Viðar „Enski“ Skjóldal látinn Jakob Bjarnar skrifar 12. júlí 2024 10:41 Viðar „Enski“ Skjóldal andaðist í svefni að heimili sínu á Spáni. Hann var einstakur maður og eftirminnilegur. vísir/vilhelm Viðar Skjóldal, sem lengi var ein helsta Snapchat-stjarna landsins og betur þekktur undir nafninu „Enski“, andaðist á Spáni hvar hann hafði verið búsettur ásamt eiginkonu sinni og þremur börnum undanfarið. Viðar skildi við á sunnudaginn en hann var aðeins 39 ára gamall. Hann ólst upp á Akureyri, og talaði ávallt um sig sem slíkan en sautján ára gamall flutti hann suður ásamt fjölskyldu sinni og hefur dvalið þar mestan partinn. Fljótlega eftir að Snapchat kom til sögunnar fór Viðar þar inn og varð fljótlega feykilega vinsæll og þekktur fyrir að liggja hvergi á skoðunum sínum. Þúsundir manna fylgdu honum þar sem hann talaði umbúðalaust um eitt og annað sem á daga hans dreif auk þess sem hann talaði um enska fótboltann. Hann hefur greint frá því að honum þótti skorta tal um fótbolta á samfélagsmiðlum og hann hitti beint í mark. Síðan hafa sprottið upp heilu hlaðvarpsþættirnir sem hafa þetta sérstaklega að viðfangsefni. Þannig má kalla Viðar frumkvöðul. Snapchat-reikning sinn kallaði Viðar „Enskiboltinn“ og var hann var meðal annars þekktur fyrir dálæti sitt á Liverpool. Hann lýsti því í einu af fjölmörgum útvarpsviðtölum, en hann var einn vinsælasti viðmælandi útvarpsþáttarins Brennslubræður á FM957 og var þar tíður gestur, að hann vildi gjarnan taka nafnið „Enski“ upp. „Mamma mín kallar mig kannski ekki Enski en allir aðrir gera það,“ sagði Viðar í samtali við þá félaga sína Kjartan Atla Kjartansson og Hjörvar Hafliðason. Þá vakti viðtal sem Viðar fór í við þá Frosta Logason og Mána Pétursson í Harmageddon á X-inu í janúar 2021 mikla athygli en þar talaði hann út um erfitt ár 2020, sem átti að verða svo frábært; hann giftur með þrjú börn og konu og Liverpool meistari, en þá var líka upptalið það sem gladdi Viðar það árið. Hann lýsti opinskátt geðrænum vanda sínum svo sem baráttu við ofsakvíða og átökum við Bakkus. Viðar var einstaklega opinn og einlægur maður, hann sagði það sem honum fannst og mættu fleiri taka hann sér til fyrirmyndar í þeim efnum. Viðar Gunnarsson faðir Enska segir hann hafa verið einstakan dreng, gjafmildur og sérstakur, sem nú er horfinn á braut og hans verður sárt saknað. Hann dó í svefni aðfararnótt sunnudagsins, vaknaði ekki þá um morguninn og þótti konu hans það skrítið því hann var yfirleitt alltaf fyrstur á fætur. „Þetta var virkilega góður drengur. Hann átti eina dóttur, 15 ára, fyrir. Og svo átti Helga Kristín kona hans þrjú börn sem hann gekk í föðurstað,“ segir Viðar. Hann segir son sinn einstakan og að þetta sé mikill skellur. Andlát Samfélagsmiðlar Íslendingar erlendis Enski boltinn Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Viðar skildi við á sunnudaginn en hann var aðeins 39 ára gamall. Hann ólst upp á Akureyri, og talaði ávallt um sig sem slíkan en sautján ára gamall flutti hann suður ásamt fjölskyldu sinni og hefur dvalið þar mestan partinn. Fljótlega eftir að Snapchat kom til sögunnar fór Viðar þar inn og varð fljótlega feykilega vinsæll og þekktur fyrir að liggja hvergi á skoðunum sínum. Þúsundir manna fylgdu honum þar sem hann talaði umbúðalaust um eitt og annað sem á daga hans dreif auk þess sem hann talaði um enska fótboltann. Hann hefur greint frá því að honum þótti skorta tal um fótbolta á samfélagsmiðlum og hann hitti beint í mark. Síðan hafa sprottið upp heilu hlaðvarpsþættirnir sem hafa þetta sérstaklega að viðfangsefni. Þannig má kalla Viðar frumkvöðul. Snapchat-reikning sinn kallaði Viðar „Enskiboltinn“ og var hann var meðal annars þekktur fyrir dálæti sitt á Liverpool. Hann lýsti því í einu af fjölmörgum útvarpsviðtölum, en hann var einn vinsælasti viðmælandi útvarpsþáttarins Brennslubræður á FM957 og var þar tíður gestur, að hann vildi gjarnan taka nafnið „Enski“ upp. „Mamma mín kallar mig kannski ekki Enski en allir aðrir gera það,“ sagði Viðar í samtali við þá félaga sína Kjartan Atla Kjartansson og Hjörvar Hafliðason. Þá vakti viðtal sem Viðar fór í við þá Frosta Logason og Mána Pétursson í Harmageddon á X-inu í janúar 2021 mikla athygli en þar talaði hann út um erfitt ár 2020, sem átti að verða svo frábært; hann giftur með þrjú börn og konu og Liverpool meistari, en þá var líka upptalið það sem gladdi Viðar það árið. Hann lýsti opinskátt geðrænum vanda sínum svo sem baráttu við ofsakvíða og átökum við Bakkus. Viðar var einstaklega opinn og einlægur maður, hann sagði það sem honum fannst og mættu fleiri taka hann sér til fyrirmyndar í þeim efnum. Viðar Gunnarsson faðir Enska segir hann hafa verið einstakan dreng, gjafmildur og sérstakur, sem nú er horfinn á braut og hans verður sárt saknað. Hann dó í svefni aðfararnótt sunnudagsins, vaknaði ekki þá um morguninn og þótti konu hans það skrítið því hann var yfirleitt alltaf fyrstur á fætur. „Þetta var virkilega góður drengur. Hann átti eina dóttur, 15 ára, fyrir. Og svo átti Helga Kristín kona hans þrjú börn sem hann gekk í föðurstað,“ segir Viðar. Hann segir son sinn einstakan og að þetta sé mikill skellur.
Andlát Samfélagsmiðlar Íslendingar erlendis Enski boltinn Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira