Ætlar að leggja til málshöfðun á hendur íslenska ríkinu Jakob Bjarnar skrifar 11. júlí 2024 11:24 Andemariams Beyene sem lést 30. janúar 2014 í kjölfar plastbarkaígræðslu á Karólínska háskólasjúkrahúsinu í júní árið 2011. Landspítalinn hefur nú lýst því yfir, í bréfi til lögmanns ekkju hans, að spítalinn geti ekki borið ábyrgð á plastbarkaígræðslunni, né heldur Tómas Guðbjartsson læknir. Íslenska ríkið hefur hafnað miska- og skaðabótagreiðslu til handa ekkju Andemariams Beyene sem lést 30. janúar 2014 í kjölfar plastbarkaígræðslu á Karólínska háskólasjúkrahúsinu í júní árið 2011. Lögmaður ekkjunnar er Sigurður G. Guðjónsson mun að öllum líkindum leggja til við skjólstæðing sinn að hún höfði mál á hendur íslenska ríkinu. Sigurður segir að sér hafi ekki borist bréf þessa efnis fyrr en í gærkvöldi en engu að síður skúbbaði RÚV þessu máli nú í morgun. „Krafan byggðist á reglu um vinnuveitendaábyrgð Landspítalans og þar með íslenska ríkisins sem vinnuveitanda Tómasar Guðbjartssonar, hjartalæknis, á þeim tíma sem aðgerðin fór fram. Þetta kemur fram í svari Ríkislögmanns til lögmanns ekkju Andemariams,“ segir meðal annars í frétt Ríkisútvarpsins. Niðurstaðan virðist hafa lekið úr heilbrigðisráðuneytinu „Það voru fjölmiðlamenn að hringja í mig, að þeir hefðu það innan úr heilbrigðisráðuneytinu að þessi væri niðurstaðan.“ Sigurður segist hafa sent tölvupóst á ríkislögmann og spurði hvort einhverjir væru komnir með upplýsingar um þetta mál áður en hann, lögmaður ekkjunnar, væri upplýstur um málið? Var því svarað að svo væri ekki. En þessi er nú staðan. Sigurður G segist ætla að leggja það til við ekkjuna að hún höfði mál á hendur íslenska ríkinu.vísir/vilhelm „Ég ætla að setjast yfir þetta. Ég er ekki búinn að ná að tala við minn skjólstæðing en ég mun líklega leggja til við hann að höfða mál á hendur ríkinu,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Hann segir skjólstæðing sinn nú staddan í Eritreu og þangað sé ekki gott símasamband. Málið geti ekki verið á ábyrgð Landspítala né Tómasar Í bréfi ríkislögmanns til Sigurðar segir að þátttaka Tómasar í aðgerðinni sjálfri, sem leiddi til dauða Andemariams Beyene, skýrist af því að hann hafi verið meðferðarlæknir Andemariams. Átti hann að bera ábyrgð á eftirmeðferð aðgerðarinnar á Íslandi. En aðkoma hans að aðgerðinni hafi verið samkvæmt beiðni ítalska læknisins Macchiarini og stjórnenda Karolinska sjúkrahússins. Þannig geti aðgerðin ekki talist geta verið á ábyrgð Landspítalans. Vísir greindi frá því í desember á síðasta ári að Sigurður hafi sent Runólfi Pálssyni forstjóra Landspítalans bréf þar sem hann fer fram á skaðabætur fyrir hönd Merhawit Baryamikael Tesfaslase, ekkju Andemariam Beyene, sem var fyrsti plastbarkaþeginn í heiminum. Ellegar verði Tómas Guðbjartsson læknir sóttur til saka. Málið er snúið og víst er að það hefur valdið stjórnendum spítalans verulegum heilabrotum. „Þetta er komið á sjötta mánuð sem það tók þá að svara bréfi mínu,“ segir Sigurður, sem telur að ekki sé hægt að una við þessar lyktir málsins. Stjórnsýsla Dómsmál Lögmennska Plastbarkamálið Landspítalinn Tengdar fréttir Biður ekkjuna afsökunar og verður við beiðni hennar Landspítali hefur í kjölfar niðurstöðu sænskra dómstóla tekið mál Andemariam Beyene til umfjöllunar að nýju með hliðsjón af þætti spítalans í meðferð fyrsta sjúklingsins sem undirgekkst plastbarkaaðgerð. 15. desember 2023 18:54 Læknir og lögmaður í hár saman vegna Plastbarkamáls Sigurður Guðni Guðjónsson, lögmaður ekkju Andemariam Teklesenbet Beyene sem hefur sent Landspítala HS kröfu um bætur henni til handa, og Magnús Karl Magnússon prófessor við læknadeild Háskóla Íslands takast á um plastbarkamálið á Facebook-síðu Sigurðar. 10. janúar 2024 13:41 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira
Sigurður segir að sér hafi ekki borist bréf þessa efnis fyrr en í gærkvöldi en engu að síður skúbbaði RÚV þessu máli nú í morgun. „Krafan byggðist á reglu um vinnuveitendaábyrgð Landspítalans og þar með íslenska ríkisins sem vinnuveitanda Tómasar Guðbjartssonar, hjartalæknis, á þeim tíma sem aðgerðin fór fram. Þetta kemur fram í svari Ríkislögmanns til lögmanns ekkju Andemariams,“ segir meðal annars í frétt Ríkisútvarpsins. Niðurstaðan virðist hafa lekið úr heilbrigðisráðuneytinu „Það voru fjölmiðlamenn að hringja í mig, að þeir hefðu það innan úr heilbrigðisráðuneytinu að þessi væri niðurstaðan.“ Sigurður segist hafa sent tölvupóst á ríkislögmann og spurði hvort einhverjir væru komnir með upplýsingar um þetta mál áður en hann, lögmaður ekkjunnar, væri upplýstur um málið? Var því svarað að svo væri ekki. En þessi er nú staðan. Sigurður G segist ætla að leggja það til við ekkjuna að hún höfði mál á hendur íslenska ríkinu.vísir/vilhelm „Ég ætla að setjast yfir þetta. Ég er ekki búinn að ná að tala við minn skjólstæðing en ég mun líklega leggja til við hann að höfða mál á hendur ríkinu,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Hann segir skjólstæðing sinn nú staddan í Eritreu og þangað sé ekki gott símasamband. Málið geti ekki verið á ábyrgð Landspítala né Tómasar Í bréfi ríkislögmanns til Sigurðar segir að þátttaka Tómasar í aðgerðinni sjálfri, sem leiddi til dauða Andemariams Beyene, skýrist af því að hann hafi verið meðferðarlæknir Andemariams. Átti hann að bera ábyrgð á eftirmeðferð aðgerðarinnar á Íslandi. En aðkoma hans að aðgerðinni hafi verið samkvæmt beiðni ítalska læknisins Macchiarini og stjórnenda Karolinska sjúkrahússins. Þannig geti aðgerðin ekki talist geta verið á ábyrgð Landspítalans. Vísir greindi frá því í desember á síðasta ári að Sigurður hafi sent Runólfi Pálssyni forstjóra Landspítalans bréf þar sem hann fer fram á skaðabætur fyrir hönd Merhawit Baryamikael Tesfaslase, ekkju Andemariam Beyene, sem var fyrsti plastbarkaþeginn í heiminum. Ellegar verði Tómas Guðbjartsson læknir sóttur til saka. Málið er snúið og víst er að það hefur valdið stjórnendum spítalans verulegum heilabrotum. „Þetta er komið á sjötta mánuð sem það tók þá að svara bréfi mínu,“ segir Sigurður, sem telur að ekki sé hægt að una við þessar lyktir málsins.
Stjórnsýsla Dómsmál Lögmennska Plastbarkamálið Landspítalinn Tengdar fréttir Biður ekkjuna afsökunar og verður við beiðni hennar Landspítali hefur í kjölfar niðurstöðu sænskra dómstóla tekið mál Andemariam Beyene til umfjöllunar að nýju með hliðsjón af þætti spítalans í meðferð fyrsta sjúklingsins sem undirgekkst plastbarkaaðgerð. 15. desember 2023 18:54 Læknir og lögmaður í hár saman vegna Plastbarkamáls Sigurður Guðni Guðjónsson, lögmaður ekkju Andemariam Teklesenbet Beyene sem hefur sent Landspítala HS kröfu um bætur henni til handa, og Magnús Karl Magnússon prófessor við læknadeild Háskóla Íslands takast á um plastbarkamálið á Facebook-síðu Sigurðar. 10. janúar 2024 13:41 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira
Biður ekkjuna afsökunar og verður við beiðni hennar Landspítali hefur í kjölfar niðurstöðu sænskra dómstóla tekið mál Andemariam Beyene til umfjöllunar að nýju með hliðsjón af þætti spítalans í meðferð fyrsta sjúklingsins sem undirgekkst plastbarkaaðgerð. 15. desember 2023 18:54
Læknir og lögmaður í hár saman vegna Plastbarkamáls Sigurður Guðni Guðjónsson, lögmaður ekkju Andemariam Teklesenbet Beyene sem hefur sent Landspítala HS kröfu um bætur henni til handa, og Magnús Karl Magnússon prófessor við læknadeild Háskóla Íslands takast á um plastbarkamálið á Facebook-síðu Sigurðar. 10. janúar 2024 13:41