Fjórir leikir eru á dagskrá í Bestu deild karla og þeir verða svo gerðir upp í Ísey tilþrifunum á Stöð 2 Sport í kvöld. Einn leikur er auk þess á dagskrá í Bestu deild kvenna þar sem Tindastóll og Stjarnan mætast.
Á Vodafone Sport verður svo tímatakan fyrir Formúlu 1 kappaksturinn á Silverstone-brautinni í Bretlandi.
Lista yfir beinar útsendingar dagsins má sjá hér að neðan.
Stöð 2 Sport
13.50 Besta deild karla: KR – Stjarnan
16.50 Besta deild karla: Valur – Fylkir
19.05 Besta deild karla: Ísey tilþrifin
Stöð 2 Sport 5
16.05 Besta deild kvenna: Tindastóll – Stjarnan
Besta deild 1
13.50 Besta deild karla: ÍA – HK
Besta deild 2
13.50 Besta deild karla: Vestri - Breiðablik
Vodafone Sport
10.25 Formúla 1: Æfing 3
13.55 Formúla 1: Tímataka
16.55 NWSL: Chicago Red Stars – Houston Dash
18.55 Indy 200: Tímataka