Stjórnsýslufræðingur segir Þórarinn Inga brotlegan við siðareglur Jakob Bjarnar skrifar 11. júlí 2024 16:30 Haukur segir Þórarinn Inga augljóslega hafa brotið siðareglur Alþingis en svo sé spurning hvort slík brot hafi einhverjar afleiðingar? vísir/vilhelm/aðsend Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur blasa við að Þórarinn Ingi Pétursson Framsóknarflokki, hafi brotið siðareglur þingsins, þá er hann mælti fyrir breytingu á búvörulögum. Haukur fer yfir málið á Facebook-síðu sinni. Hann segir breytinguna líklega til að hafa áhrif á skattskýrslu Þórarins Inga og líklega til að auka eignarhlut hans í Kjarnafæði Norðlenska hf. Þetta mun hafa legið ljóst fyrir þegar búvörulögin voru samþykkt, það er að Þórarinn Ingi hafi sinnt hagsmunaskráningu sinni. „Komið hefur fram – og er haft eftir fjármálaráðherra – að nóg sé að upplýsa um hagsmuni sína varðandi þingmál, þeir kalli ekki á nokkrar aðgerðir. Það er rangt,“ segir Haukur og nefnir til stuðnings því áliti sínu Hæfisreglur stjórnsýslulaga eftir Pál Hreinsson, sem kallar þetta „að hafa siðferðilegra hagsmuna að gæta“ (bls. 551). Augljóst brot gegn siðareglum Að sögn Hauks hafa almennar hæfisreglur ekki borist til Alþingis þannig að ekki virðir þingið þær í störfum sínum. „Alþingi hefur eina „hæfisreglu“ sem er í 78. gr. þingskaparlaga og bannar þingmönnum að „greiða atkvæði með fjárveitingu til sjálfs sín.“ Þeir mega sem sagt taka þátt í meðferð málsins, takmörkunin er aðeins varðandi atkvæðagreiðsluna.“ Haukur segir ljóst að Þórarinn Ingi brjóti þá hæfisreglu augljóslega ekki. Og því verði ekki séð að hann fremji lögbrot með þátttöku sinni í meðferð búvörulaganna eða við atkvæðagreiðsluna. En hitt er að Alþingi hefur sett sér siðareglur. „Þær brýtur formaðurinn hins vegar augljóslega,“ segir Haukur og bendir sérstaklega á fimmtu grein þar sem segir að þingmenn skuli „ekki nýta opinbera stöðu sína til persónulegs ávinninga fyrir sig eða aðra.“ Þórarinn Ingi hafi jafnframt „frumkvæðisskyldu“ sem varðar hagsmunaárekstra sína þar sem segir að þingmenn eigi að „efla og styðja grundvallarreglur þessar með því að sýna frumkvæði og fordæmi.“ Áfellisdómur kann að hafa víðtæk áhrif á þingmann Haukur segir Alþingi hafa þær skyldur að taka ásakanir sem berast og varða 5. grein siðareglnanna til sérstakrar athugunar. Forsætisnefnd eigi að skipa ráðgefandi nefnd sem fjalli um erindi sem þinginu berist og varða siðareglur. Í ráðgjafanefndinni eigi þau Ásta R. Jóhannesdóttir (formaður), Margrét Vala Kristjánsdóttir og Róbert H. Haraldsson sæti. Haukur velkist ekki í vafa um hvernig þetta mál fer. Fram til þessa hafi álit siðareglna haft lítil sýnileg áhrif á þingsetu og jafnvel störf þingmanna sem hafa gerst sekir um að brjóta siðareglur. „Í slíku áliti felst þó áfellisdómur, sem kann að hafa víðtækari áhrif á þingmanninn, feril hans og störf og stjórnmálaflokkinn sem hann situr á Alþingi fyrir, en ætla má við yfirborðslega skoðun.“ Stjórnsýsla Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Segir dómgreindarleysi formannsins algert Bubbi Morthens tónlistarmaður hefur blandað sér í funheita umræðu um hvort Þórarinn Ingi Pétursson formaður atvinnuveganefndar hafi verið á réttu róli þegar hann, sem eigandi 0,6 prósents í Búsæld og þar með einn eigandi Kjarnafæðis, samþykkti lög sem heimiluðu sölu á Kjarnafæði til Kaupfélags Skagfirðinga. 10. júlí 2024 15:11 Þaulskipulagt af hagsmunaaðilum og þeirra fulltrúum á þingi Formaður atvinnuveganefndar Alþingis á hlut í félagi sem Kaupfélag Skagfirðinga er að kaupa. Kaupin ganga í gegn án aðkomu Samkeppniseftirlitsins vegna breytinga á búvörulögum sem atvinnuveganefnd gerði. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir um skipulagða aðgerða hagsmunaaðila og fulltrúa þeirra á þingi að ræða. 8. júlí 2024 13:41 Hagræðing í rekstri sé bændum og neytendum til heilla Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, segir öllum ljóst að gríðarleg tækifæri séu til hagræðingar í rekstri kjötafurðastöðva. Hagræðingin gangi út á að geta greitt bændum hærra afurðaverð, án þess að það þýði hækkun á verði til neytenda. Hún telur samruna Kaupfélags Skagfirðinga og Kjarnafæðis Norðlenska jákvætt skref í rétta átt. 9. júlí 2024 22:39 Mest lesið Beðin um að tilkynna líkfundi Erlent Tala látinna á Spáni hækkar hratt Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skert athygli þegar ekið var inn á öfugan vegarhelming Innlent Skora á Höllu að stoppa Bjarna Innlent Biden í bobba eftir ummæli um rusl Erlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent „Ég tek alveg á mig það sem ég gerði, en hitt er ekki ég“ Innlent Leita allra leiða til að lengja í séreignarsparnaði inn á lánin Innlent Fleiri fréttir Tók til baka það sem hún sagði um grunaðan höfuðpaur Leita allra leiða til að lengja í séreignarsparnaði inn á lánin Skora á Höllu að stoppa Bjarna Segist ekki transfóbískur en þó sammála J.K. Rowling Færri börn undir eftirliti vegna E.coli en enn fimm á gjörgæslu Kosningapallborðið: Formenn flokka sem bítast um fylgi frá hægri Verðbólgan hjaðnar og hamfaraflóð á Spáni Skert athygli þegar ekið var inn á öfugan vegarhelming Þau skipa lista Sósíalista í Suðurkjördæmi „Ég tek alveg á mig það sem ég gerði, en hitt er ekki ég“ Ein deild opin á tveimur leikskólum „Þann 9. ágúst létust ekki bara tveir bræður“ Víðir og Reynir í eina sæng Reynir að sameina starfið á Samstöðinni og framboð Halla sinnir störfum formanns VR Þjófnaður í verslun og eignaspjöll Á annan milljarð í þjálfun, búnað og hergögn fyrir Úkraínu Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Sjá meira
Haukur fer yfir málið á Facebook-síðu sinni. Hann segir breytinguna líklega til að hafa áhrif á skattskýrslu Þórarins Inga og líklega til að auka eignarhlut hans í Kjarnafæði Norðlenska hf. Þetta mun hafa legið ljóst fyrir þegar búvörulögin voru samþykkt, það er að Þórarinn Ingi hafi sinnt hagsmunaskráningu sinni. „Komið hefur fram – og er haft eftir fjármálaráðherra – að nóg sé að upplýsa um hagsmuni sína varðandi þingmál, þeir kalli ekki á nokkrar aðgerðir. Það er rangt,“ segir Haukur og nefnir til stuðnings því áliti sínu Hæfisreglur stjórnsýslulaga eftir Pál Hreinsson, sem kallar þetta „að hafa siðferðilegra hagsmuna að gæta“ (bls. 551). Augljóst brot gegn siðareglum Að sögn Hauks hafa almennar hæfisreglur ekki borist til Alþingis þannig að ekki virðir þingið þær í störfum sínum. „Alþingi hefur eina „hæfisreglu“ sem er í 78. gr. þingskaparlaga og bannar þingmönnum að „greiða atkvæði með fjárveitingu til sjálfs sín.“ Þeir mega sem sagt taka þátt í meðferð málsins, takmörkunin er aðeins varðandi atkvæðagreiðsluna.“ Haukur segir ljóst að Þórarinn Ingi brjóti þá hæfisreglu augljóslega ekki. Og því verði ekki séð að hann fremji lögbrot með þátttöku sinni í meðferð búvörulaganna eða við atkvæðagreiðsluna. En hitt er að Alþingi hefur sett sér siðareglur. „Þær brýtur formaðurinn hins vegar augljóslega,“ segir Haukur og bendir sérstaklega á fimmtu grein þar sem segir að þingmenn skuli „ekki nýta opinbera stöðu sína til persónulegs ávinninga fyrir sig eða aðra.“ Þórarinn Ingi hafi jafnframt „frumkvæðisskyldu“ sem varðar hagsmunaárekstra sína þar sem segir að þingmenn eigi að „efla og styðja grundvallarreglur þessar með því að sýna frumkvæði og fordæmi.“ Áfellisdómur kann að hafa víðtæk áhrif á þingmann Haukur segir Alþingi hafa þær skyldur að taka ásakanir sem berast og varða 5. grein siðareglnanna til sérstakrar athugunar. Forsætisnefnd eigi að skipa ráðgefandi nefnd sem fjalli um erindi sem þinginu berist og varða siðareglur. Í ráðgjafanefndinni eigi þau Ásta R. Jóhannesdóttir (formaður), Margrét Vala Kristjánsdóttir og Róbert H. Haraldsson sæti. Haukur velkist ekki í vafa um hvernig þetta mál fer. Fram til þessa hafi álit siðareglna haft lítil sýnileg áhrif á þingsetu og jafnvel störf þingmanna sem hafa gerst sekir um að brjóta siðareglur. „Í slíku áliti felst þó áfellisdómur, sem kann að hafa víðtækari áhrif á þingmanninn, feril hans og störf og stjórnmálaflokkinn sem hann situr á Alþingi fyrir, en ætla má við yfirborðslega skoðun.“
