Lest hollenska liðsins fór ekki fet Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2024 11:01 Virgil van Dijk og félagar í hollenska landsliðinu fengu ekki besta undirbúninginn fyrir Englandsleikinn. Getty/Eric Verhoeven Hollendingar fengu ekki alveg besta undirbúninginn fyrir undanúrslitaleik sinn á móti Englendingum. Það er heitt í Þýskalandi og það hefur ekki aðeins áhrif í leikjunum sjálfum á EM heldur einnig í aðdraganda þeirra. Hitinn bitnaði á hollenska landsliðinu í gær eða nánar til getið ferðalagi liðsins á undanúrslitaleikinn á móti Englandi. Fella þurfti niður blaðamannafund Hollendinga fyrir undanúrslitaleikinn af því að þeir komust svo seint til Dortmund þar sem leikurinn verður spilaður í kvöld. ESPN segir frá. Netherlands hit train snag en route to semifinalThe Netherlands' preparations for their match against England in the Euro 2024 semifinals were disrupted Tuesday when they had to rearrange travel plans to host city Dortmund because of a "blockage" on a … https://t.co/79Eca0YqWg— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) July 9, 2024 Hollenska liðið átti að ferðast með lest frá Wolfsburg til Dortmund í gær. Lestarferðinni var hins vegar frestað vegna mikilla hita. Hollenski hópurinn þurfti í staðinn að fljúga á milli borganna en það varð til þess að þeir komust miklu seinna til Dortmund en áætlað var. Alls var seinkunin um fjórir klukkutímar. UEFA tilkynnti að enginn fjölmiðlafundur færi fram hjá liðinu en að það væri boðið upp á viðtal við hollenska þjálfarann á vef UEFA seinna um kvöldið. Hollenskir miðlar sögðu einnig frá því að leikmenn hafi verið komnir út á brautarpallinn á lestarstöðinni þegar fréttist af frestuninni. Hollendingar náðu þar með ekki að halda í hefð sína að ganga um völlinn daginn fyrir leik. Ekki besti undirbúningurinn fyrir þennan risastóra leik á móti Englendingum. Ronald Koeman, þjálfari Hollendinga, gerði samt lítið úr þessum vandræðum. „Þetta er ekkert vandamál. Við fengum tækifæri til að hvíla okkur. Við þurftum bara sitja í hálftíma í flugvélinni. Við sofum síðan vel í nótt,“ sagði Koeman í viðtali við UEFA í gær. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Sjá meira
Það er heitt í Þýskalandi og það hefur ekki aðeins áhrif í leikjunum sjálfum á EM heldur einnig í aðdraganda þeirra. Hitinn bitnaði á hollenska landsliðinu í gær eða nánar til getið ferðalagi liðsins á undanúrslitaleikinn á móti Englandi. Fella þurfti niður blaðamannafund Hollendinga fyrir undanúrslitaleikinn af því að þeir komust svo seint til Dortmund þar sem leikurinn verður spilaður í kvöld. ESPN segir frá. Netherlands hit train snag en route to semifinalThe Netherlands' preparations for their match against England in the Euro 2024 semifinals were disrupted Tuesday when they had to rearrange travel plans to host city Dortmund because of a "blockage" on a … https://t.co/79Eca0YqWg— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) July 9, 2024 Hollenska liðið átti að ferðast með lest frá Wolfsburg til Dortmund í gær. Lestarferðinni var hins vegar frestað vegna mikilla hita. Hollenski hópurinn þurfti í staðinn að fljúga á milli borganna en það varð til þess að þeir komust miklu seinna til Dortmund en áætlað var. Alls var seinkunin um fjórir klukkutímar. UEFA tilkynnti að enginn fjölmiðlafundur færi fram hjá liðinu en að það væri boðið upp á viðtal við hollenska þjálfarann á vef UEFA seinna um kvöldið. Hollenskir miðlar sögðu einnig frá því að leikmenn hafi verið komnir út á brautarpallinn á lestarstöðinni þegar fréttist af frestuninni. Hollendingar náðu þar með ekki að halda í hefð sína að ganga um völlinn daginn fyrir leik. Ekki besti undirbúningurinn fyrir þennan risastóra leik á móti Englendingum. Ronald Koeman, þjálfari Hollendinga, gerði samt lítið úr þessum vandræðum. „Þetta er ekkert vandamál. Við fengum tækifæri til að hvíla okkur. Við þurftum bara sitja í hálftíma í flugvélinni. Við sofum síðan vel í nótt,“ sagði Koeman í viðtali við UEFA í gær.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Sjá meira