Geta ekki sagt hvort Óskari hafi verið boðið starfið eða ekki Jón Þór Stefánsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 12. júlí 2024 15:08 Óskar Steinn er allt annað en sáttur við framvindu mála hjá Hafnarfjarðarbæ, og segir bæinn ekki geta afturkallað ráðningu hans án nokkurra eftirmála. Hafnarfjarðarbær segist ekki geta tjáð sig um mál einstaka starfsmanna, og því ekki geta staðfest eða hafnað því að Óskari Steini Ómarssyni hafi verið boðið starf deildarstjóra í grunnskóla í bænum. Sjálfur segir Óskar að svo hafi verið, en ráðningin dregið til baka. Hann telur að pólitísk afskipti hafi spilað inn í. Í svari við fyrirspurn fréttastofu, um hvort pólitísk afskipti hafi haft áhrif á ráðningu Óskars, segir Hafnafjarðarbær að áhersla bæjarins sé að fylgja vönduðum stjórnsýsluháttum. „Markmiðið er ávallt að standa faglega að auglýsingum, ráðningum og mannauðsmálum innan sveitarfélagsins og á því er engin undantekning gerð. Áhersla er lögð á að ráða hæfasta fólkið hverju sinni og vönduðum stjórnsýsluháttum fylgt við allar ráðningar.“ „Það var búið að ráða mig“ Óskar sagði í samtali við fréttastofu í gær að hann hafi sótt um stöðu deildarstjóra tómstundamiðstöðvar Hraunvallaskóla. Hann hafi fengið starfið og verið tilkynnt að ráðningarsamningur myndi berast rafrænt innan tíðar. Skömmu síðar hafi Óskar tjáð sig opinberlega um óskylt mál, ákvörðun meirihlutans í Hafnarfirði að loka Hamrinum, ungmennahús fyrir fólk á aldrinum 16 til 25 ára. Hann gagnrýndi ákvörðunina. Daginn eftir að hann lét þessa skoðun sína í ljós var honum tilkynnt af stjórnendum Hraunvallaskóla að í ljós hefði komið að hann stæðist ekki menntunarkröfur til starfsins, og því þyrfti að falla frá ráðningu hans og auglýsa starfið upp á nýtt. „Það var búið að ráða mig. Öll gögn um mig voru komin inn í kerfið hjá bænum, að ég sé að taka við sem deildarstjóri tómstundarmiðstöðvar,“ sagði Óskar, sem benti á meginregluna um að munnlegir samningar séu jafngildir skriflegum. Líkt og áður segir vill hann meina að um pólitíska ákvörðun hafi verið að ræða, vegna skrifa sinna um Hamarinn. Honum var tjáð að ákvörðunin hafi verið tekin vegna þess að hann stæðist ekki menntunarkröfur. „Það blasir við fyrir mér. Ég sé ekki að sú skýring sem þau gefa geti staðist. Það eru starfandi í dag deildarstjórar í tómstundarmiðstöðvum, nákvæmlega sömu stöðu, sem eru með menntun í allt öðru en tómsundar- eða menntunarfræði.“ Fordæmi fyrir undantekningum Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Hafnarfjarðarbær að það sé rétt hjá Óskari að í skólakerfinu í bænum starfi fólk sem hafi ekki nákvæmlega þá menntun sem krafist er í auglýsingu. „Viðmiðið er alltaf viðeigandi menntun en fordæmi eru fyrir undantekningum þannig að hægt sé að manna lausar stöður. Stífari kröfur ríkja þegar um stjórnendastöður er að ræða og alltaf leitast við að ráða aðila sem uppfyllir hæfniskröfurnar. Stundum þarf að falla frá ráðningu og auglýsa aftur ef ekki sækir um aðili sem uppfylli hæfniskröfur.“ Hafnarfjörður Skóla- og menntamál Grunnskólar Vinnumarkaður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Í svari við fyrirspurn fréttastofu, um hvort pólitísk afskipti hafi haft áhrif á ráðningu Óskars, segir Hafnafjarðarbær að áhersla bæjarins sé að fylgja vönduðum stjórnsýsluháttum. „Markmiðið er ávallt að standa faglega að auglýsingum, ráðningum og mannauðsmálum innan sveitarfélagsins og á því er engin undantekning gerð. Áhersla er lögð á að ráða hæfasta fólkið hverju sinni og vönduðum stjórnsýsluháttum fylgt við allar ráðningar.“ „Það var búið að ráða mig“ Óskar sagði í samtali við fréttastofu í gær að hann hafi sótt um stöðu deildarstjóra tómstundamiðstöðvar Hraunvallaskóla. Hann hafi fengið starfið og verið tilkynnt að ráðningarsamningur myndi berast rafrænt innan tíðar. Skömmu síðar hafi Óskar tjáð sig opinberlega um óskylt mál, ákvörðun meirihlutans í Hafnarfirði að loka Hamrinum, ungmennahús fyrir fólk á aldrinum 16 til 25 ára. Hann gagnrýndi ákvörðunina. Daginn eftir að hann lét þessa skoðun sína í ljós var honum tilkynnt af stjórnendum Hraunvallaskóla að í ljós hefði komið að hann stæðist ekki menntunarkröfur til starfsins, og því þyrfti að falla frá ráðningu hans og auglýsa starfið upp á nýtt. „Það var búið að ráða mig. Öll gögn um mig voru komin inn í kerfið hjá bænum, að ég sé að taka við sem deildarstjóri tómstundarmiðstöðvar,“ sagði Óskar, sem benti á meginregluna um að munnlegir samningar séu jafngildir skriflegum. Líkt og áður segir vill hann meina að um pólitíska ákvörðun hafi verið að ræða, vegna skrifa sinna um Hamarinn. Honum var tjáð að ákvörðunin hafi verið tekin vegna þess að hann stæðist ekki menntunarkröfur. „Það blasir við fyrir mér. Ég sé ekki að sú skýring sem þau gefa geti staðist. Það eru starfandi í dag deildarstjórar í tómstundarmiðstöðvum, nákvæmlega sömu stöðu, sem eru með menntun í allt öðru en tómsundar- eða menntunarfræði.“ Fordæmi fyrir undantekningum Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Hafnarfjarðarbær að það sé rétt hjá Óskari að í skólakerfinu í bænum starfi fólk sem hafi ekki nákvæmlega þá menntun sem krafist er í auglýsingu. „Viðmiðið er alltaf viðeigandi menntun en fordæmi eru fyrir undantekningum þannig að hægt sé að manna lausar stöður. Stífari kröfur ríkja þegar um stjórnendastöður er að ræða og alltaf leitast við að ráða aðila sem uppfyllir hæfniskröfurnar. Stundum þarf að falla frá ráðningu og auglýsa aftur ef ekki sækir um aðili sem uppfylli hæfniskröfur.“
Hafnarfjörður Skóla- og menntamál Grunnskólar Vinnumarkaður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira