Heitir því að klára baráttuna og sigra Trump Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. júlí 2024 21:54 Biden flutti ræðu á kosningafundi í Wisconsin í dag sem þótti mun kraftmeiri en framkoma hans í kappræðunum. AP Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist ekki ætla að stíga til hliðar og lofaði að hann myndi sigra Donald Trump mótframbjóðanda sinn í komandi kosningum í ræðu sem hann hélt á kosningafundi í Wisconsin-ríki í dag. Á fundinum minntist Biden á framgöngu sína í fyrri kappræðum kosninganna sem fóru fram í síðustu viku. Hann er sagður hafa misst þráðinn stöðugt, átt erfitt með að einbeita sér að því að svara og farið úr einu í annað. „Síðan þá hefur fólk velt fyrir sér hvað ég ætli að gera. Hér er svarið mitt við því, ég er í framboði og ég er að fara að sigra aftur,“ sagði Biden á kosningafundinum í borginni Madison. Í umfjöllum BBC segir að ræða Biden hafi verið mun kraftmeiri en framkoma hans í kappræðunum á CNN. Hún komi á mikilvægum tíma í kosningabaráttu Biden, þegar margir af hann stuðningsmönnum íhuga hvort þeir geti haldið áfram að styðja hann. Einn áheyrandi á kosningafundinum hélt á skilti sem á stóð: „Láttu kyndilinn ganga, Joe!“. Á öðru skilti stóð: „Bjargaðu arfleið þinni, stígðu til hliðar!“. Biden vakti athygli á þessum skiltum og sagðist sífellt heyra um hve gamall hann væri. Þrátt fyrir háan aldur hafi hann áorkað miklu í embætti. „Var ég of gamall til að skapa fimmtán milljón störf? [...] Var ég of gamall til að fella niður námslánaskuldir fyrir fimm milljónir Bandaríkjamanna?“ sagði hann. Demókrataflokkurinn hefur sætt miklum þrýstingi úr ýmsum áttum um að velja sér nýjan frambjóðanda vegna hás aldurs Biden og sýnilegra ummerkja um hrakandi heilsu hans. Þrýstingurinn virðist hafa aukist eftir fyrri kappræðurnar, en niðurstöður nýlegrar könnunar sem gerð var meðal almennings í Bandaríkjunum benda til þess að 72 prósent kjósenda telja Biden ekki hafa vitsmunalega getu til að sinna embættinu. Í gær viðurkenndi Biden í viðtali að hann hefði klúðrað kappræðunum en skellti skuldinni á flugþreytu, of þétta dagskrá og svefnleysi. Hann hafi ekki hlustað á starfsfólkið sitt og næstum sofnað í sjónvarpssal. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Segir Biden „algjörlega vanhæfan“ Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana, segir að aldur Joe Bidens mótframbjóðanda hans, sé ekki vandamálið, heldur „algjört vanhæfi“ hans. Trump ávarpaði stuðningsmenn sína í Virgina-ríki í dag. 29. júní 2024 00:04 „Fíaskó næturinnar“ gæti kallað á nýjan frambjóðanda Joe Biden Bandaríkjaforseti beið afhroð í forsetakappræðum hans og Donalds Trump í nótt, að mati stjórnmálaskýrenda. Þegar er farið að heyrast ákall um að Demókratar velji sér nýjan frambjóðanda, sem íslenskur sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum telur ekki útilokað. 28. júní 2024 13:18 „Ég veit að ég er ekki ungur maður“ Joe Biden bandaríkjaforseti, hélt kraftmikla ræðu í dag, þar sem hann svaraði óbeint fyrir gagnrýni sem hann hefur sætt fyrir slaka frammistöðu í kappræðum forsetaefnanna í nótt. 28. júní 2024 20:22 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Á fundinum minntist Biden á framgöngu sína í fyrri kappræðum kosninganna sem fóru fram í síðustu viku. Hann er sagður hafa misst þráðinn stöðugt, átt erfitt með að einbeita sér að því að svara og farið úr einu í annað. „Síðan þá hefur fólk velt fyrir sér hvað ég ætli að gera. Hér er svarið mitt við því, ég er í framboði og ég er að fara að sigra aftur,“ sagði Biden á kosningafundinum í borginni Madison. Í umfjöllum BBC segir að ræða Biden hafi verið mun kraftmeiri en framkoma hans í kappræðunum á CNN. Hún komi á mikilvægum tíma í kosningabaráttu Biden, þegar margir af hann stuðningsmönnum íhuga hvort þeir geti haldið áfram að styðja hann. Einn áheyrandi á kosningafundinum hélt á skilti sem á stóð: „Láttu kyndilinn ganga, Joe!“. Á öðru skilti stóð: „Bjargaðu arfleið þinni, stígðu til hliðar!“. Biden vakti athygli á þessum skiltum og sagðist sífellt heyra um hve gamall hann væri. Þrátt fyrir háan aldur hafi hann áorkað miklu í embætti. „Var ég of gamall til að skapa fimmtán milljón störf? [...] Var ég of gamall til að fella niður námslánaskuldir fyrir fimm milljónir Bandaríkjamanna?“ sagði hann. Demókrataflokkurinn hefur sætt miklum þrýstingi úr ýmsum áttum um að velja sér nýjan frambjóðanda vegna hás aldurs Biden og sýnilegra ummerkja um hrakandi heilsu hans. Þrýstingurinn virðist hafa aukist eftir fyrri kappræðurnar, en niðurstöður nýlegrar könnunar sem gerð var meðal almennings í Bandaríkjunum benda til þess að 72 prósent kjósenda telja Biden ekki hafa vitsmunalega getu til að sinna embættinu. Í gær viðurkenndi Biden í viðtali að hann hefði klúðrað kappræðunum en skellti skuldinni á flugþreytu, of þétta dagskrá og svefnleysi. Hann hafi ekki hlustað á starfsfólkið sitt og næstum sofnað í sjónvarpssal.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Segir Biden „algjörlega vanhæfan“ Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana, segir að aldur Joe Bidens mótframbjóðanda hans, sé ekki vandamálið, heldur „algjört vanhæfi“ hans. Trump ávarpaði stuðningsmenn sína í Virgina-ríki í dag. 29. júní 2024 00:04 „Fíaskó næturinnar“ gæti kallað á nýjan frambjóðanda Joe Biden Bandaríkjaforseti beið afhroð í forsetakappræðum hans og Donalds Trump í nótt, að mati stjórnmálaskýrenda. Þegar er farið að heyrast ákall um að Demókratar velji sér nýjan frambjóðanda, sem íslenskur sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum telur ekki útilokað. 28. júní 2024 13:18 „Ég veit að ég er ekki ungur maður“ Joe Biden bandaríkjaforseti, hélt kraftmikla ræðu í dag, þar sem hann svaraði óbeint fyrir gagnrýni sem hann hefur sætt fyrir slaka frammistöðu í kappræðum forsetaefnanna í nótt. 28. júní 2024 20:22 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Segir Biden „algjörlega vanhæfan“ Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana, segir að aldur Joe Bidens mótframbjóðanda hans, sé ekki vandamálið, heldur „algjört vanhæfi“ hans. Trump ávarpaði stuðningsmenn sína í Virgina-ríki í dag. 29. júní 2024 00:04
„Fíaskó næturinnar“ gæti kallað á nýjan frambjóðanda Joe Biden Bandaríkjaforseti beið afhroð í forsetakappræðum hans og Donalds Trump í nótt, að mati stjórnmálaskýrenda. Þegar er farið að heyrast ákall um að Demókratar velji sér nýjan frambjóðanda, sem íslenskur sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum telur ekki útilokað. 28. júní 2024 13:18
„Ég veit að ég er ekki ungur maður“ Joe Biden bandaríkjaforseti, hélt kraftmikla ræðu í dag, þar sem hann svaraði óbeint fyrir gagnrýni sem hann hefur sætt fyrir slaka frammistöðu í kappræðum forsetaefnanna í nótt. 28. júní 2024 20:22
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent