Heitir því að klára baráttuna og sigra Trump Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. júlí 2024 21:54 Biden flutti ræðu á kosningafundi í Wisconsin í dag sem þótti mun kraftmeiri en framkoma hans í kappræðunum. AP Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist ekki ætla að stíga til hliðar og lofaði að hann myndi sigra Donald Trump mótframbjóðanda sinn í komandi kosningum í ræðu sem hann hélt á kosningafundi í Wisconsin-ríki í dag. Á fundinum minntist Biden á framgöngu sína í fyrri kappræðum kosninganna sem fóru fram í síðustu viku. Hann er sagður hafa misst þráðinn stöðugt, átt erfitt með að einbeita sér að því að svara og farið úr einu í annað. „Síðan þá hefur fólk velt fyrir sér hvað ég ætli að gera. Hér er svarið mitt við því, ég er í framboði og ég er að fara að sigra aftur,“ sagði Biden á kosningafundinum í borginni Madison. Í umfjöllum BBC segir að ræða Biden hafi verið mun kraftmeiri en framkoma hans í kappræðunum á CNN. Hún komi á mikilvægum tíma í kosningabaráttu Biden, þegar margir af hann stuðningsmönnum íhuga hvort þeir geti haldið áfram að styðja hann. Einn áheyrandi á kosningafundinum hélt á skilti sem á stóð: „Láttu kyndilinn ganga, Joe!“. Á öðru skilti stóð: „Bjargaðu arfleið þinni, stígðu til hliðar!“. Biden vakti athygli á þessum skiltum og sagðist sífellt heyra um hve gamall hann væri. Þrátt fyrir háan aldur hafi hann áorkað miklu í embætti. „Var ég of gamall til að skapa fimmtán milljón störf? [...] Var ég of gamall til að fella niður námslánaskuldir fyrir fimm milljónir Bandaríkjamanna?“ sagði hann. Demókrataflokkurinn hefur sætt miklum þrýstingi úr ýmsum áttum um að velja sér nýjan frambjóðanda vegna hás aldurs Biden og sýnilegra ummerkja um hrakandi heilsu hans. Þrýstingurinn virðist hafa aukist eftir fyrri kappræðurnar, en niðurstöður nýlegrar könnunar sem gerð var meðal almennings í Bandaríkjunum benda til þess að 72 prósent kjósenda telja Biden ekki hafa vitsmunalega getu til að sinna embættinu. Í gær viðurkenndi Biden í viðtali að hann hefði klúðrað kappræðunum en skellti skuldinni á flugþreytu, of þétta dagskrá og svefnleysi. Hann hafi ekki hlustað á starfsfólkið sitt og næstum sofnað í sjónvarpssal. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Segir Biden „algjörlega vanhæfan“ Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana, segir að aldur Joe Bidens mótframbjóðanda hans, sé ekki vandamálið, heldur „algjört vanhæfi“ hans. Trump ávarpaði stuðningsmenn sína í Virgina-ríki í dag. 29. júní 2024 00:04 „Fíaskó næturinnar“ gæti kallað á nýjan frambjóðanda Joe Biden Bandaríkjaforseti beið afhroð í forsetakappræðum hans og Donalds Trump í nótt, að mati stjórnmálaskýrenda. Þegar er farið að heyrast ákall um að Demókratar velji sér nýjan frambjóðanda, sem íslenskur sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum telur ekki útilokað. 28. júní 2024 13:18 „Ég veit að ég er ekki ungur maður“ Joe Biden bandaríkjaforseti, hélt kraftmikla ræðu í dag, þar sem hann svaraði óbeint fyrir gagnrýni sem hann hefur sætt fyrir slaka frammistöðu í kappræðum forsetaefnanna í nótt. 28. júní 2024 20:22 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Á fundinum minntist Biden á framgöngu sína í fyrri kappræðum kosninganna sem fóru fram í síðustu viku. Hann er sagður hafa misst þráðinn stöðugt, átt erfitt með að einbeita sér að því að svara og farið úr einu í annað. „Síðan þá hefur fólk velt fyrir sér hvað ég ætli að gera. Hér er svarið mitt við því, ég er í framboði og ég er að fara að sigra aftur,“ sagði Biden á kosningafundinum í borginni Madison. Í umfjöllum BBC segir að ræða Biden hafi verið mun kraftmeiri en framkoma hans í kappræðunum á CNN. Hún komi á mikilvægum tíma í kosningabaráttu Biden, þegar margir af hann stuðningsmönnum íhuga hvort þeir geti haldið áfram að styðja hann. Einn áheyrandi á kosningafundinum hélt á skilti sem á stóð: „Láttu kyndilinn ganga, Joe!“. Á öðru skilti stóð: „Bjargaðu arfleið þinni, stígðu til hliðar!“. Biden vakti athygli á þessum skiltum og sagðist sífellt heyra um hve gamall hann væri. Þrátt fyrir háan aldur hafi hann áorkað miklu í embætti. „Var ég of gamall til að skapa fimmtán milljón störf? [...] Var ég of gamall til að fella niður námslánaskuldir fyrir fimm milljónir Bandaríkjamanna?“ sagði hann. Demókrataflokkurinn hefur sætt miklum þrýstingi úr ýmsum áttum um að velja sér nýjan frambjóðanda vegna hás aldurs Biden og sýnilegra ummerkja um hrakandi heilsu hans. Þrýstingurinn virðist hafa aukist eftir fyrri kappræðurnar, en niðurstöður nýlegrar könnunar sem gerð var meðal almennings í Bandaríkjunum benda til þess að 72 prósent kjósenda telja Biden ekki hafa vitsmunalega getu til að sinna embættinu. Í gær viðurkenndi Biden í viðtali að hann hefði klúðrað kappræðunum en skellti skuldinni á flugþreytu, of þétta dagskrá og svefnleysi. Hann hafi ekki hlustað á starfsfólkið sitt og næstum sofnað í sjónvarpssal.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Segir Biden „algjörlega vanhæfan“ Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana, segir að aldur Joe Bidens mótframbjóðanda hans, sé ekki vandamálið, heldur „algjört vanhæfi“ hans. Trump ávarpaði stuðningsmenn sína í Virgina-ríki í dag. 29. júní 2024 00:04 „Fíaskó næturinnar“ gæti kallað á nýjan frambjóðanda Joe Biden Bandaríkjaforseti beið afhroð í forsetakappræðum hans og Donalds Trump í nótt, að mati stjórnmálaskýrenda. Þegar er farið að heyrast ákall um að Demókratar velji sér nýjan frambjóðanda, sem íslenskur sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum telur ekki útilokað. 28. júní 2024 13:18 „Ég veit að ég er ekki ungur maður“ Joe Biden bandaríkjaforseti, hélt kraftmikla ræðu í dag, þar sem hann svaraði óbeint fyrir gagnrýni sem hann hefur sætt fyrir slaka frammistöðu í kappræðum forsetaefnanna í nótt. 28. júní 2024 20:22 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Segir Biden „algjörlega vanhæfan“ Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana, segir að aldur Joe Bidens mótframbjóðanda hans, sé ekki vandamálið, heldur „algjört vanhæfi“ hans. Trump ávarpaði stuðningsmenn sína í Virgina-ríki í dag. 29. júní 2024 00:04
„Fíaskó næturinnar“ gæti kallað á nýjan frambjóðanda Joe Biden Bandaríkjaforseti beið afhroð í forsetakappræðum hans og Donalds Trump í nótt, að mati stjórnmálaskýrenda. Þegar er farið að heyrast ákall um að Demókratar velji sér nýjan frambjóðanda, sem íslenskur sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum telur ekki útilokað. 28. júní 2024 13:18
„Ég veit að ég er ekki ungur maður“ Joe Biden bandaríkjaforseti, hélt kraftmikla ræðu í dag, þar sem hann svaraði óbeint fyrir gagnrýni sem hann hefur sætt fyrir slaka frammistöðu í kappræðum forsetaefnanna í nótt. 28. júní 2024 20:22
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent