íbúum Hún fordæmir vinnubrögð bæjarstjórnar og Carbfix og kallar eftir að fallið verði frá áformunum eða ráðist í íbúakosningu. Hún segir viðbrögð bæjarstjórnar gera lítið úr bæjarbúum. „Það einkenndist fyrst af einhverju tali um að við þyrftum að kynna okkur betur Carbfix verkefnið, að við værum ekki með nótunum, við þyrftum bara að lesa þetta aftur. Við værum einhver lítil hrædd lauf sem einhvern veginn þyrfti bara að tala og sussa og tala blíðlega til.“
Hafnarfjörður Loftslagsmál Hafnarmál Skipulag Umhverfismál Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira