Ráðherra beitir sér ekki og eftirlitið í öngum sínum Árni Sæberg og Bjarki Sigurðsson skrifa 9. júlí 2024 13:57 Páll Gunnar er ekki ánægður með aðgerðaleysi Bjarkeyjar. Vísir Matvælaráðherra ætlar ekki að beita sér fyrir breytingum á undanþáguheimildum í búvörulögum. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins gagnrýnir ráðherra og atvinnuveganefnd og segir vinnubrögðin óforsvaranleg. Um helgina var greint frá kaupum Kaupfélags Skagfirðinga á kjötvinnslufyrirtækinu Kjarnafæði Norðlenska. Kaupin fara í gegn án aðkomu Samkeppniseftirlitsins vegna nýs ákvæðis í umdeildum búvörulögum sem voru samþykkt í mars á þessu ári. Samkeppniseftirlitið telur að við breytingar atvinnuveganefndar á lögunum hafi málið ekki verið skoðað í þaula og hver möguleg áhrif þeirra væru. Eftirlitið skoraði á matvælaráðherra, Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, að beita sér hið fyrsta fyrir breytingum á undanþáguheimildunum. Það ætlar Bjarkey hins vegar ekki að gera. Óttast ekki hærra verð „Markmið laganna er að skila þessu, betra afurðaverði til bænda og verði til neytenda. Það er núna þá okkar, hins opinbera, að fylgja því eftir að þau markmið nái fram að ganga,“ segir Bjarkey í samtali við fréttastofu. Hún óttast ekki að kaupin leiði til hærra verðs til neytenda. „Ég trúi því líka að bæði neytendur og bændur láti í sér heyra ef þau koma illa út úr þessu.“ Vonbrigði að ráðherra beiti sér ekki Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir það vonbrigði að ráðherra vilji ekki beita sér fyrir breytingum. „Það er allt sem mælir með því að taka þetta upp til skoðunar á haustþingi og í raun og veru óhjákvæmilegt.“ Alvarlegt sé að samrunaákvæði samkeppnislaga sé tekið úr sambandi. „Það er augljóslega mjög alvarlegt. Að við séum komin á þennan stað, án þess að það hafi verið reistar neinar varnir í staðinn. Hvorki fyrir bændur né neytendur. Eftir því sem við best vitum þá fengu engir að koma að mótun á þessu breytta frumvarpi á vettvangi atvinnuveganefndar, aðrir en lögmaður KS og Samtaka kjötafurðastöðva.“ Matvælaframleiðsla Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Landbúnaður Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Um helgina var greint frá kaupum Kaupfélags Skagfirðinga á kjötvinnslufyrirtækinu Kjarnafæði Norðlenska. Kaupin fara í gegn án aðkomu Samkeppniseftirlitsins vegna nýs ákvæðis í umdeildum búvörulögum sem voru samþykkt í mars á þessu ári. Samkeppniseftirlitið telur að við breytingar atvinnuveganefndar á lögunum hafi málið ekki verið skoðað í þaula og hver möguleg áhrif þeirra væru. Eftirlitið skoraði á matvælaráðherra, Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, að beita sér hið fyrsta fyrir breytingum á undanþáguheimildunum. Það ætlar Bjarkey hins vegar ekki að gera. Óttast ekki hærra verð „Markmið laganna er að skila þessu, betra afurðaverði til bænda og verði til neytenda. Það er núna þá okkar, hins opinbera, að fylgja því eftir að þau markmið nái fram að ganga,“ segir Bjarkey í samtali við fréttastofu. Hún óttast ekki að kaupin leiði til hærra verðs til neytenda. „Ég trúi því líka að bæði neytendur og bændur láti í sér heyra ef þau koma illa út úr þessu.“ Vonbrigði að ráðherra beiti sér ekki Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir það vonbrigði að ráðherra vilji ekki beita sér fyrir breytingum. „Það er allt sem mælir með því að taka þetta upp til skoðunar á haustþingi og í raun og veru óhjákvæmilegt.“ Alvarlegt sé að samrunaákvæði samkeppnislaga sé tekið úr sambandi. „Það er augljóslega mjög alvarlegt. Að við séum komin á þennan stað, án þess að það hafi verið reistar neinar varnir í staðinn. Hvorki fyrir bændur né neytendur. Eftir því sem við best vitum þá fengu engir að koma að mótun á þessu breytta frumvarpi á vettvangi atvinnuveganefndar, aðrir en lögmaður KS og Samtaka kjötafurðastöðva.“
Matvælaframleiðsla Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Landbúnaður Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira