Viðskipti innlent

KS hafi fest kaup á Kjarnafæði Norð­lenska

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Þórólfur Gíslason er kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga.
Þórólfur Gíslason er kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga. aðsend

Kaupfélag Skagfirðinga hefur fest kaup á hlut Kjarnafæðisbræðra, þeirra Eiðs og Hreins Gunnlaugssona, og Búsældar ehf. í Kjarnafæði Norðlenska. 

Frá þessu greinir norðlenski miðillinn Vikublaðið í kvöld. Boðað verði til funda á morgun þar sem málið verði kynnt fyrir starfsfólki. 

Kjarnafæði á Svalbarðseyri og Norðlenska á Akureyri runnu saman í eitt árið fyrir þremur árum síðan. 

Undanfarin ár hefur Kaupfélag Skagfirðinga fest kaup á sambærilegum fyrirtækjum. Gunnars majónes,  Gleðipinnum og M-veitingum sem dæmi. 

Í umfjöllun Vikufrétta segir að fleiri en 100 manns starfi hjá Kjarnafæði Norðlenska. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×