Stjórnsýsla Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Segir dómgreindarleysi formannsins algert Bubbi Morthens tónlistarmaður hefur blandað sér í funheita umræðu um hvort Þórarinn Ingi Pétursson formaður atvinnuveganefndar hafi verið á réttu róli þegar hann, sem eigandi 0,6 prósents í Búsæld og þar með einn eigandi Kjarnafæðis, samþykkti lög sem heimiluðu sölu á Kjarnafæði til Kaupfélags Skagfirðinga. 10. júlí 2024 15:11 Þaulskipulagt af hagsmunaaðilum og þeirra fulltrúum á þingi Formaður atvinnuveganefndar Alþingis á hlut í félagi sem Kaupfélag Skagfirðinga er að kaupa. Kaupin ganga í gegn án aðkomu Samkeppniseftirlitsins vegna breytinga á búvörulögum sem atvinnuveganefnd gerði. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir um skipulagða aðgerða hagsmunaaðila og fulltrúa þeirra á þingi að ræða. 8. júlí 2024 13:41 Hagræðing í rekstri sé bændum og neytendum til heilla Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, segir öllum ljóst að gríðarleg tækifæri séu til hagræðingar í rekstri kjötafurðastöðva. Hagræðingin gangi út á að geta greitt bændum hærra afurðaverð, án þess að það þýði hækkun á verði til neytenda. Hún telur samruna Kaupfélags Skagfirðinga og Kjarnafæðis Norðlenska jákvætt skref í rétta átt. 9. júlí 2024 22:39 Mest lesið Beðin um að tilkynna líkfundi Erlent Tala látinna á Spáni hækkar hratt Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skert athygli þegar ekið var inn á öfugan vegarhelming Innlent Skora á Höllu að stoppa Bjarna Innlent Biden í bobba eftir ummæli um rusl Erlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent „Ég tek alveg á mig það sem ég gerði, en hitt er ekki ég“ Innlent Leita allra leiða til að lengja í séreignarsparnaði inn á lánin Innlent Fleiri fréttir Tók til baka það sem hún sagði um grunaðan höfuðpaur Leita allra leiða til að lengja í séreignarsparnaði inn á lánin Skora á Höllu að stoppa Bjarna Segist ekki transfóbískur en þó sammála J.K. Rowling Færri börn undir eftirliti vegna E.coli en enn fimm á gjörgæslu Kosningapallborðið: Formenn flokka sem bítast um fylgi frá hægri Verðbólgan hjaðnar og hamfaraflóð á Spáni Skert athygli þegar ekið var inn á öfugan vegarhelming Þau skipa lista Sósíalista í Suðurkjördæmi „Ég tek alveg á mig það sem ég gerði, en hitt er ekki ég“ Ein deild opin á tveimur leikskólum „Þann 9. ágúst létust ekki bara tveir bræður“ Víðir og Reynir í eina sæng Reynir að sameina starfið á Samstöðinni og framboð Halla sinnir störfum formanns VR Þjófnaður í verslun og eignaspjöll Á annan milljarð í þjálfun, búnað og hergögn fyrir Úkraínu Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Sjá meira
Segir dómgreindarleysi formannsins algert Bubbi Morthens tónlistarmaður hefur blandað sér í funheita umræðu um hvort Þórarinn Ingi Pétursson formaður atvinnuveganefndar hafi verið á réttu róli þegar hann, sem eigandi 0,6 prósents í Búsæld og þar með einn eigandi Kjarnafæðis, samþykkti lög sem heimiluðu sölu á Kjarnafæði til Kaupfélags Skagfirðinga. 10. júlí 2024 15:11
Þaulskipulagt af hagsmunaaðilum og þeirra fulltrúum á þingi Formaður atvinnuveganefndar Alþingis á hlut í félagi sem Kaupfélag Skagfirðinga er að kaupa. Kaupin ganga í gegn án aðkomu Samkeppniseftirlitsins vegna breytinga á búvörulögum sem atvinnuveganefnd gerði. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir um skipulagða aðgerða hagsmunaaðila og fulltrúa þeirra á þingi að ræða. 8. júlí 2024 13:41
Hagræðing í rekstri sé bændum og neytendum til heilla Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, segir öllum ljóst að gríðarleg tækifæri séu til hagræðingar í rekstri kjötafurðastöðva. Hagræðingin gangi út á að geta greitt bændum hærra afurðaverð, án þess að það þýði hækkun á verði til neytenda. Hún telur samruna Kaupfélags Skagfirðinga og Kjarnafæðis Norðlenska jákvætt skref í rétta átt. 9. júlí 2024 22:39