Að óttast blokkir Ásta Logadóttir skrifar 5. júlí 2024 08:02 Á sunnudaginn kom grein á vísi um ummæli borgarstjóra Reykjavíkur með titlinum Grafarvogsbúar þurfa ekki að óttast blokkir. Ég verð að viðurkenna að ég skil bara fullkomlega hræðsluna við blokkir. Mér finnst það óeðlilegt að hræðast ekki blokkir eins og uppbyggingin á höfuðborgarsvæðinu hefur verið undanfarið og skipulagið segir til um framtíðar uppbyggingu. Ég viðurkenni það fúslega, ég óttast blokkir! Ástæðan fyrir blokkaróttanum mínum byggist á stöðu þéttingar byggðar sem tapaði áttavitanum einhverstaðar á lífsleiðinni og það virðist sem háar og djúpar byggingar sem standa þétt séu eina markmiðið. Blokkaróttinn stafar af því að ég veit að það eru til aðferðir sem notaðar eru í nágrannalöndum okkar sem stuðla að lífsgæðum íbúa í þeim blokkum sem þar eru byggðar. Hérlendis höfum við skoðað hvað hinir eru að gera en ekki innleitt í nein ferli við þéttingu byggðar. Blokkaróttinn stafar einnig af því að hér eru auglýstar bjartar blokkir sem eru umhverfisvottaðar og ég veit ekki hvað, en raunin er sú að við þá vottun er langt frá því öruggt að nokkur dagsbirta komist inn um glugga þessa umhverfisvottuðu hverfa eða bygginga. Það er allt í lagi að óttast svo lengi sem maður viðurkennir óttann sinn og láti hann ekki stjórna manni. Hvað þá heilu samfélagi. Mig grunar nefnilega að það séu fleiri en ég og Grafarvogsbúar sem hræðumst þessar ógurlegu blokkir. Mig grunar að embættismenn séu hræddir við að setja á breytingar sem tryggja að tekið sé tillit til íbúanna í þéttingarstefnu. Því það þýðir að það þarf að breyta frá núverandi stefnu og mögulega takmarka eitthvað hæðir, dýpt og þéttleika bygginga. Mig grunar að þeir sem maka krókinn á núverandi þéttingarreitum séu hræddir við að lækka tekjur sínar af hverjum reit. Mig grunar að við sem samfélag látum óttann við breytingar stjórna okkur og hér sitjum við í klóm óttans og ekkert breytist til hins betra. Í dag er ekkert að gerast. Enginn að hanna með innivist þessara blokka að leiðarljósi. Mikið væri innilega gaman ef við fengum að horfast í augu við þennan ótta, leyfa honum að vera þarna til tryggja að við skoðum örugglega hvort við séum að fara vel með þéttingu byggðar en leyfum óttanum ekki að stjórna okkur með því að vera andvíg þéttingu byggðar. Mig langar að við horfum á þennan ótta og ráðumst á hann. Ráðumst á hann saman. Í þessum bardaga væri bannað að fara í vörn út af ótta. Við myndum leggja öll spilin á borðið og finna saman út úr þessu með hagsmuni íbúanna að leiðarljósi. Þessi grein er ákall til íbúa höfuðborgarsvæðisins og ráðafólks: Okkur langar að hvetja íbúa til að fylgja eftir fordæmi Grafarvogsbúa og vera opin með blokkaróttann sinn til að ná til fjölmiðla og stjórnvalda. Það skiptir máli að láta í sér heyra! Einnig viljum fá viðmiðunarreglur eins og nágrannalöndin okkar til þess að við getum vandað okkur við þéttingu byggðar svo við þurfum ekki að vera hrædd við blokkir! Höfundur er PhD verkfræðingur hjá Lotu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á sunnudaginn kom grein á vísi um ummæli borgarstjóra Reykjavíkur með titlinum Grafarvogsbúar þurfa ekki að óttast blokkir. Ég verð að viðurkenna að ég skil bara fullkomlega hræðsluna við blokkir. Mér finnst það óeðlilegt að hræðast ekki blokkir eins og uppbyggingin á höfuðborgarsvæðinu hefur verið undanfarið og skipulagið segir til um framtíðar uppbyggingu. Ég viðurkenni það fúslega, ég óttast blokkir! Ástæðan fyrir blokkaróttanum mínum byggist á stöðu þéttingar byggðar sem tapaði áttavitanum einhverstaðar á lífsleiðinni og það virðist sem háar og djúpar byggingar sem standa þétt séu eina markmiðið. Blokkaróttinn stafar af því að ég veit að það eru til aðferðir sem notaðar eru í nágrannalöndum okkar sem stuðla að lífsgæðum íbúa í þeim blokkum sem þar eru byggðar. Hérlendis höfum við skoðað hvað hinir eru að gera en ekki innleitt í nein ferli við þéttingu byggðar. Blokkaróttinn stafar einnig af því að hér eru auglýstar bjartar blokkir sem eru umhverfisvottaðar og ég veit ekki hvað, en raunin er sú að við þá vottun er langt frá því öruggt að nokkur dagsbirta komist inn um glugga þessa umhverfisvottuðu hverfa eða bygginga. Það er allt í lagi að óttast svo lengi sem maður viðurkennir óttann sinn og láti hann ekki stjórna manni. Hvað þá heilu samfélagi. Mig grunar nefnilega að það séu fleiri en ég og Grafarvogsbúar sem hræðumst þessar ógurlegu blokkir. Mig grunar að embættismenn séu hræddir við að setja á breytingar sem tryggja að tekið sé tillit til íbúanna í þéttingarstefnu. Því það þýðir að það þarf að breyta frá núverandi stefnu og mögulega takmarka eitthvað hæðir, dýpt og þéttleika bygginga. Mig grunar að þeir sem maka krókinn á núverandi þéttingarreitum séu hræddir við að lækka tekjur sínar af hverjum reit. Mig grunar að við sem samfélag látum óttann við breytingar stjórna okkur og hér sitjum við í klóm óttans og ekkert breytist til hins betra. Í dag er ekkert að gerast. Enginn að hanna með innivist þessara blokka að leiðarljósi. Mikið væri innilega gaman ef við fengum að horfast í augu við þennan ótta, leyfa honum að vera þarna til tryggja að við skoðum örugglega hvort við séum að fara vel með þéttingu byggðar en leyfum óttanum ekki að stjórna okkur með því að vera andvíg þéttingu byggðar. Mig langar að við horfum á þennan ótta og ráðumst á hann. Ráðumst á hann saman. Í þessum bardaga væri bannað að fara í vörn út af ótta. Við myndum leggja öll spilin á borðið og finna saman út úr þessu með hagsmuni íbúanna að leiðarljósi. Þessi grein er ákall til íbúa höfuðborgarsvæðisins og ráðafólks: Okkur langar að hvetja íbúa til að fylgja eftir fordæmi Grafarvogsbúa og vera opin með blokkaróttann sinn til að ná til fjölmiðla og stjórnvalda. Það skiptir máli að láta í sér heyra! Einnig viljum fá viðmiðunarreglur eins og nágrannalöndin okkar til þess að við getum vandað okkur við þéttingu byggðar svo við þurfum ekki að vera hrædd við blokkir! Höfundur er PhD verkfræðingur hjá Lotu.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun