Vísaði til Selenskís sem Pútíns og varaforsetans sem Trumps Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. júlí 2024 00:10 Áköll um að Biden stigi til hliðar í komandi forsetakosningum hafa magnast. EPA/Jim Lo Scalzo Ymjan fór um salinn þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti fór mannavillt í annað skiptið í kvöld og kallaði Donald Trump varaforseta sinn. Hann hafði fyrr um kvöldið kynnt Volodímír Selenskí Úkraínuforseta upp í ræðustól sem „Pútín forseta.“ Á blaðamannafundi var Biden spurður um hæfni Kamölu Harris varaforseta og möguleika hennar til að sigra Donald Trump í kosningum tæki hún við framboðinu. „Ég hefði ekki valið Trump varaforseta hefði ég ekki haldið að hún væri hæf til að gegna embætti forseta,“ svaraði Biden þá. Joe Biden mistakenly calls Kamala Harris “Vice President Trump.” pic.twitter.com/VVSuMfCQRH— Pop Base (@PopBase) July 11, 2024 Fyrr í kvöld kynnti Biden eins og fram kom Volodómír Selenskí Úkraínuforseta sem „Pútín forseta“ upp í ræðustól. Hann leiðrétti sig um hæl eftir að blaðamenn bentu honum á mismæli hans en í tilfelli Trump varaforseta var honum ekki bent á það og hann leiðrétti sig því ekki. Nokkur eftirvænting hefur ríkt fyrir þessum blaðamannafundi þar sem spurningum um hæfi hans og heilsu rignir yfir Biden. Hart hefur verið sótt að Biden og áköll um að hann stigi til hliðar og að Demókratar finni nýjan frambjóðanda til forseta hafa magnast undanfarna daga. Biden just introduced President Zelenskyy as "President Putin," but immediately caught himself"I'm better," Zelenskyy joked in response pic.twitter.com/8MgZHj2cf1— Aaron Rupar (@atrupar) July 11, 2024 Mótframbjóðandi hans, Donald Trump, var fljótur að bregðast við neyðarlegu mismælum Biden. Hann birti færslu á samfélagsmiðilinn sinn Truth Social með myndbandi af atvikinu og hæðist að Biden. „Vel gert, Joe!“ skrifar Trump. Þegar fundinum lauk kepptust blaðamenn við að ná athygli forsetans og beina að honum spurningum sínum. Einn blaðamaður spurði Biden út í seinni mismæli kvöldsins, þegar hann vísaði til Kamölu Harris varaforseta sem Trump varaforseta. Hann benti á að Trump væri þegar farinn að hæðast að atvikinu á samfélagsmiðlum. „Hlustaðu á hann,“ svaraði Biden þá og gekk svo út úr salnum. Joe Biden NATO Bandaríkin Vladimír Pútín Tengdar fréttir Biden lýsti aðdáun á Íslandi og hrósar framlagi á alþjóðavettvangi Framlag Íslands til Atlantshafsbandalagsins er til fyrirmyndar og umfram væntingar að sögn forseta Bandaríkjanna. Þetta sagði Joe Biden í samtali við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra á leiðtogafundi NATO sem nú stendur yfir í Washington. Síðasti dagur 75 ára afmælis- og leiðtogafundar NATO er í dag en eftirvænting ríkir fyrir blaðamannafundi sem Biden hefur boðað síðar í kvöld. 11. júlí 2024 20:02 Vaxandi efasemdir um ágæti Bidens Stórleikarinn George Clooney, sem jafnframt hefur verið einn af styrktaraðilum forsetaframboðs Joe Biden, segist hættur að styðja framboð Biden og honum finnist að Biden ætti að hætta við að fara fram. Þá hefur Nancy Pelosi, fyrrverandi þingforseti fulltrúadeildar Bandaríkjanna, verið loðin í svörum um hvort hún vilji enn sjá hann fara fram. 10. júlí 2024 22:06 Biden kynnti Selenskí sem „Pútín forseta“ Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti Volodímír Selenskí Úkraínuforseta sem „Pútín forseta“ við athöfn á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í kvöld. 11. júlí 2024 22:12 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Sjá meira
Á blaðamannafundi var Biden spurður um hæfni Kamölu Harris varaforseta og möguleika hennar til að sigra Donald Trump í kosningum tæki hún við framboðinu. „Ég hefði ekki valið Trump varaforseta hefði ég ekki haldið að hún væri hæf til að gegna embætti forseta,“ svaraði Biden þá. Joe Biden mistakenly calls Kamala Harris “Vice President Trump.” pic.twitter.com/VVSuMfCQRH— Pop Base (@PopBase) July 11, 2024 Fyrr í kvöld kynnti Biden eins og fram kom Volodómír Selenskí Úkraínuforseta sem „Pútín forseta“ upp í ræðustól. Hann leiðrétti sig um hæl eftir að blaðamenn bentu honum á mismæli hans en í tilfelli Trump varaforseta var honum ekki bent á það og hann leiðrétti sig því ekki. Nokkur eftirvænting hefur ríkt fyrir þessum blaðamannafundi þar sem spurningum um hæfi hans og heilsu rignir yfir Biden. Hart hefur verið sótt að Biden og áköll um að hann stigi til hliðar og að Demókratar finni nýjan frambjóðanda til forseta hafa magnast undanfarna daga. Biden just introduced President Zelenskyy as "President Putin," but immediately caught himself"I'm better," Zelenskyy joked in response pic.twitter.com/8MgZHj2cf1— Aaron Rupar (@atrupar) July 11, 2024 Mótframbjóðandi hans, Donald Trump, var fljótur að bregðast við neyðarlegu mismælum Biden. Hann birti færslu á samfélagsmiðilinn sinn Truth Social með myndbandi af atvikinu og hæðist að Biden. „Vel gert, Joe!“ skrifar Trump. Þegar fundinum lauk kepptust blaðamenn við að ná athygli forsetans og beina að honum spurningum sínum. Einn blaðamaður spurði Biden út í seinni mismæli kvöldsins, þegar hann vísaði til Kamölu Harris varaforseta sem Trump varaforseta. Hann benti á að Trump væri þegar farinn að hæðast að atvikinu á samfélagsmiðlum. „Hlustaðu á hann,“ svaraði Biden þá og gekk svo út úr salnum.
Joe Biden NATO Bandaríkin Vladimír Pútín Tengdar fréttir Biden lýsti aðdáun á Íslandi og hrósar framlagi á alþjóðavettvangi Framlag Íslands til Atlantshafsbandalagsins er til fyrirmyndar og umfram væntingar að sögn forseta Bandaríkjanna. Þetta sagði Joe Biden í samtali við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra á leiðtogafundi NATO sem nú stendur yfir í Washington. Síðasti dagur 75 ára afmælis- og leiðtogafundar NATO er í dag en eftirvænting ríkir fyrir blaðamannafundi sem Biden hefur boðað síðar í kvöld. 11. júlí 2024 20:02 Vaxandi efasemdir um ágæti Bidens Stórleikarinn George Clooney, sem jafnframt hefur verið einn af styrktaraðilum forsetaframboðs Joe Biden, segist hættur að styðja framboð Biden og honum finnist að Biden ætti að hætta við að fara fram. Þá hefur Nancy Pelosi, fyrrverandi þingforseti fulltrúadeildar Bandaríkjanna, verið loðin í svörum um hvort hún vilji enn sjá hann fara fram. 10. júlí 2024 22:06 Biden kynnti Selenskí sem „Pútín forseta“ Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti Volodímír Selenskí Úkraínuforseta sem „Pútín forseta“ við athöfn á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í kvöld. 11. júlí 2024 22:12 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Sjá meira
Biden lýsti aðdáun á Íslandi og hrósar framlagi á alþjóðavettvangi Framlag Íslands til Atlantshafsbandalagsins er til fyrirmyndar og umfram væntingar að sögn forseta Bandaríkjanna. Þetta sagði Joe Biden í samtali við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra á leiðtogafundi NATO sem nú stendur yfir í Washington. Síðasti dagur 75 ára afmælis- og leiðtogafundar NATO er í dag en eftirvænting ríkir fyrir blaðamannafundi sem Biden hefur boðað síðar í kvöld. 11. júlí 2024 20:02
Vaxandi efasemdir um ágæti Bidens Stórleikarinn George Clooney, sem jafnframt hefur verið einn af styrktaraðilum forsetaframboðs Joe Biden, segist hættur að styðja framboð Biden og honum finnist að Biden ætti að hætta við að fara fram. Þá hefur Nancy Pelosi, fyrrverandi þingforseti fulltrúadeildar Bandaríkjanna, verið loðin í svörum um hvort hún vilji enn sjá hann fara fram. 10. júlí 2024 22:06
Biden kynnti Selenskí sem „Pútín forseta“ Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti Volodímír Selenskí Úkraínuforseta sem „Pútín forseta“ við athöfn á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í kvöld. 11. júlí 2024 22:12