Réttarhöld hafin yfir Alec Baldwin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. júlí 2024 07:48 Baldwin leið augljóslega illa í réttarsalnum í gær. AP/Santa Fe New Mexican/Luis Sánchez Saturno Réttarhöld yfir leikaranum Alec Baldwin hófust í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum í gær en hann er sakaður um manndráp af gáleysi. Hann á yfir höfði sér 18 mánaða fangelsi ef hann verður fundinn sekur. Eins og kunnugt er lést kvikmyndatökustjórinn Halyna Hutchins þegar skot hljóp af byssu Baldwin á tökustað myndarinnar Rust árið 2021. Við rannsókn kom í ljós að Hannah Gutierrez-Reed, sem sinnti eftirliti með vopnunum, hafði ruglast á gerviskotfærum og raunverulegum skotfærum. Gutierrez-Reed var dæmd í 18 mánaða fangelsi fyrir sinn þátt í dauðsfallinu. Hilaria Baldwin, eiginkona Alec, og bróðir hans Stephen Baldwin voru viðstödd réttarhöldin í gær.AP/Ross D. Franklin Baldwin hefur lýst sig saklausan og heldur því fram að hann hafi ekki tekið í gikkinn, heldur hafi skotið hlaupið af. Verjendur leikarans sögðu í gær að hann hefði einfaldlega verið að sinna vinnu sinni og treyst því að aðrir á tökustað gerðu slíkt hið sama. Saksóknarar í málinu höfðu hins vegar aðra sögu að segja; Baldwin hefði virt reglur um meðhöndlun vopna að vettugi, á tökustað þar sem skorið var við nögl og margir voru óreyndir. Alex Spiro, verjandi Baldwin, benti á að raunveruleg skotfæri hefðu aldrei átt að vera á tökustað en saksóknarar sögðu staðhæfingu Baldwin um að hann hefði ekki tekið í gikkinn ekki standast skoðun. Rannsókn Alríkislögreglunnar hefði leitt í ljós að byssan virkaði fullkomlega. Réttarhöldin munu standa yfir til 19. júlí næstkomandi. Bandaríkin Hollywood Byssuskot Alecs Baldwin Erlend sakamál Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið Sjá meira
Eins og kunnugt er lést kvikmyndatökustjórinn Halyna Hutchins þegar skot hljóp af byssu Baldwin á tökustað myndarinnar Rust árið 2021. Við rannsókn kom í ljós að Hannah Gutierrez-Reed, sem sinnti eftirliti með vopnunum, hafði ruglast á gerviskotfærum og raunverulegum skotfærum. Gutierrez-Reed var dæmd í 18 mánaða fangelsi fyrir sinn þátt í dauðsfallinu. Hilaria Baldwin, eiginkona Alec, og bróðir hans Stephen Baldwin voru viðstödd réttarhöldin í gær.AP/Ross D. Franklin Baldwin hefur lýst sig saklausan og heldur því fram að hann hafi ekki tekið í gikkinn, heldur hafi skotið hlaupið af. Verjendur leikarans sögðu í gær að hann hefði einfaldlega verið að sinna vinnu sinni og treyst því að aðrir á tökustað gerðu slíkt hið sama. Saksóknarar í málinu höfðu hins vegar aðra sögu að segja; Baldwin hefði virt reglur um meðhöndlun vopna að vettugi, á tökustað þar sem skorið var við nögl og margir voru óreyndir. Alex Spiro, verjandi Baldwin, benti á að raunveruleg skotfæri hefðu aldrei átt að vera á tökustað en saksóknarar sögðu staðhæfingu Baldwin um að hann hefði ekki tekið í gikkinn ekki standast skoðun. Rannsókn Alríkislögreglunnar hefði leitt í ljós að byssan virkaði fullkomlega. Réttarhöldin munu standa yfir til 19. júlí næstkomandi.
Bandaríkin Hollywood Byssuskot Alecs Baldwin Erlend sakamál Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið Sjá meira