Beryl lék Mexíkó grátt Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. júlí 2024 08:21 Getty Fellibylurinn Beryl gekk yfir Júkatanskagan í Mexíkó í gær og í nótt eftir að hafa valdið umfangsmikilli eyðileggingu víðs vegar um Karabíahafið og að minnsta kosti tíu dauðsföllum. Hæst fór hraði vindhviða í Mexíkó upp í 175 kílómetra á klukkustund. Gríðarlega mikil rigning fylgdi fellibylnum og þá sérstaklega á vinsælum ferðamannastöðum eins og í Cancún og Tulum. Fréttastofa BBC greinir frá. Rafmagnsleysi víða Ekkert stórfellt tjón eða mannslát hefur verið tilkynnt vegna fellibylsins en sterkar vindhviðurnar felldu tré og ollu rafmagnsleysi víða. Viðbragðsaðilar á svæðinu hafa lofað því að íbúar á svæðinu muni fá rafmagn aftur á fyrir morgundaginn. Áður en Beryl lenti á Mexíkó voru þó nokkrar ráðstafanir gerðar en skólum var lokað, það var lokað fyrir glugga og neyðarskýli sett upp á stöðum þar sem búist var við mestu áhrifunum vegna fellibylsins. 300 flugferðum aflýst eða frestað Nokkur hundrað ferðamenn neyddust til að yfirgefa hótelin sem þeir dvöldu á en samkvæmt tilkynningu frá yfirvöldum flúðu um þrjú þúsund ferðamenn frá Holbox-eyju rétt fyrir utan meginland Mexíkó. Meira en 300 flugferðum var frestað eða aflýst. Búist er við því að fellibylurinn muni nú ferðast yfir Mexíkóflóa og verði kominn í Texas-ríki í Bandaríkjunum snemma á mánudaginn. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, hefur hvatt íbúa á svæðinu til að gera nauðsynlegar ráðstafanir áður en að fellibylurinn lendir. Loftslagsmál Umhverfismál Mexíkó Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Sjá meira
Hæst fór hraði vindhviða í Mexíkó upp í 175 kílómetra á klukkustund. Gríðarlega mikil rigning fylgdi fellibylnum og þá sérstaklega á vinsælum ferðamannastöðum eins og í Cancún og Tulum. Fréttastofa BBC greinir frá. Rafmagnsleysi víða Ekkert stórfellt tjón eða mannslát hefur verið tilkynnt vegna fellibylsins en sterkar vindhviðurnar felldu tré og ollu rafmagnsleysi víða. Viðbragðsaðilar á svæðinu hafa lofað því að íbúar á svæðinu muni fá rafmagn aftur á fyrir morgundaginn. Áður en Beryl lenti á Mexíkó voru þó nokkrar ráðstafanir gerðar en skólum var lokað, það var lokað fyrir glugga og neyðarskýli sett upp á stöðum þar sem búist var við mestu áhrifunum vegna fellibylsins. 300 flugferðum aflýst eða frestað Nokkur hundrað ferðamenn neyddust til að yfirgefa hótelin sem þeir dvöldu á en samkvæmt tilkynningu frá yfirvöldum flúðu um þrjú þúsund ferðamenn frá Holbox-eyju rétt fyrir utan meginland Mexíkó. Meira en 300 flugferðum var frestað eða aflýst. Búist er við því að fellibylurinn muni nú ferðast yfir Mexíkóflóa og verði kominn í Texas-ríki í Bandaríkjunum snemma á mánudaginn. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, hefur hvatt íbúa á svæðinu til að gera nauðsynlegar ráðstafanir áður en að fellibylurinn lendir.
Loftslagsmál Umhverfismál Mexíkó Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Sjá meira